Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. júlí 2020 12:32 Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Mynd/Já.is Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. Umsjónarmaður hússins segir að dvölin reynist barnafjölskyldum erfið og til skoðunar sé að opna sérstakt úrræði fyrir fjölskyldufólk. Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og var húsið nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo búnu að dvelja í fimm daga í farsóttahúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt er fólkið útskrifað og fer í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahússins segir að nokkrir hafi verið útskrifaðir úr húsinu um helgina og staðan sé því öllu betri. „Og erum þar af leiðandi á mun þægilegri stað í dag en við vorum fyrir helgi. Hjá okkur eru 36 núna og af þeim eru 34 sem eru í leit að alþjóðlegri vernd. Við erum hérna með nokkur börn hjá okkur," segir Gylfi. Tólf börn dvelja nú í húsinu, yngsta um eins árs. „Það hefur gengið mjög vel, en við aftur er á móti erum ekki vel í stakk búin til að sinna ungum börnum eins og staðan er akkúrat núna. En það hefur blessunarlega gengið vel." Gylfi segir að til skoðunar sé að taka annað hús til leigu sem henti betur þörfum fjölskyldufólks. „Á meðan þau eru hér í þessari biðsóttkví þessa fimm daga þá eru þau bara inni á sínum herbergjum og það er óneitanlega svolítið erfitt, enda erum við að skoða að vera með sérúrræði fyrir fjölskyldufólk," segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Jarðskjálftarnir reyndust ekki vera austar Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Sjá meira
Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. Umsjónarmaður hússins segir að dvölin reynist barnafjölskyldum erfið og til skoðunar sé að opna sérstakt úrræði fyrir fjölskyldufólk. Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og var húsið nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo búnu að dvelja í fimm daga í farsóttahúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt er fólkið útskrifað og fer í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahússins segir að nokkrir hafi verið útskrifaðir úr húsinu um helgina og staðan sé því öllu betri. „Og erum þar af leiðandi á mun þægilegri stað í dag en við vorum fyrir helgi. Hjá okkur eru 36 núna og af þeim eru 34 sem eru í leit að alþjóðlegri vernd. Við erum hérna með nokkur börn hjá okkur," segir Gylfi. Tólf börn dvelja nú í húsinu, yngsta um eins árs. „Það hefur gengið mjög vel, en við aftur er á móti erum ekki vel í stakk búin til að sinna ungum börnum eins og staðan er akkúrat núna. En það hefur blessunarlega gengið vel." Gylfi segir að til skoðunar sé að taka annað hús til leigu sem henti betur þörfum fjölskyldufólks. „Á meðan þau eru hér í þessari biðsóttkví þessa fimm daga þá eru þau bara inni á sínum herbergjum og það er óneitanlega svolítið erfitt, enda erum við að skoða að vera með sérúrræði fyrir fjölskyldufólk," segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Jarðskjálftarnir reyndust ekki vera austar Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Sjá meira
Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21