Störfin heim! Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 15. júlí 2020 14:31 Það er ákvörðun að halda byggð í landinu. Til þess að svo megi vera þarf að huga að samgöngum, menntun, menningu og síðast en ekki síst að fjölbreytt tækifæri á atvinnumarkaði séu til staðar. Undanfarna daga hefur umræða um opinber störf á landsbyggðinni verið á áhugaverðum stað. Fjaðrafok hefur verið vegna ákvörðunar Félagsmálaráðherra að færa störf úr Reykjavík norður á Sauðárkrók en á sama tíma finnst mörgum það sjálfgefið að þau störf sem fylgt hafa fangelsinu á Akureyri verði flutt suður. Þarna skekkist myndin. Við búum öll í einu og sama landinu og það á að vera metnaðarmál hjá okkur að dreifa störfum frá hinu opinbera vítt og breytt um landið. Það ætti reyndar að mínu mati að ganga enn lengra og miða við það að opinber störf væru almennt frekar úti á landi en í höfuðborginni þar sem fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri eru á höfuðborgarsvæðinu en víða úti á landi. Það er eðli höfuðborga að þangað safnist mikið af fyrirtækjum sem starfa á frjálsum markaði með fjölbreytta flóru vöru og þjónustu. Þess vegna væri það sanngjarnt gagnvart landsbyggðinni að opinber störf væru almennt frekar úti á landi til þess að styrkja byggðirnar og auka fjölbreytileika starfa sem þar eru. Langskólagengið fólk á oft í vandræðum með að finna störf við sitt hæfi úti í minni byggðakjörnum þar sem ekki svo margir möguleikar eru í boði. En það er eðli opinberra stofnana að oft þurfa þær á vel menntuðu fólki að halda til þess að sinna starfsemi sinni. Öll vötn falla til Reykjavíkur Á undanförnum áratugum höfum við sem búum á landsbyggðinni séð á eftir mörgum störfum suður á bóginn. Tilhneigingin hefur verið sú að þegar kemur að hagræðingu hjá opinberum fyrirtækjum og hinu opinbera þá er niðurskurðarhnífurinn dreginn fyrst upp úti á landi. Stofnanir sem hafa verið með starfsemi hingað og þangað eru sameinaðar á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og eftir sitjum við sem búum úti á landi með sárt enni og horfum á eftir störfunum í burtu og einnig oft á tíðum töluverða þjónustuskerðingu. Við þekkjum öll dæmi þess að flutningur stofnana út á land hafi haft jákvæð áhrif á þjónustu og byggðirnar. Þar má meðal annars nefna Fæðingarorlofssjóð á Hvammstanga, Matvælastofnun á Selfossi og Jafnréttisstofu á Akureyri. Í nútíma samfélagi sem byggir á tækni og þekkingu á það að vera metnaðarmál að tryggja að íbúar á landsbyggðinni hafi jafnan aðgang að opinberum störfum og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum jú öll að landið sé í byggð. Gamaldags hugsun Síðast liðið mánudagskvöld var viðtal við Ásmund Einar Daðason Félags og barnamálaráðherra þar sem verið var að gagnrýna ákvörðun hans um að flytja störf út á land og minntist hann á að það væri gamaldags hugsun að öll opinber störf þyrftu að vera á höfuðborgarsvæðinu og þá helst í póstnúmeri 101. Þessari nálgun gæti undirrituð ekki verið meira sammála. Það er gamaldags að hugsa sem svo að hið opinbera geti ekki rekið stofnanir og þjónustu úti á landi til jafns við höfuðborgarsvæðið. Úti á landi býr mikill mannauður sem getur vel sinnt þeim verkefnum sem þeim er falið af hinu opinbera. Aukinn fjölbreytileiki starfa eflir landsbyggðina og byggir upp sterkari samfélög. Við sem úti á landi búum viljum gjarnan taka þátt í starfsemi hins opinbera og gerum það með miklum sóma. Við erum ekki að biðja um sér meðferð í íslensku samfélagi þó við búum úti á landi. Við erum bara að biðja um að jafnræðis sé gætt. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er ákvörðun að halda byggð í landinu. Til þess að svo megi vera þarf að huga að samgöngum, menntun, menningu og síðast en ekki síst að fjölbreytt tækifæri á atvinnumarkaði séu til staðar. Undanfarna daga hefur umræða um opinber störf á landsbyggðinni verið á áhugaverðum stað. Fjaðrafok hefur verið vegna ákvörðunar Félagsmálaráðherra að færa störf úr Reykjavík norður á Sauðárkrók en á sama tíma finnst mörgum það sjálfgefið að þau störf sem fylgt hafa fangelsinu á Akureyri verði flutt suður. Þarna skekkist myndin. Við búum öll í einu og sama landinu og það á að vera metnaðarmál hjá okkur að dreifa störfum frá hinu opinbera vítt og breytt um landið. Það ætti reyndar að mínu mati að ganga enn lengra og miða við það að opinber störf væru almennt frekar úti á landi en í höfuðborginni þar sem fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri eru á höfuðborgarsvæðinu en víða úti á landi. Það er eðli höfuðborga að þangað safnist mikið af fyrirtækjum sem starfa á frjálsum markaði með fjölbreytta flóru vöru og þjónustu. Þess vegna væri það sanngjarnt gagnvart landsbyggðinni að opinber störf væru almennt frekar úti á landi til þess að styrkja byggðirnar og auka fjölbreytileika starfa sem þar eru. Langskólagengið fólk á oft í vandræðum með að finna störf við sitt hæfi úti í minni byggðakjörnum þar sem ekki svo margir möguleikar eru í boði. En það er eðli opinberra stofnana að oft þurfa þær á vel menntuðu fólki að halda til þess að sinna starfsemi sinni. Öll vötn falla til Reykjavíkur Á undanförnum áratugum höfum við sem búum á landsbyggðinni séð á eftir mörgum störfum suður á bóginn. Tilhneigingin hefur verið sú að þegar kemur að hagræðingu hjá opinberum fyrirtækjum og hinu opinbera þá er niðurskurðarhnífurinn dreginn fyrst upp úti á landi. Stofnanir sem hafa verið með starfsemi hingað og þangað eru sameinaðar á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og eftir sitjum við sem búum úti á landi með sárt enni og horfum á eftir störfunum í burtu og einnig oft á tíðum töluverða þjónustuskerðingu. Við þekkjum öll dæmi þess að flutningur stofnana út á land hafi haft jákvæð áhrif á þjónustu og byggðirnar. Þar má meðal annars nefna Fæðingarorlofssjóð á Hvammstanga, Matvælastofnun á Selfossi og Jafnréttisstofu á Akureyri. Í nútíma samfélagi sem byggir á tækni og þekkingu á það að vera metnaðarmál að tryggja að íbúar á landsbyggðinni hafi jafnan aðgang að opinberum störfum og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum jú öll að landið sé í byggð. Gamaldags hugsun Síðast liðið mánudagskvöld var viðtal við Ásmund Einar Daðason Félags og barnamálaráðherra þar sem verið var að gagnrýna ákvörðun hans um að flytja störf út á land og minntist hann á að það væri gamaldags hugsun að öll opinber störf þyrftu að vera á höfuðborgarsvæðinu og þá helst í póstnúmeri 101. Þessari nálgun gæti undirrituð ekki verið meira sammála. Það er gamaldags að hugsa sem svo að hið opinbera geti ekki rekið stofnanir og þjónustu úti á landi til jafns við höfuðborgarsvæðið. Úti á landi býr mikill mannauður sem getur vel sinnt þeim verkefnum sem þeim er falið af hinu opinbera. Aukinn fjölbreytileiki starfa eflir landsbyggðina og byggir upp sterkari samfélög. Við sem úti á landi búum viljum gjarnan taka þátt í starfsemi hins opinbera og gerum það með miklum sóma. Við erum ekki að biðja um sér meðferð í íslensku samfélagi þó við búum úti á landi. Við erum bara að biðja um að jafnræðis sé gætt. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar