Skírðu drenginn í höfuðið á þríeykinu Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 16:15 Víðir Þór Almarsson virðist nokkuð sáttur með nafnið. Aðsend/Vilhelm Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Drengurinn fékk nafnið Víðir Þór Almarsson og var skírður í gær. Hann kom í heiminn 21. maí og voru því síðustu vikur og mánuðir meðgöngunnar nokkuð litaðir af kórónuveirufaraldrinum og daglegum upplýsingafundum. Víðir, Þórólfur og Alma voru daglegir gestir á sjónvarpsskjám landsmanna síðustu vikurnar áður en Víðir Þór Almarsson kom í heiminn.Vísir/Vilhelm Almar Þór Jónsson, faðir drengsins, segir nafnið upprunalega hafa komið upp sem grín eftir að hann og móðir Víðis, Kristín Vigdís, eyddu síðustu vikum meðgöngunnar í sóttkví. „Ég sagði þetta í gríni við mömmu mína við kaffiborðið. Hún tók svo vel í þetta og svo fór okkur að lítast betur á þetta nafn þegar leið á. Það var svo erfitt að finna nafn og svo fannst okkur þetta bara fullkomið,“ segir Almar. Augljós líkindi eru með nafni Almars og Ölmu landlæknis og því var hægt að heiðra hvern einasta meðlim þríeykisins. „Ég heiti náttúrulega Almar þannig við gátum gert þetta. Þá er líka alltaf einhver saga á bak við nafnið. Þetta er líka fínt nafn – þetta er ekkert ónefni.“ Hann segir nafnið fara Víði Þór vel og tóku ættingjar og vinir vel í nafnið þó það hafi uppskorið einhvern hlátur, enda þríeykið landsþekkt. Víðis-nafnið fari honum sérstaklega vel að sögn Almars. „Hann er algjör Víðir. Traustvekjandi og flottur. Algjör sjarmör.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mannanöfn Tengdar fréttir Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Drengurinn fékk nafnið Víðir Þór Almarsson og var skírður í gær. Hann kom í heiminn 21. maí og voru því síðustu vikur og mánuðir meðgöngunnar nokkuð litaðir af kórónuveirufaraldrinum og daglegum upplýsingafundum. Víðir, Þórólfur og Alma voru daglegir gestir á sjónvarpsskjám landsmanna síðustu vikurnar áður en Víðir Þór Almarsson kom í heiminn.Vísir/Vilhelm Almar Þór Jónsson, faðir drengsins, segir nafnið upprunalega hafa komið upp sem grín eftir að hann og móðir Víðis, Kristín Vigdís, eyddu síðustu vikum meðgöngunnar í sóttkví. „Ég sagði þetta í gríni við mömmu mína við kaffiborðið. Hún tók svo vel í þetta og svo fór okkur að lítast betur á þetta nafn þegar leið á. Það var svo erfitt að finna nafn og svo fannst okkur þetta bara fullkomið,“ segir Almar. Augljós líkindi eru með nafni Almars og Ölmu landlæknis og því var hægt að heiðra hvern einasta meðlim þríeykisins. „Ég heiti náttúrulega Almar þannig við gátum gert þetta. Þá er líka alltaf einhver saga á bak við nafnið. Þetta er líka fínt nafn – þetta er ekkert ónefni.“ Hann segir nafnið fara Víði Þór vel og tóku ættingjar og vinir vel í nafnið þó það hafi uppskorið einhvern hlátur, enda þríeykið landsþekkt. Víðis-nafnið fari honum sérstaklega vel að sögn Almars. „Hann er algjör Víðir. Traustvekjandi og flottur. Algjör sjarmör.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mannanöfn Tengdar fréttir Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00