Hreppaflutningar á 21. öldinni eru staðreynd Grímur Atlason skrifar 11. júlí 2020 12:50 Haustið 2016 var maður á áttræðisaldri sem ég þekkti fluttur hreppaflutningum á Kirkjubæjarklaustur frá Reykjavík. Þá hafði velferðarsvið borgarinnar gefist upp á honum sökum veikinda hans og gert honum að annað hvort flytja úr þjónustuíbúð þeirri sem hann bjó í á götuna eða flytja austur á hjúkrunarheimili. Hann hafði ekki búið utan Reykjavíkur nema fyrstu sex ár ævinnar vestur á fjörðum en var nú gert að flytja úr hreppnum líkt og gert var við ómaga 19. aldarinnar. Hann langaði ekkert til að flytja – vildi eyða ævikvöldinu í borginni. Það er skemmst frá því að segja að hann var fluttur austur og átti þar frekar dapra vist. Þremur árum síðar fékk hann að flytjast í þjónustuíbúð í Hafnarfirði hvar hann náði að búa í þrjá daga áður en hann dó úr sjúkdómi sínum. Hann var rekinn úr Reykjavík til að deyja í öðru sveitarfélagi. Kalt og sárt en svona var það bara. Samfélagið á Íslandi er að mörgu leyti gott. En þegar kemur að okkar minnstu bræðrum og systrum virðist mannúðinni sleppa. Um langt árabil hefur verið bent á vondan aðbúnað þeirra sem ýmist eru að glíma við vímuefnavanda eða geðrænar áskoranir. Það þarf ekki annað en að skoða nýjan Landspítala til að sjá hvernig forgangsröðunin er. Eftir hrunið var ákveðið að endurskoða framkvæmdina og skera í burtu allan óþarfa. Þær byggingar Landspítalans sem eru aftast á merinni eru byggingar geðsviðsins. Allir þeir sem komið hafa á deildirnar við Elliðaárvog (Klepp) eða deildirnar við Hringbraut vita að þar eru úr sér gengin hús sem tilheyra liðinni öld. Þrýstihópurinn er bara svo lágvær að þorri fólks lætur sér fátt um finnast að geðsviðið hafi verið flokkað sem óþarfi. Umræða um smáhýsi, meðferðarkjarna, vistheimili og búsetukjarna þeirra sem tilheyra ofangreindum hópi er nær undantekningalaust neikvæð. Umsagnir íbúasamtaka, fyrirtækja og annarra sem tjá sig virðast endurspegla rótgróna fordóma gagnvart hópnum. Árni Guðmundsson varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs dregur þessa fordóma ágætlega saman (án þess að hafa ætlað sér það) í viðtali á Bylgjunni nú í vikunni: „Ég hef ekki hitt neinn sem er á móti okkar bágstaddasta fólki nema síður sé, en…“ Það er þetta „en“ sem segir allt um þessa fordóma. Það er alltaf eitthvað sem hentar ekki þegar kemur að þessum hópi. „Vissulega þarf að gera eitthvað en það hentar bara ekki í þessu hverfi.“ Hér eru nokkur dæmi:„Að okkar mati gæti það rýrt verðgildi eignarinnar og haft truflandi áhrif á starfsemi kaffihússins.“ (2020)„Íbúar í nágrenninu telja að áformin komi niður á notkun á vinsælum göngustíg meðfram Stórhöfða en fasteignaeigendur telja að þau rýri verðgildi eigna sinna og trufli starfsemi fyrirtækja.“ (2020) „Smáhýsin og íbúar þeirra eigi ekki góða samleið með þessu útivistarsvæði. Galið sé að setja upp smáhýsi fyrir óreglufólk inn á mitt svæðið.“ (2020)„Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina.“ (2018)„Er skjólstæðingum velferðarsviðs enginn greiði gerður með því að hýsa þá á þessu svæði auk þess sem það gæti vakið óöryggi og ótta meðal ungra íþróttaiðkenda sem búa í hverfinu og eiga þar leið um.“ (2020) „Við höfum áhyggjur af því að allt í einu á að fara að breyta deiliskipulaginu til að setja niður íbúðarhúsnæði inni á svæðinu þar sem enginn hefur átt að fá að búa.