Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. júlí 2020 14:19 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 239 sérfræðingar sendu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, bréf þess efnis að gögn bendi til að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Fram að þessu hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti, til dæmist þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk komist í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling. Vísindamennirnir 239 sem koma frá 32 löndum vara við því að gögn bendi til að veiran geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að endurmeta leiðbeiningar sínar vegna þess. Vísindamennirnir hyggjast birta grein um álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times. Yfirmaður smitvarna hjá WHO efast þá ályktun að veiran berist með lofti. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fundi WHO í Sviss vegna kórónuveirunnar. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein að taka við nýjum upplýsingum um kórónuveirunar.EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Þá hafa margir bent á að stofnunin hafi í faraldrinum verið svifasein og haldið fast í ályktanir sínar þrátt fyrir að nýir hlutir hafi verið komnir í ljós. Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að aðstæður í þeim löndum sem þar sem faraldurinn breiðist hvað hraðast út séu allt aðrar en hér á landi. Hann segir jafnframt að þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi hafi komið upp smit sem hafi mögulega borist með lofti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 239 sérfræðingar sendu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, bréf þess efnis að gögn bendi til að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Fram að þessu hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti, til dæmist þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk komist í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling. Vísindamennirnir 239 sem koma frá 32 löndum vara við því að gögn bendi til að veiran geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að endurmeta leiðbeiningar sínar vegna þess. Vísindamennirnir hyggjast birta grein um álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times. Yfirmaður smitvarna hjá WHO efast þá ályktun að veiran berist með lofti. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fundi WHO í Sviss vegna kórónuveirunnar. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein að taka við nýjum upplýsingum um kórónuveirunar.EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Þá hafa margir bent á að stofnunin hafi í faraldrinum verið svifasein og haldið fast í ályktanir sínar þrátt fyrir að nýir hlutir hafi verið komnir í ljós. Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að aðstæður í þeim löndum sem þar sem faraldurinn breiðist hvað hraðast út séu allt aðrar en hér á landi. Hann segir jafnframt að þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi hafi komið upp smit sem hafi mögulega borist með lofti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45
Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59
Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17