Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. júlí 2020 17:31 Skimað fyrir kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Þrjú greindust með kórónuveiruna eftir hádegi í dag. Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar við þau átta sem staðfest hafa verið síðan 15. júní. Þetta staðfestir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá nú á fimmta tímanum. Runólfur segir að enginn af þeim þremur sem greindist eftir hádegi í dag sé alvarlega veikur. Öll séu þau þó í eftirliti. Inntur eftir því af hverju fólk virðist ekki vera að veikjast alvarlega af Covid-19 síðustu daga segir Runólfur að mest sé um að ræða ungt fólk, sem hefur fengið mun vægari einkenni en eldri sjúklingar. Það sé haldbærasta skýringin. Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.Stöð 2 Þá staðfestir Runólfur að smitin þrjú tengist smitum sem greint hefur verið frá síðustu daga en vildi ekki veita frekari upplýsingar þess efnis. Hann gerir ráð fyrir að fólkið sem greindist eftir hádegi hafi verið í sóttkví. Runólfur segir það jafnframt vissulega áhyggjuefni að þrír greinist í dag. Það séu þó mjög margir í sóttkví og verið að prófa marga fyrir veirunni eftir því. Þá hafi enginn enn þurft inngrip vegna Covid-veikinda í öldu sýkinganna síðustu vikur. Greint var frá því í dag að eins árs barn hefði greinst með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust. Móðir þess er kona sem kom frá útlöndum í síðustu viku og greindist með kórónuveiruna í fyrradag. Hún hafði þá verið hér á landi í tíu daga. Virk smit á landinu voru tíu klukkan ellefu í morgun, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin þrjú sem nú er greint frá eru ekki inni í þeim tölum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. 1. júlí 2020 18:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þrjú greindust með kórónuveiruna eftir hádegi í dag. Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar við þau átta sem staðfest hafa verið síðan 15. júní. Þetta staðfestir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá nú á fimmta tímanum. Runólfur segir að enginn af þeim þremur sem greindist eftir hádegi í dag sé alvarlega veikur. Öll séu þau þó í eftirliti. Inntur eftir því af hverju fólk virðist ekki vera að veikjast alvarlega af Covid-19 síðustu daga segir Runólfur að mest sé um að ræða ungt fólk, sem hefur fengið mun vægari einkenni en eldri sjúklingar. Það sé haldbærasta skýringin. Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.Stöð 2 Þá staðfestir Runólfur að smitin þrjú tengist smitum sem greint hefur verið frá síðustu daga en vildi ekki veita frekari upplýsingar þess efnis. Hann gerir ráð fyrir að fólkið sem greindist eftir hádegi hafi verið í sóttkví. Runólfur segir það jafnframt vissulega áhyggjuefni að þrír greinist í dag. Það séu þó mjög margir í sóttkví og verið að prófa marga fyrir veirunni eftir því. Þá hafi enginn enn þurft inngrip vegna Covid-veikinda í öldu sýkinganna síðustu vikur. Greint var frá því í dag að eins árs barn hefði greinst með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust. Móðir þess er kona sem kom frá útlöndum í síðustu viku og greindist með kórónuveiruna í fyrradag. Hún hafði þá verið hér á landi í tíu daga. Virk smit á landinu voru tíu klukkan ellefu í morgun, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin þrjú sem nú er greint frá eru ekki inni í þeim tölum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. 1. júlí 2020 18:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34
Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13
Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. 1. júlí 2020 18:30