Veröld sem var Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 14. júlí 2020 15:00 Icelandair rær nú lífróður. Covid-19 faraldurinn hefur tímabundið kippt fótunum undan rekstri flugfélaga um allan heim og Icelandair er engin undantekning þar á. Fyrir vikið reynir félagið nú að safna nýju hlutafé inn í reksturinn og semja við lánadrottna, stéttarfélög, flugvélasala og aðra lykilsamstarfsaðila um rekstrargrundvöll til framtíðar. Þetta er ærið verkefni og það er mikið undir, fyrir Icelandair en ekki síður íslenskt samfélag. Ljóst er að uppbygging í flugrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi eftir faraldurinn verður önnur og hægari ef Icelandair nýtur ekki við. Það voru því vonbrigði þegar félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu í síðustu viku nýjan kjarasamning við félagið. Samningurinn hefði hvort í senn gert Icelandair samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði og tryggt ein þau bestu kjör sem flugfreyjum og flugþjónum bjóðast í heiminum í dag. Erlend flugfélög aðlagast breyttu landslagi Þau flugfélög sem Icelandair ber sig helst saman við hafa á liðnum árum gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum við flugáhafnir, flugmenn og flugfreyjur, sem fela í sér minni kostnað fyrir fyrirtækin. Sú þróun er nauðsynleg og eðlilegt framhald af því að síðustu tuttugu ár hefur fjöldi flugfélaga sprottið upp með allt annað og ódýrara launafyrirkomulag en áður þekktist. Icelandair hefur nú þegar náð samningum við flugmenn og flugvirkja sem taka mið af þessu breytta landslagi og eru þess eðlis að hægt verður að efla samkeppnisstöðu félagsins til lengri tíma. Félög á borð við SAS og Finnair hafa til að mynda brugðist við þessari þróun með breytingum á kjarasamningum 2012 og 2014. Bæði félögin eru því nú betur í stakk búin til að mæta þeim áskorunum sem fylgja Covid-19 faraldrinum sem gerir þeim kleift að halda áfram starfsemi og fólki að halda störfum sínum. Þá hafa British Airways tilkynnt um enn víðtækari aðgerðir sem felast í því að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og ráða aftur á 50 prósent af fyrri launum. Forsvarsmenn Play hafa gefið út að félagið hafi gert kjarasamning um störf flugfreyja og flugþjóna sem fela í sér allt að 27 prósent lægri launakostnað en tíðkaðist hjá Wow air vegna sömu starfa, en Wow air var með um 30 prósent hagstæðari samninga við FFÍ en Icelandair. Í fangið á íslenskum skattgreiðendum? Það hlýtur að gefa augaleið að Icelandair getur ekki staðið undir því að borga mun hærri laun en samkeppnisaðilar fyrir sömu störf. Þá getur það reynst samfélögum dýrkeypt að störf flugfreyja og -þjóna séu mönnuð háskólamenntuðum einstaklingum sem á meðan starfa ekki við sitt fag. Þannig tapast dýrmæt reynsla og þekking af vinnumarkaði - inn á spítölum og menntastofnunum, svo dæmi séu tekin. Vegna veikrar stöðu flugfélaga höfum við séð ríkisstjórnir landanna í kringum okkur koma flugfélögum til aðstoðar með ýmsum hætti. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort að íslenska ríkið feti sömu braut eða taki félagið jafnvel yfir. Afar ólíklegt er að ríkið taki yfir rekstur Icelandair með óbreyttu rekstrar- og launafyrirkomulagi, enda óábyrgt með öllu þegar blasir við fjögur hundruð milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs næstu tvö árin. Útilokað er að ná sátt um að peningar skattgreiðenda verði nýttir í taprekstur í harðri samkeppni á alþjóðlegum flugmarkaði, til þess eins að viðhalda góðum kjörum flugáhafna. Fari svo að Icelandair endi í fanginu á ríkinu má ætla að farið verði með félagið með svipuðum hætti og bankana, sem eru nú í eigu ríkisins. Skipuð verði sjálfstæð stjórn yfir félaginu og arðsemiskrafa gerð á reksturinn líkt og eðlilegt er – og það undirbúið undir sölu síðar meir eða nýtt félag stofnað á grunni þess gamla. Hvernig sem fer er ólíklegt að þau kjör sem flugáhafnir Icelandair hafa búið við til þessa verði nokkurn tímann í boði aftur – hvorki hér á landi né annars staðar, enda hefur samkeppnin í alþjóðlegum flugrekstri vaxið ár frá ári og mun halda áfram að vaxa þegar allt kemst í eðlilegt horf á ný. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Kjaramál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Icelandair rær nú lífróður. Covid-19 faraldurinn hefur tímabundið kippt fótunum undan rekstri flugfélaga um allan heim og Icelandair er engin undantekning þar á. Fyrir vikið reynir félagið nú að safna nýju hlutafé inn í reksturinn og semja við lánadrottna, stéttarfélög, flugvélasala og aðra lykilsamstarfsaðila um rekstrargrundvöll til framtíðar. Þetta er ærið verkefni og það er mikið undir, fyrir Icelandair en ekki síður íslenskt samfélag. Ljóst er að uppbygging í flugrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi eftir faraldurinn verður önnur og hægari ef Icelandair nýtur ekki við. Það voru því vonbrigði þegar félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu í síðustu viku nýjan kjarasamning við félagið. Samningurinn hefði hvort í senn gert Icelandair samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði og tryggt ein þau bestu kjör sem flugfreyjum og flugþjónum bjóðast í heiminum í dag. Erlend flugfélög aðlagast breyttu landslagi Þau flugfélög sem Icelandair ber sig helst saman við hafa á liðnum árum gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum við flugáhafnir, flugmenn og flugfreyjur, sem fela í sér minni kostnað fyrir fyrirtækin. Sú þróun er nauðsynleg og eðlilegt framhald af því að síðustu tuttugu ár hefur fjöldi flugfélaga sprottið upp með allt annað og ódýrara launafyrirkomulag en áður þekktist. Icelandair hefur nú þegar náð samningum við flugmenn og flugvirkja sem taka mið af þessu breytta landslagi og eru þess eðlis að hægt verður að efla samkeppnisstöðu félagsins til lengri tíma. Félög á borð við SAS og Finnair hafa til að mynda brugðist við þessari þróun með breytingum á kjarasamningum 2012 og 2014. Bæði félögin eru því nú betur í stakk búin til að mæta þeim áskorunum sem fylgja Covid-19 faraldrinum sem gerir þeim kleift að halda áfram starfsemi og fólki að halda störfum sínum. Þá hafa British Airways tilkynnt um enn víðtækari aðgerðir sem felast í því að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og ráða aftur á 50 prósent af fyrri launum. Forsvarsmenn Play hafa gefið út að félagið hafi gert kjarasamning um störf flugfreyja og flugþjóna sem fela í sér allt að 27 prósent lægri launakostnað en tíðkaðist hjá Wow air vegna sömu starfa, en Wow air var með um 30 prósent hagstæðari samninga við FFÍ en Icelandair. Í fangið á íslenskum skattgreiðendum? Það hlýtur að gefa augaleið að Icelandair getur ekki staðið undir því að borga mun hærri laun en samkeppnisaðilar fyrir sömu störf. Þá getur það reynst samfélögum dýrkeypt að störf flugfreyja og -þjóna séu mönnuð háskólamenntuðum einstaklingum sem á meðan starfa ekki við sitt fag. Þannig tapast dýrmæt reynsla og þekking af vinnumarkaði - inn á spítölum og menntastofnunum, svo dæmi séu tekin. Vegna veikrar stöðu flugfélaga höfum við séð ríkisstjórnir landanna í kringum okkur koma flugfélögum til aðstoðar með ýmsum hætti. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort að íslenska ríkið feti sömu braut eða taki félagið jafnvel yfir. Afar ólíklegt er að ríkið taki yfir rekstur Icelandair með óbreyttu rekstrar- og launafyrirkomulagi, enda óábyrgt með öllu þegar blasir við fjögur hundruð milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs næstu tvö árin. Útilokað er að ná sátt um að peningar skattgreiðenda verði nýttir í taprekstur í harðri samkeppni á alþjóðlegum flugmarkaði, til þess eins að viðhalda góðum kjörum flugáhafna. Fari svo að Icelandair endi í fanginu á ríkinu má ætla að farið verði með félagið með svipuðum hætti og bankana, sem eru nú í eigu ríkisins. Skipuð verði sjálfstæð stjórn yfir félaginu og arðsemiskrafa gerð á reksturinn líkt og eðlilegt er – og það undirbúið undir sölu síðar meir eða nýtt félag stofnað á grunni þess gamla. Hvernig sem fer er ólíklegt að þau kjör sem flugáhafnir Icelandair hafa búið við til þessa verði nokkurn tímann í boði aftur – hvorki hér á landi né annars staðar, enda hefur samkeppnin í alþjóðlegum flugrekstri vaxið ár frá ári og mun halda áfram að vaxa þegar allt kemst í eðlilegt horf á ný. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar