Norwegian vill ógilda risasamning við Boeing Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 07:24 Boeing 737 Max-þotur Norwegian hafa varla verið hreyfðar frá því í mars árið 2019. EPA/JOHAN NILSSON Flugfélagið Norwegian hyggst hætta við kaup á tæplega 100 Boeingþotum. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar segir jafnframt að flugfélagið ætli sér að sækja þá fjármuni sem Norwegian hefur þegar greitt Boeing í viðskiptunum. Í samtali við norska viðskiptamiðiðilinn E24 segir Geir Karlsen, fjármálastjóri flugfélagsins, að Norwegian hafi ekki fengið svar frá flugvélaframleiðandanum. „Við erum ekki búin að ná samkomulagi við Boeing. Það er áfram ætlun okkar að landa samningi en takist það ekki verður niðurstaðan sú sem við tilkynntum í dag,“ segir Geir. Tilkynningin til kauphallarinnar sé niðurstaða samningaviðræðna við flugvélaframleiðandann sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði. Í svari við fyrirspurn E24 segist Boeing ekki vilja tjá sig um viðræður við viðskiptavini sína. Um er að ræða 97 þotur: Fimm af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og 92 af tegundinni 737 Max. Þær síðarnefndu hafa verið kyrrsettar í rúmt ár eftir tvö flugslys með skömmu millibilli. Tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst vestanhafs í gær, sem sagt er stórt skref í átt að því að fá flugbanninu aflétt. Tilkynning Norwegian til kauphallarinnar kemur í kjölfar mikilla rekstrarörðugleika flugfélagsins í kórónuveirufaraldrinum. Eftir snarpa fækkun farþega og taprekstur sem hljóp á milljörðum króna á mánuði var flugfélagið á barmi gjaldþrots, en rær nú lífróður með aðstoð norskra stjórnvalda. Flugfélagið samdi við kröfuhafa, breytti skuldum í eigið fé og réðst í hlutafjárútboð gegn ríkisábyrgð á lánum. Stærstu hluthafar Norwegian í dag eru flugvélaleigur, en eftir björgunarðagerðirnir sitja fyrri hluthafar eftir með um 5 prósent hlut í flugfélaginu. Fréttir af flugi Boeing Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Flugfélagið Norwegian hyggst hætta við kaup á tæplega 100 Boeingþotum. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar segir jafnframt að flugfélagið ætli sér að sækja þá fjármuni sem Norwegian hefur þegar greitt Boeing í viðskiptunum. Í samtali við norska viðskiptamiðiðilinn E24 segir Geir Karlsen, fjármálastjóri flugfélagsins, að Norwegian hafi ekki fengið svar frá flugvélaframleiðandanum. „Við erum ekki búin að ná samkomulagi við Boeing. Það er áfram ætlun okkar að landa samningi en takist það ekki verður niðurstaðan sú sem við tilkynntum í dag,“ segir Geir. Tilkynningin til kauphallarinnar sé niðurstaða samningaviðræðna við flugvélaframleiðandann sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði. Í svari við fyrirspurn E24 segist Boeing ekki vilja tjá sig um viðræður við viðskiptavini sína. Um er að ræða 97 þotur: Fimm af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og 92 af tegundinni 737 Max. Þær síðarnefndu hafa verið kyrrsettar í rúmt ár eftir tvö flugslys með skömmu millibilli. Tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst vestanhafs í gær, sem sagt er stórt skref í átt að því að fá flugbanninu aflétt. Tilkynning Norwegian til kauphallarinnar kemur í kjölfar mikilla rekstrarörðugleika flugfélagsins í kórónuveirufaraldrinum. Eftir snarpa fækkun farþega og taprekstur sem hljóp á milljörðum króna á mánuði var flugfélagið á barmi gjaldþrots, en rær nú lífróður með aðstoð norskra stjórnvalda. Flugfélagið samdi við kröfuhafa, breytti skuldum í eigið fé og réðst í hlutafjárútboð gegn ríkisábyrgð á lánum. Stærstu hluthafar Norwegian í dag eru flugvélaleigur, en eftir björgunarðagerðirnir sitja fyrri hluthafar eftir með um 5 prósent hlut í flugfélaginu.
Fréttir af flugi Boeing Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira