SÁÁ til heilla Svanur Guðmundsson skrifar 29. júní 2020 12:30 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir ritar áhugaverða grein í Morgunblaðið fyrir stuttu. Þar útlistar hún hvert skal halda með SÁÁ. Þó að við fyrstu sýn komi það fyrir sjónir almenning sem skynsamleg stefna er hún það ekki þegar betur er að gáð. Skoðum málið betur. Það er gömul saga og ný að ríkið ásælist starfsemi áhugamannasamtaka og frumkvöðla á sviði velferðarmála eða heilbrigðisþjónustu. Eftir að starfi frumkvöðlanna lýkur og þeir sem hafa sérfræðiþekkinguna taka við breytast áherslur. Sérfræðingarnir sjá hag sínum best borgið með því að komast undir verndarvæng ríkisins með laun og lífeyri. Pólitísk afstaða ræður oft miklu og nú háttar svo til að við erum með heilbrigðisráðherra sem vill yfirtaka starfsemi SÁÁ. Þetta sáum við gerast á sínum tíma með Sólheima þegar setja átti neyðarlög um að taka heimilið af stofnandanum Sesselju Sigmundsdóttur. Svipað var uppi á teningnum með Reykjalund fyrir stuttu og nú virðist SÁÁ vera í skotlínunni. Valgerður telur vandann ekki felast í taprekstri SÁÁ sem er mér óskiljanlegt. Það eigi að færa starfsemina meira undir ríkið með einhverskonar samtali eins og hún orðar það í grein sinni. Valgerður segir framkvæmdarstjórnina ekki hafa leitað formlega til yfirvalda eftir frekara fjármagni, en samkvæmt mínum upplýsingum þá fundaði formaður og einn stjórnarmaður með ráðneyti, Sjúkratryggingum Íslands og Landlæknisembættinu 1. apríl sl. og gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu með skriflegri greinargerð. Það hefur gerst síðan að fjárlaganefnd Alþingis samþykkti 30 milljón króna aukaframlag til SÁÁ sem enn hefur ekki skilað sér til samtakanna. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur leynt og ljóst reynt að færa heilbrigðisstarfsemi undir Landsspítalann, hvort sem menn vilja það eða ekki. Sérfræðilæknar hafa fundið fyrir þessu og nýjasta dæmið birtist í framferði hennar gagnvart sjúklingum sem þurfa liðskiptaaðgerðir. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) hafa á liðnum árum sýnt ótrúlegan árangur við meðferð á áfengissýki með starfsemi sinni þrátt fyrir mjög takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á safna inn sjálfaflafé. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að koma með aukafjármagn. Valgerður var ósátt við niðurskurðinn og uppsagnir í kjölfar hans og sagði starfi sínu lausu. Núna vill hún koma aftur og taka við með nýju fólki og nýjum áherslum. Það er ljóst eftir lestur greinar hennar að hún ætlar sér að færa starfsemi SÁÁ undir ríkisrekstur. Það er eitthvað sem ég og margir aðrir félagsmenn í SÁA eigum erfitt með að samþykkja. Ríkið á að styrkja starfsemi SÁA en ekki stýra henni. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ og við megum ekki eyðileggja óeigingjarnt starf frumkvöðlanna sem hingað til hefur skilað frábærum árangri. Sú deila sem nú er komin upp er svipuð því sem átt hefur sér stað oft áður, starfsmenn vilja nýja stjórn og nýja eigendur því þeir fá ekki að gera það sem þeir vilja og einhver annar á að koma með peningana. Núverandi heilbrigðisráðherra mun ekki bjarga SÁÁ, upphlaup einstakra starfsmanna mun ekki heldur gera það og því það þarf að lægja öldurnar og spóla aðeins til baka. Það er von mín að á næsta aðalfundi verði kosin stjórn og formaður sem geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og öllum þeim þúsundum sem eru í áhugamannasamtökum um áfengissýki. Hver vill það ekki? Höfundur er í framboði til framkvæmdastjórnar SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir ritar áhugaverða grein í Morgunblaðið fyrir stuttu. Þar útlistar hún hvert skal halda með SÁÁ. Þó að við fyrstu sýn komi það fyrir sjónir almenning sem skynsamleg stefna er hún það ekki þegar betur er að gáð. Skoðum málið betur. Það er gömul saga og ný að ríkið ásælist starfsemi áhugamannasamtaka og frumkvöðla á sviði velferðarmála eða heilbrigðisþjónustu. Eftir að starfi frumkvöðlanna lýkur og þeir sem hafa sérfræðiþekkinguna taka við breytast áherslur. Sérfræðingarnir sjá hag sínum best borgið með því að komast undir verndarvæng ríkisins með laun og lífeyri. Pólitísk afstaða ræður oft miklu og nú háttar svo til að við erum með heilbrigðisráðherra sem vill yfirtaka starfsemi SÁÁ. Þetta sáum við gerast á sínum tíma með Sólheima þegar setja átti neyðarlög um að taka heimilið af stofnandanum Sesselju Sigmundsdóttur. Svipað var uppi á teningnum með Reykjalund fyrir stuttu og nú virðist SÁÁ vera í skotlínunni. Valgerður telur vandann ekki felast í taprekstri SÁÁ sem er mér óskiljanlegt. Það eigi að færa starfsemina meira undir ríkið með einhverskonar samtali eins og hún orðar það í grein sinni. Valgerður segir framkvæmdarstjórnina ekki hafa leitað formlega til yfirvalda eftir frekara fjármagni, en samkvæmt mínum upplýsingum þá fundaði formaður og einn stjórnarmaður með ráðneyti, Sjúkratryggingum Íslands og Landlæknisembættinu 1. apríl sl. og gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu með skriflegri greinargerð. Það hefur gerst síðan að fjárlaganefnd Alþingis samþykkti 30 milljón króna aukaframlag til SÁÁ sem enn hefur ekki skilað sér til samtakanna. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur leynt og ljóst reynt að færa heilbrigðisstarfsemi undir Landsspítalann, hvort sem menn vilja það eða ekki. Sérfræðilæknar hafa fundið fyrir þessu og nýjasta dæmið birtist í framferði hennar gagnvart sjúklingum sem þurfa liðskiptaaðgerðir. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) hafa á liðnum árum sýnt ótrúlegan árangur við meðferð á áfengissýki með starfsemi sinni þrátt fyrir mjög takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á safna inn sjálfaflafé. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að koma með aukafjármagn. Valgerður var ósátt við niðurskurðinn og uppsagnir í kjölfar hans og sagði starfi sínu lausu. Núna vill hún koma aftur og taka við með nýju fólki og nýjum áherslum. Það er ljóst eftir lestur greinar hennar að hún ætlar sér að færa starfsemi SÁÁ undir ríkisrekstur. Það er eitthvað sem ég og margir aðrir félagsmenn í SÁA eigum erfitt með að samþykkja. Ríkið á að styrkja starfsemi SÁA en ekki stýra henni. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ og við megum ekki eyðileggja óeigingjarnt starf frumkvöðlanna sem hingað til hefur skilað frábærum árangri. Sú deila sem nú er komin upp er svipuð því sem átt hefur sér stað oft áður, starfsmenn vilja nýja stjórn og nýja eigendur því þeir fá ekki að gera það sem þeir vilja og einhver annar á að koma með peningana. Núverandi heilbrigðisráðherra mun ekki bjarga SÁÁ, upphlaup einstakra starfsmanna mun ekki heldur gera það og því það þarf að lægja öldurnar og spóla aðeins til baka. Það er von mín að á næsta aðalfundi verði kosin stjórn og formaður sem geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og öllum þeim þúsundum sem eru í áhugamannasamtökum um áfengissýki. Hver vill það ekki? Höfundur er í framboði til framkvæmdastjórnar SÁÁ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar