Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg.
Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku og tveir slösuðust alvarlega, hefur vakið upp hörð viðbrögð um aðbúnað erlends verkafólks á leigumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, mættu á fund Velferðarnefndar þar sem málið var tekið fyrir og því velt upp hvort ráðast þurfi í laga- og eða reglugerðarbreytingar til þess að tryggja aðbúnað.

Sýnist þurfa að gera laga- og reglugerðarbreytingar
„Við erum í eldvarnarátaki sem hrintum af stað eftir ákveðna úttekt sem að gerð var og viljum í sjö aðgerðum til þess að efla brunavarnir og eldvarnareftirlit í landinu. hvort að það þurfi sérstakar lagabreytingar í framhaldi af þessu, það munum við skoða og það er hluti af vinnunni fram undan á næstunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.
Eins og fram hefur komið voru tugir skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg. Í húsinu við hliðina eru enn fleiri skráðir til heimilis og svo virðist staðan vera á öðrum stöðum þar sem erlent verkafólk, sem kemur hingað til starfa, er skráð til heimilis.

Verst að skoða að setja eftirlit með lögheimilisskráningu
„Ég held að þetta sé eitthvað þurfi að skoða. Nú er þetta eitthvað sem heyrir ekki undir mitt málefna svið beint, þannig að ég held að það samtal þurfi að eiga sér stað,“ segir Ásmundur.
Slökkviliðsstjóri er fylgjandi slíku eftirliti.
„Mér þætti það nú kannski eðlilegt að það væri ekki hægt að skrá sjötíu manns á eitt heimilisfang og við erum með dæmi um að það séu skráðir yfir hundrað í eitt einbýlishús, þannig að þarna er eitthvað sem þarf að skoða betur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri.

Ef auka á eldvarnareftirlit þarf meira fé og aukinn mannskap
Í dag er eldvarnareftirliti einungs heimilt að taka út brunavarnir á vinnustöðum en á fundi Velferðarnefndar var því velt upp hvort slökkviliði gæti bætt við eldvarnaeftirliti á heimilum.
„Í dag erum við engan veginn þar en ef það er vilji myndum við ekki vinna gegn því en þá þarf að bæta okkar umhverfi og fjölga mannskap,“ segir Jón Viðar.