Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2020 20:00 Nýju lögunum hefur verið mótmælt af hörku á götum Hong Kong. EPA/Jerome Favre Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. Nýju lögin kveða meðal annars á um harðar refsingar fyrir uppreisnaráróður og samráð við erlenda aðila. Lögin eru sett sem eins konar svar við mótmælahrinu síðasta árs. Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að málið snúst einnig um ímynd Kína. „Í kína byggist lögmæti ríkisstjórnarinnar á tvennu. Í fyrsta lagi efnahagsgróða og í öðru lagi þjóðernishyggju. Um leið og eitt sígur niður þarf að hífa annað upp.“ Nýtt kalt stríð Bandaríska fulltrúadeildin brást við lagasetningunni með því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Kína, en málið á eftir að fara í gegnum öldungadeildina. Helgi segir að í raun megi tala um nýtt kalt stríð. „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en gamla kalda stríðið. Það var auðvitað ekki jafnmikið af fjárfestingum að flæða inn og út úr gömlu Sovétríkjunum frá Vesturlöndum. Sem verður til þess að Kína og hinn vestræni heimur eru mun tengdari, efnahagslega séð.“ Mismunandi menningarheimar Hann segir deilurnar nú snúast um misjöfn viðhorf mismunandi menningarheima. Hong Kong var undir breskri stjórn til 1997 og menningin því ólík þeirri sem er á meginlandinu. Samkvæmt samkomulagi Kína við Breta átti borgin að fá að halda í sitt stjórnkerfi í fimmtíu ár en vesturlöndum þykir nýja löggjöfin ganga gegn þessu. Bretar hafa til dæmis boðið milljónum borgarbúa að sækja um ríkisborgararétt. „Þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina í Hong Kong gætu flust til Bretlands. Þá verða eftir þeir íbúar sem styðja Peking. Ef það breytist allt hugsa ég að erlend áhrif í Hong Kong verði mjög lítil og ég held að þetta aðlögunarferli sem átti að standa til 1947 gæti gerst aðeins fyrr,“ segir Helgi. Hong Kong Kína Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. Nýju lögin kveða meðal annars á um harðar refsingar fyrir uppreisnaráróður og samráð við erlenda aðila. Lögin eru sett sem eins konar svar við mótmælahrinu síðasta árs. Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að málið snúst einnig um ímynd Kína. „Í kína byggist lögmæti ríkisstjórnarinnar á tvennu. Í fyrsta lagi efnahagsgróða og í öðru lagi þjóðernishyggju. Um leið og eitt sígur niður þarf að hífa annað upp.“ Nýtt kalt stríð Bandaríska fulltrúadeildin brást við lagasetningunni með því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Kína, en málið á eftir að fara í gegnum öldungadeildina. Helgi segir að í raun megi tala um nýtt kalt stríð. „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en gamla kalda stríðið. Það var auðvitað ekki jafnmikið af fjárfestingum að flæða inn og út úr gömlu Sovétríkjunum frá Vesturlöndum. Sem verður til þess að Kína og hinn vestræni heimur eru mun tengdari, efnahagslega séð.“ Mismunandi menningarheimar Hann segir deilurnar nú snúast um misjöfn viðhorf mismunandi menningarheima. Hong Kong var undir breskri stjórn til 1997 og menningin því ólík þeirri sem er á meginlandinu. Samkvæmt samkomulagi Kína við Breta átti borgin að fá að halda í sitt stjórnkerfi í fimmtíu ár en vesturlöndum þykir nýja löggjöfin ganga gegn þessu. Bretar hafa til dæmis boðið milljónum borgarbúa að sækja um ríkisborgararétt. „Þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina í Hong Kong gætu flust til Bretlands. Þá verða eftir þeir íbúar sem styðja Peking. Ef það breytist allt hugsa ég að erlend áhrif í Hong Kong verði mjög lítil og ég held að þetta aðlögunarferli sem átti að standa til 1947 gæti gerst aðeins fyrr,“ segir Helgi.
Hong Kong Kína Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira