Risastórt skref fyrir foreldra í námi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigrún Ásta Brynjarsdóttir skrifa 3. júlí 2020 23:01 Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. Til dæmis eru margir á barneignaaldri á meðan að námi stendur, sum telja að aðstæður sínar henti best til barneigna á þeim tíma, aðrir eiga börn þegar þau ákveða að fara í nám og stundum eru barneignir óskipulögð en óvænt ánægja sem kom mögulega í kjölfar tilboðshelgar hjá unaðstækjaverslun. Börnum fylgir mikill kostnaður og því hafa barneignir stundum orðið til þess að fjárhagsáhyggjur háskólanema aukast mikið. Fjárhagsáhyggjur geta dregið úr þrótti og vilja nemenda til að halda áfram með námið sem getur valdið því að einstaklingurinn hættir á endanum í námi. Síðustu áratugi hafa nemendur átt þess kost að taka viðbótarlán vegna barna hjá LÍN til þess að auðvelda sér og fjölskyldu sinni lífið. Hinsvegar veldur það því að háskólanemar með fjölskyldu hafa setið uppi með hærri lán til lengri tíma en samnemendur þeirra sem voru barnlausir á meðan á námi stóð. En nú hefur þessu verið breytt! Þann 1. júlí 2020 tóku gildi ný lög: Lög um Menntasjóð námsmanna. Í þeim var þessu viðbótarláni breytt í beinan styrk vegna barna. Það þýðir að háskólanemar sem taka lán hjá sjóðnum geta sótt um viðbótarlán vegna barna en munu ekki þurfa að borga það til baka. Með þessu er jafnrétti til náms aukið gríðarlega og líf foreldra í námi gert auðveldara. Börn eiga skilið stuðning og athygli foreldra sinna strax frá fæðingu. Það að eiga börn er líka stór hluti af lífi margra og gæti því álag í námi og fjárhagsáhyggjur komið niður á tengslum foreldra og barna. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er “menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni. Takk Lilja Alfreðsdóttir fyrir að hafa barist fyrir foreldrum í námi og komið þessu í gegn. Þetta er mikilvægt skref fyrir háskólanema, sem og börnin þeirra. Greinarhöfundar eru mæður í háskólanámi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Hagsmunir stúdenta Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. Til dæmis eru margir á barneignaaldri á meðan að námi stendur, sum telja að aðstæður sínar henti best til barneigna á þeim tíma, aðrir eiga börn þegar þau ákveða að fara í nám og stundum eru barneignir óskipulögð en óvænt ánægja sem kom mögulega í kjölfar tilboðshelgar hjá unaðstækjaverslun. Börnum fylgir mikill kostnaður og því hafa barneignir stundum orðið til þess að fjárhagsáhyggjur háskólanema aukast mikið. Fjárhagsáhyggjur geta dregið úr þrótti og vilja nemenda til að halda áfram með námið sem getur valdið því að einstaklingurinn hættir á endanum í námi. Síðustu áratugi hafa nemendur átt þess kost að taka viðbótarlán vegna barna hjá LÍN til þess að auðvelda sér og fjölskyldu sinni lífið. Hinsvegar veldur það því að háskólanemar með fjölskyldu hafa setið uppi með hærri lán til lengri tíma en samnemendur þeirra sem voru barnlausir á meðan á námi stóð. En nú hefur þessu verið breytt! Þann 1. júlí 2020 tóku gildi ný lög: Lög um Menntasjóð námsmanna. Í þeim var þessu viðbótarláni breytt í beinan styrk vegna barna. Það þýðir að háskólanemar sem taka lán hjá sjóðnum geta sótt um viðbótarlán vegna barna en munu ekki þurfa að borga það til baka. Með þessu er jafnrétti til náms aukið gríðarlega og líf foreldra í námi gert auðveldara. Börn eiga skilið stuðning og athygli foreldra sinna strax frá fæðingu. Það að eiga börn er líka stór hluti af lífi margra og gæti því álag í námi og fjárhagsáhyggjur komið niður á tengslum foreldra og barna. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er “menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni. Takk Lilja Alfreðsdóttir fyrir að hafa barist fyrir foreldrum í námi og komið þessu í gegn. Þetta er mikilvægt skref fyrir háskólanema, sem og börnin þeirra. Greinarhöfundar eru mæður í háskólanámi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF)
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar