Norðurlönd í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum Þórir Guðmundsson skrifar 15. júlí 2020 12:11 Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda. Skýrsla Björns kemur út 11 árum eftir Stoltenberg skýrsluna, sem vakti mikla athygli. Í báðum tilvikum fengu utanríkisráðherrar norrænu ríkjanna virtan einstakling til þess að koma með tillögur sem hægt væri að taka mið af við þróuna á norrænu samstarfi næstu árin. Báðar skýrslurnar bera vott um að sú aðferðafræði að fela einum einstaklingi slíkt verkefni getur borið góðan ávöxt. Árið 2009 lagði Thorvald Stoltenberg fyrrverandi forsætisráðherra Noregs til að Norðurlönd þróuðu með sér miklu meira samstarf í varnarmálum. Björn fjallar ekki mikið um hefðbundið hernaðarsamstarf Norðurlanda en þeim mun meira um aðrar víddir öryggismála. Það er til marks um hraða þróun á einum áratug. Þegar Stoltenberg settist niður við sín skrif grunaði fáa að á næstu árum myndu Bretar ganga úr Evrópusambandinu, Bandaríkjamenn kjósa forseta sem daðraði við úrgöngu úr Atlandshafsbandalaginu og Rússar beita sér með umfangsmikilli undirróðursherferð á samfélagsmiðlum fyrir hvoru tveggja. Stjórnvöld í Kína voru byrjuð að reyna að sölsa undir sig Suðurkínahaf en voru enn langt frá því að móta þá virku, og stundum hörðu, innan- og utanríkisstefnu sem einkennir stjórn Xi Jinpings forseta. Facebook var bara fimm ára. Spenna á norðurslóðum Kínversk stjórnvöld áttu líka eftir að gefa út norðurslóðastefnu, sem þau gerðu í skýrslu 2018. Í henni er kallað eftir stórauknum fjárfestingum Kína í innviðum á norðurslóðum í því skyni að opna upp siglingaleið frá Kína til norðurs, eða það sem má kalla „silkileið um norðurhöf.“ Ekki þarf að þekkja hina upprunalegu silkileið vel til að skilja að slíkum flutningaleiðum fylgir óhjákvæmilega pólitík og pólitík fylgir hagsmunagæsla og þegar hagsmunir stórvelda skarast þá eru vopnin sjaldnast langt undan. Í sinni skýrslu dregur Björn fram ofuráherslu norrænu ríkjanna á að lágmarka spennu á norðurslóðum. Spennan er þrátt fyrir það að aukast og ekkert bendir til þess að hún muni minnka. Stoltenberg skýrslan var skrifuð þremur árum eftir brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi. Nú gefa Bandaríkjamenn norðurslóðum gaum á ný með umfangsmiklum heræfingum, nýlegri ákvörðun um að koma upp hernaðaraðstöðu á fjórum stöðum nálægt norðurskautssvæðinu og að smíða þrjá stóra ísbrjóta og jafnvel áhuga á að kaupa Grænland. Þegar Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland á síðasta ári var honum tvennt efst í huga: Annars vegar að Íslendingar úthýstu kínverska fyrirtækinu Huawei og hins vegar að Íslendingar höfnuðu boði Kínverja um þátttöku í innviðauppbyggingarverkefninu „belti og braut.“ Enn er ekki útséð um hvort íslensk stjórnvöld fara að þeim boðum – en Bretar tilkynntu fyrr í vikunni að Huawei yrði ekki með í framtíðarþróun 5G kerfis þar í landi. Bandaríkjaforseti þakkaði sjálfum sér þá niðurstöðu. Stafrænar árásir Rússa Þó að Kína sé rísandi stórveldi með augastað á norðurslóðum má ekki gleyma Rússlandi Vladimírs Pútín forseta, sem nú hefur tryggt sér möguleika á að sitja við völd til 2036. Undir Pútín hafa Rússar ráðist inn í Georgíu, innlimað hluta af Úkraínu og staðið fyrir stafrænni moldvörpustarfsemi um allan heim en með mikilli áherslu á grannþjóðir okkar í Eystrasaltsríkjunum. Pútín hefur byggt upp stjórnkerfi sem reiðir sig bæði á leyniþjónustustofnanir ríkis og hers og á voldug stórfyrirtæki sem hafa fengið að dafna í skjóli opinbers stuðnings. Stafrænar árásir slíkra aðila á innviði og lýðræðislegar grunnstoðir fjölda ríkja hafa verið svo ákafar að spurningar ágerast um hvenær hægt verði að tala um íhlutun eða jafnvel árásir, þó að ekki séu notuð hefðbundin vopn. Fáir eru jafn meðvitaðir um þessa ógn og ráðamenn í Eystrasaltsríkjunum þremur; Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Á fundi í Vilnius í nóvember 2018 með erlendum ritstjórum, sem undirritaður tók þátt í, varaði Linas Linkevicius utanríkisráðherra Litháens við tilraunum Rússa til að hafa áhrif á almenningsálitið víða um heim. „Fjölmiðlar eru í fremstu víglínu hins nýja upplýsingastríðs,“ sagði hann. Litháar vita hvað þeir eru að tala um. Þeir verða fyrir daglegum tölvuárásum af margvíslegu tagi. Þá hafa rússneskir fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og stjórnmálamenn í mörg ár kerfisbundið dreift áróðri um að hinir og þessir hlutar landsins – svo sem höfuðborgin Vilnius og þriðja stærsta borg landsins Klaipeda - tilheyri í raun ekki Litháen eða eigi ekki að gera það. Litháar óttast að áróður sem þessi kunni að vera undanfari einhvers verra. Sams konar söguskoðanir flugu hátt, meðal annars með stuðningi rússneskra fjölmiðla, áður en Rússar innlimuðu Krímskaga og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Norðurlönd berjist fyrir lýðræði og gegnsæi Því er full ástæða fyrir Björn í sinni skýrslu að gera svokölluðum fjölþátta ógnum hátt undir höfði og það gerir hann. Hann segir meðal annars að norrænu ríkin ættu að vera í forystu fyrir því að berjast fyrir lýðræði og gegnsæi í netheimum og leggur til að ríkisstjórnir eigi um það samstarf við einkafyrirtæki. „Þetta krefst vilja til að fletta ofan af illviljuðum og kúgandi upplýsingaaðgerðum ríkja og annarra aðila auk þess að standa vörð um og styðja opinberlega bæði norræn fræðasamtök og óháða fjölmiðla,“ segir Björn í skýrslunni. Björn setur þannig stuðning við einkarekna fjölmiðla í það samhengi að það sé einn þáttur í því að verjast erlendum undirróðri, sem á því auðveldari aðgang í almenna umræðu sem óháðir fjölmiðlar eru veikari. Í skýrslunni leggur Björn fram 14 tillögur. Þær varða loftslagsmál, fjölþátta ógnir og alþjóðastofnanir. Hann mælir ekki fyrir stórkostlegum stefnubreytingum eða uppbyggingu nýrra stofnana. Tillögurnar taka hins vegar mið af þungri undiröldu í alþjóðasamskiptum og veruleika norrænu ríkjanna. Tillögurnar má lesa sem hvatningu til norrænu ríkjanna um að beita sér sameiginlega, enda hafa þau sameinuð miklu meira afl á alþjóðavettvangi en sem nemur stærð þeirra. Hann vill líka að þau vinni saman að vörnum gegn sameiginlegum ógnum heima fyrir. Í raun er skýrslan leiðarvísir um hvernig Norðurlönd geta, á nokkrum mikilvægum sviðum, unnið saman í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Utanríkismál Kína Rússland Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda. Skýrsla Björns kemur út 11 árum eftir Stoltenberg skýrsluna, sem vakti mikla athygli. Í báðum tilvikum fengu utanríkisráðherrar norrænu ríkjanna virtan einstakling til þess að koma með tillögur sem hægt væri að taka mið af við þróuna á norrænu samstarfi næstu árin. Báðar skýrslurnar bera vott um að sú aðferðafræði að fela einum einstaklingi slíkt verkefni getur borið góðan ávöxt. Árið 2009 lagði Thorvald Stoltenberg fyrrverandi forsætisráðherra Noregs til að Norðurlönd þróuðu með sér miklu meira samstarf í varnarmálum. Björn fjallar ekki mikið um hefðbundið hernaðarsamstarf Norðurlanda en þeim mun meira um aðrar víddir öryggismála. Það er til marks um hraða þróun á einum áratug. Þegar Stoltenberg settist niður við sín skrif grunaði fáa að á næstu árum myndu Bretar ganga úr Evrópusambandinu, Bandaríkjamenn kjósa forseta sem daðraði við úrgöngu úr Atlandshafsbandalaginu og Rússar beita sér með umfangsmikilli undirróðursherferð á samfélagsmiðlum fyrir hvoru tveggja. Stjórnvöld í Kína voru byrjuð að reyna að sölsa undir sig Suðurkínahaf en voru enn langt frá því að móta þá virku, og stundum hörðu, innan- og utanríkisstefnu sem einkennir stjórn Xi Jinpings forseta. Facebook var bara fimm ára. Spenna á norðurslóðum Kínversk stjórnvöld áttu líka eftir að gefa út norðurslóðastefnu, sem þau gerðu í skýrslu 2018. Í henni er kallað eftir stórauknum fjárfestingum Kína í innviðum á norðurslóðum í því skyni að opna upp siglingaleið frá Kína til norðurs, eða það sem má kalla „silkileið um norðurhöf.“ Ekki þarf að þekkja hina upprunalegu silkileið vel til að skilja að slíkum flutningaleiðum fylgir óhjákvæmilega pólitík og pólitík fylgir hagsmunagæsla og þegar hagsmunir stórvelda skarast þá eru vopnin sjaldnast langt undan. Í sinni skýrslu dregur Björn fram ofuráherslu norrænu ríkjanna á að lágmarka spennu á norðurslóðum. Spennan er þrátt fyrir það að aukast og ekkert bendir til þess að hún muni minnka. Stoltenberg skýrslan var skrifuð þremur árum eftir brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi. Nú gefa Bandaríkjamenn norðurslóðum gaum á ný með umfangsmiklum heræfingum, nýlegri ákvörðun um að koma upp hernaðaraðstöðu á fjórum stöðum nálægt norðurskautssvæðinu og að smíða þrjá stóra ísbrjóta og jafnvel áhuga á að kaupa Grænland. Þegar Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland á síðasta ári var honum tvennt efst í huga: Annars vegar að Íslendingar úthýstu kínverska fyrirtækinu Huawei og hins vegar að Íslendingar höfnuðu boði Kínverja um þátttöku í innviðauppbyggingarverkefninu „belti og braut.“ Enn er ekki útséð um hvort íslensk stjórnvöld fara að þeim boðum – en Bretar tilkynntu fyrr í vikunni að Huawei yrði ekki með í framtíðarþróun 5G kerfis þar í landi. Bandaríkjaforseti þakkaði sjálfum sér þá niðurstöðu. Stafrænar árásir Rússa Þó að Kína sé rísandi stórveldi með augastað á norðurslóðum má ekki gleyma Rússlandi Vladimírs Pútín forseta, sem nú hefur tryggt sér möguleika á að sitja við völd til 2036. Undir Pútín hafa Rússar ráðist inn í Georgíu, innlimað hluta af Úkraínu og staðið fyrir stafrænni moldvörpustarfsemi um allan heim en með mikilli áherslu á grannþjóðir okkar í Eystrasaltsríkjunum. Pútín hefur byggt upp stjórnkerfi sem reiðir sig bæði á leyniþjónustustofnanir ríkis og hers og á voldug stórfyrirtæki sem hafa fengið að dafna í skjóli opinbers stuðnings. Stafrænar árásir slíkra aðila á innviði og lýðræðislegar grunnstoðir fjölda ríkja hafa verið svo ákafar að spurningar ágerast um hvenær hægt verði að tala um íhlutun eða jafnvel árásir, þó að ekki séu notuð hefðbundin vopn. Fáir eru jafn meðvitaðir um þessa ógn og ráðamenn í Eystrasaltsríkjunum þremur; Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Á fundi í Vilnius í nóvember 2018 með erlendum ritstjórum, sem undirritaður tók þátt í, varaði Linas Linkevicius utanríkisráðherra Litháens við tilraunum Rússa til að hafa áhrif á almenningsálitið víða um heim. „Fjölmiðlar eru í fremstu víglínu hins nýja upplýsingastríðs,“ sagði hann. Litháar vita hvað þeir eru að tala um. Þeir verða fyrir daglegum tölvuárásum af margvíslegu tagi. Þá hafa rússneskir fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og stjórnmálamenn í mörg ár kerfisbundið dreift áróðri um að hinir og þessir hlutar landsins – svo sem höfuðborgin Vilnius og þriðja stærsta borg landsins Klaipeda - tilheyri í raun ekki Litháen eða eigi ekki að gera það. Litháar óttast að áróður sem þessi kunni að vera undanfari einhvers verra. Sams konar söguskoðanir flugu hátt, meðal annars með stuðningi rússneskra fjölmiðla, áður en Rússar innlimuðu Krímskaga og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Norðurlönd berjist fyrir lýðræði og gegnsæi Því er full ástæða fyrir Björn í sinni skýrslu að gera svokölluðum fjölþátta ógnum hátt undir höfði og það gerir hann. Hann segir meðal annars að norrænu ríkin ættu að vera í forystu fyrir því að berjast fyrir lýðræði og gegnsæi í netheimum og leggur til að ríkisstjórnir eigi um það samstarf við einkafyrirtæki. „Þetta krefst vilja til að fletta ofan af illviljuðum og kúgandi upplýsingaaðgerðum ríkja og annarra aðila auk þess að standa vörð um og styðja opinberlega bæði norræn fræðasamtök og óháða fjölmiðla,“ segir Björn í skýrslunni. Björn setur þannig stuðning við einkarekna fjölmiðla í það samhengi að það sé einn þáttur í því að verjast erlendum undirróðri, sem á því auðveldari aðgang í almenna umræðu sem óháðir fjölmiðlar eru veikari. Í skýrslunni leggur Björn fram 14 tillögur. Þær varða loftslagsmál, fjölþátta ógnir og alþjóðastofnanir. Hann mælir ekki fyrir stórkostlegum stefnubreytingum eða uppbyggingu nýrra stofnana. Tillögurnar taka hins vegar mið af þungri undiröldu í alþjóðasamskiptum og veruleika norrænu ríkjanna. Tillögurnar má lesa sem hvatningu til norrænu ríkjanna um að beita sér sameiginlega, enda hafa þau sameinuð miklu meira afl á alþjóðavettvangi en sem nemur stærð þeirra. Hann vill líka að þau vinni saman að vörnum gegn sameiginlegum ógnum heima fyrir. Í raun er skýrslan leiðarvísir um hvernig Norðurlönd geta, á nokkrum mikilvægum sviðum, unnið saman í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun