Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 14:49 Ríksistjórnarfundur og blaðamannafundur vegna samkomubanns Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir segir að taka þurfi upp aðra nálgun á kórónuveiruskimanir hér á landi, í ljósi þess að Íslensk erfðagreining (ÍE) hyggist hætta aðkomu sinni að þeim. Hann leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækið hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. Kári Stefánsson forstjóri ÍE tilkynnti í aðsendri grein á Vísi í dag að fyrirtækið hygðist hætta skimunum fyrir veirunni og hætta einnig öllum veirutengdum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni. Kári sakaði einnig Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við tilkynningu Kára, að hann eigi eftir að funda með sínu fólki um málið. Þessar nýju vendingar muni þó fela í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi skimunar. „Það er ljóst að við þurfum að taka upp aðra nálgun í ljósi þessa,“ segir Þórólfur. Var þetta kannski viðbúið miðað við það sem áður hefur komið fram? „Ég veit það nú ekki, ég get kannski ekki alveg sagt það. En auðvitað er fyrirtækið Íslensk erfðagreining í öðrum störfum og eru búin að hliðra öllu til hliðar á meðan á þessu stendur, og auðvitað vissi maður það að það kæmi að einhverjum endapunkti þar, þau eru í öðrum verkefnum,“ segir Þórólfur. „Þau eru búin að vinna frábært starf fyrir okkur öll.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36 Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00 Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að taka þurfi upp aðra nálgun á kórónuveiruskimanir hér á landi, í ljósi þess að Íslensk erfðagreining (ÍE) hyggist hætta aðkomu sinni að þeim. Hann leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækið hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. Kári Stefánsson forstjóri ÍE tilkynnti í aðsendri grein á Vísi í dag að fyrirtækið hygðist hætta skimunum fyrir veirunni og hætta einnig öllum veirutengdum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni. Kári sakaði einnig Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við tilkynningu Kára, að hann eigi eftir að funda með sínu fólki um málið. Þessar nýju vendingar muni þó fela í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi skimunar. „Það er ljóst að við þurfum að taka upp aðra nálgun í ljósi þessa,“ segir Þórólfur. Var þetta kannski viðbúið miðað við það sem áður hefur komið fram? „Ég veit það nú ekki, ég get kannski ekki alveg sagt það. En auðvitað er fyrirtækið Íslensk erfðagreining í öðrum störfum og eru búin að hliðra öllu til hliðar á meðan á þessu stendur, og auðvitað vissi maður það að það kæmi að einhverjum endapunkti þar, þau eru í öðrum verkefnum,“ segir Þórólfur. „Þau eru búin að vinna frábært starf fyrir okkur öll.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36 Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00 Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36
Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00
Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43