“ (2020)„Í ljósi þess að til greina kemur að staðsetning smáhýsanna sé í eða miklu návígi við vegstæði Sundabrautar, og þau gæti því þurft að fjarlægja í náinni framtíð, er einnig óskað eftir mati á ætluðum kostnaði við að fjarlægja húsin og innviði þeim tengdum.“ (2020) Samfélagið á Íslandi er því miður samfélag einstaklingshyggju á mörgum sviðum. Við þekkjum réttindi okkar nokkuð vel en þegar kemur að skyldunum fennir fljótt í sporin. Hvers vegna sættum við okkur við að fátækir erlendir verkamenn búi í brunagildrum út um allt höfuðborgarsvæðið? Hvers vegna sættum við okkur við að fárveikir einstaklingar dvelji svo árum skiptir á herbergjasambýlum? Hvers vegna sættum við okkur við að sveitarfélög hunsi að halda úti úrræðum sem þeim er þó skylt samkvæmt lögum? Hvers vegna sættum við okkur við að það er aldrei heppilegt að byggja úrræði fyrir veikt fólk í hverfinu mínu? Hvers vegna sættum við okkur við að fólk með geðrænar áskoranir er aldrei sett í forgang? Hvers vegna sættum við okkur við að gamall veikur maður er sendur hreppaflutningum til að deyja í öðru sveitarfélagi hvar hann á engar rætur, ættingja eða vini? Nú þarf hver og einn að líta í eigin barm. Það er ekki hægt að kenna bara stjórnmálamönnum um þessa stöðu þó þeir hafi svo sem fæstir sett lausnir á henni á oddinn. Einstaklingshyggja er ekki svarið og hefur aldrei verið. Samfélög eru dæmd af því hvernig þau koma fram við þá sem eiga undir högg að sækja. Fordómar og mismunun eru samfélagsmein og þar er það okkar allra að taka ábyrgð og breyta því. Ég skora á okkur að gera það. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagsmál Grímur Atlason Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2016 var maður á áttræðisaldri sem ég þekkti fluttur hreppaflutningum á Kirkjubæjarklaustur frá Reykjavík. Þá hafði velferðarsvið borgarinnar gefist upp á honum sökum veikinda hans og gert honum að annað hvort flytja úr þjónustuíbúð þeirri sem hann bjó í á götuna eða flytja austur á hjúkrunarheimili. Hann hafði ekki búið utan Reykjavíkur nema fyrstu sex ár ævinnar vestur á fjörðum en var nú gert að flytja úr hreppnum líkt og gert var við ómaga 19. aldarinnar. Hann langaði ekkert til að flytja – vildi eyða ævikvöldinu í borginni. Það er skemmst frá því að segja að hann var fluttur austur og átti þar frekar dapra vist. Þremur árum síðar fékk hann að flytjast í þjónustuíbúð í Hafnarfirði hvar hann náði að búa í þrjá daga áður en hann dó úr sjúkdómi sínum. Hann var rekinn úr Reykjavík til að deyja í öðru sveitarfélagi. Kalt og sárt en svona var það bara. Samfélagið á Íslandi er að mörgu leyti gott. En þegar kemur að okkar minnstu bræðrum og systrum virðist mannúðinni sleppa. Um langt árabil hefur verið bent á vondan aðbúnað þeirra sem ýmist eru að glíma við vímuefnavanda eða geðrænar áskoranir. Það þarf ekki annað en að skoða nýjan Landspítala til að sjá hvernig forgangsröðunin er. Eftir hrunið var ákveðið að endurskoða framkvæmdina og skera í burtu allan óþarfa. Þær byggingar Landspítalans sem eru aftast á merinni eru byggingar geðsviðsins. Allir þeir sem komið hafa á deildirnar við Elliðaárvog (Klepp) eða deildirnar við Hringbraut vita að þar eru úr sér gengin hús sem tilheyra liðinni öld. Þrýstihópurinn er bara svo lágvær að þorri fólks lætur sér fátt um finnast að geðsviðið hafi verið flokkað sem óþarfi. Umræða um smáhýsi, meðferðarkjarna, vistheimili og búsetukjarna þeirra sem tilheyra ofangreindum hópi er nær undantekningalaust neikvæð. Umsagnir íbúasamtaka, fyrirtækja og annarra sem tjá sig virðast endurspegla rótgróna fordóma gagnvart hópnum. Árni Guðmundsson varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs dregur þessa fordóma ágætlega saman (án þess að hafa ætlað sér það) í viðtali á Bylgjunni nú í vikunni: „Ég hef ekki hitt neinn sem er á móti okkar bágstaddasta fólki nema síður sé, en…“ Það er þetta „en“ sem segir allt um þessa fordóma. Það er alltaf eitthvað sem hentar ekki þegar kemur að þessum hópi. „Vissulega þarf að gera eitthvað en það hentar bara ekki í þessu hverfi.“ Hér eru nokkur dæmi:„Að okkar mati gæti það rýrt verðgildi eignarinnar og haft truflandi áhrif á starfsemi kaffihússins.“ (2020)„Íbúar í nágrenninu telja að áformin komi niður á notkun á vinsælum göngustíg meðfram Stórhöfða en fasteignaeigendur telja að þau rýri verðgildi eigna sinna og trufli starfsemi fyrirtækja.“ (2020) „Smáhýsin og íbúar þeirra eigi ekki góða samleið með þessu útivistarsvæði. Galið sé að setja upp smáhýsi fyrir óreglufólk inn á mitt svæðið.“ (2020)„Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina.“ (2018)„Er skjólstæðingum velferðarsviðs enginn greiði gerður með því að hýsa þá á þessu svæði auk þess sem það gæti vakið óöryggi og ótta meðal ungra íþróttaiðkenda sem búa í hverfinu og eiga þar leið um.“ (2020) „Við höfum áhyggjur af því að allt í einu á að fara að breyta deiliskipulaginu til að setja niður íbúðarhúsnæði inni á svæðinu þar sem enginn hefur átt að fá að búa.“ (2020)„Í ljósi þess að til greina kemur að staðsetning smáhýsanna sé í eða miklu návígi við vegstæði Sundabrautar, og þau gæti því þurft að fjarlægja í náinni framtíð, er einnig óskað eftir mati á ætluðum kostnaði við að fjarlægja húsin og innviði þeim tengdum.“ (2020) Samfélagið á Íslandi er því miður samfélag einstaklingshyggju á mörgum sviðum. Við þekkjum réttindi okkar nokkuð vel en þegar kemur að skyldunum fennir fljótt í sporin. Hvers vegna sættum við okkur við að fátækir erlendir verkamenn búi í brunagildrum út um allt höfuðborgarsvæðið? Hvers vegna sættum við okkur við að fárveikir einstaklingar dvelji svo árum skiptir á herbergjasambýlum? Hvers vegna sættum við okkur við að sveitarfélög hunsi að halda úti úrræðum sem þeim er þó skylt samkvæmt lögum? Hvers vegna sættum við okkur við að það er aldrei heppilegt að byggja úrræði fyrir veikt fólk í hverfinu mínu? Hvers vegna sættum við okkur við að fólk með geðrænar áskoranir er aldrei sett í forgang? Hvers vegna sættum við okkur við að gamall veikur maður er sendur hreppaflutningum til að deyja í öðru sveitarfélagi hvar hann á engar rætur, ættingja eða vini? Nú þarf hver og einn að líta í eigin barm. Það er ekki hægt að kenna bara stjórnmálamönnum um þessa stöðu þó þeir hafi svo sem fæstir sett lausnir á henni á oddinn. Einstaklingshyggja er ekki svarið og hefur aldrei verið. Samfélög eru dæmd af því hvernig þau koma fram við þá sem eiga undir högg að sækja. Fordómar og mismunun eru samfélagsmein og þar er það okkar allra að taka ábyrgð og breyta því. Ég skora á okkur að gera það. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar