Tveir greindust með kórónuveiruna við landamærin á síðasta sólarhring, og bíða báðir eftir niðurstöðu mótefnamælingar. Innanlandssmitum hér á landi hefur ekki fjölgað síðan 2. júlí.
Átján eru nú í einangrun og fjölgar um einn síðan í gær. Þá fækkar verulega í sóttkví milli daga; í sóttkví eru nú 82 en voru í gær 139. Staðfest smit frá upphafi faraldur hér á landi eru nú 1.888 og hefur 1.860 batnað.
Alls voru tekin 1.256 sýni á landamærunum, 195 á veirufræðideild Landspítalans, og 16 hjá Íslenskri erfðagreiningu.