Anda léttar að sjá laxinn á ný í Andakílsá eftir umhverfisslys Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júlí 2020 22:32 Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. Stöðvarhús Andakílsárvirkjunar í baksýn. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var vorið 2017 sem starfsmenn Orku náttúrunnar, sem unnu að viðhaldi stíflu Andakílsárvirkjunar, opnuðu fyrir botnlokur til að hleypa vatni úr inntakslóninu. Við það barst gríðarlegur aur niður farveginn og rústaði veiðistöðum. „Og gerði það að verkum að hér hrundi lífríkið algerlega, - gríðarlegt magn sem kom hingað niður eftir,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. „Síðan höfum við verið í því að lagfæra ána og gera hana veiðihæfa aftur.“ Búið er að moka upp úr hyljum, laga veiðistaði og sleppa miklum fjölda seiða. Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Byrjað var á tilraunaveiði í fyrradag og reyndir veiðimenn sem gjörþekkja ána fengnir til að prófa. Birgir Guðnason frá Akranesi var varla búinn að kasta þegar laxinn beit á agnið, rauða Frances-flugu. En hvernig líst honum á ána? „Ja. Svona þokkalega. Hún hefur lagast mikið frá því þetta skeði.“ -Og það hefur gengið bara vel hjá þér í morgun? „Já, það er búið að ganga vel í morgun, já. Þetta var áttundi laxinn sem við fáum í morgun,“ svarar Birgir. Hann vildi þó skýra þessa góðu veiði aðallega með því að áin hefði verið friðuð í allt sumar. Fleiri laxar bættust við á þeim skamma tíma sem við fylgdumst með og öllum sleppt eftir mælingu og skráningu. Laxarnir voru mældir áður en þeim var sleppt og allir skráðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þótt gránað hefði í Skessuhorn og Skarðsheiði í morgun var sprækt folald, sem hljóp um árbakkann, meiri táknmynd endurreisnar Andakílsár. „Ja, við getum sagt að við öndum svolítið léttar. Eftir mjög mikla vinnu í þrjú ár þá sjáum við að það er kominn þónokkur fiskur í ána. Og það er töluvert sem búið er að taka nú þegar. Þannig að við getum að minnsta kosti vonast til að hún sé að þokast í rétta átt,“ segir Ragnhildur. Birgir hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár og þar fékk hann sinn fyrsta lax. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg á. Þægilegt. Ég byrjaði að koma hérna sem krakki, bara með pabba. Hann byrjaði að veiða hérna 1946 og veiddi sinn síðasta lax hérna 95 ára gamall,“ segir Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skorradalshreppur Borgarbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Stangveiði Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Eftir þriggja ára ördeyðu í Andakílsá vegna umhverfisslyss er veiði hafin að nýju í tilraunaskyni. Mokveiðin sem var í morgun bendir til að endurreisn árinnar sé að lukkast. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var vorið 2017 sem starfsmenn Orku náttúrunnar, sem unnu að viðhaldi stíflu Andakílsárvirkjunar, opnuðu fyrir botnlokur til að hleypa vatni úr inntakslóninu. Við það barst gríðarlegur aur niður farveginn og rústaði veiðistöðum. „Og gerði það að verkum að hér hrundi lífríkið algerlega, - gríðarlegt magn sem kom hingað niður eftir,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður Veiðifélags Andakílsár. „Síðan höfum við verið í því að lagfæra ána og gera hana veiðihæfa aftur.“ Búið er að moka upp úr hyljum, laga veiðistaði og sleppa miklum fjölda seiða. Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Byrjað var á tilraunaveiði í fyrradag og reyndir veiðimenn sem gjörþekkja ána fengnir til að prófa. Birgir Guðnason frá Akranesi var varla búinn að kasta þegar laxinn beit á agnið, rauða Frances-flugu. En hvernig líst honum á ána? „Ja. Svona þokkalega. Hún hefur lagast mikið frá því þetta skeði.“ -Og það hefur gengið bara vel hjá þér í morgun? „Já, það er búið að ganga vel í morgun, já. Þetta var áttundi laxinn sem við fáum í morgun,“ svarar Birgir. Hann vildi þó skýra þessa góðu veiði aðallega með því að áin hefði verið friðuð í allt sumar. Fleiri laxar bættust við á þeim skamma tíma sem við fylgdumst með og öllum sleppt eftir mælingu og skráningu. Laxarnir voru mældir áður en þeim var sleppt og allir skráðir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þótt gránað hefði í Skessuhorn og Skarðsheiði í morgun var sprækt folald, sem hljóp um árbakkann, meiri táknmynd endurreisnar Andakílsár. „Ja, við getum sagt að við öndum svolítið léttar. Eftir mjög mikla vinnu í þrjú ár þá sjáum við að það er kominn þónokkur fiskur í ána. Og það er töluvert sem búið er að taka nú þegar. Þannig að við getum að minnsta kosti vonast til að hún sé að þokast í rétta átt,“ segir Ragnhildur. Birgir hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár og þar fékk hann sinn fyrsta lax. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg á. Þægilegt. Ég byrjaði að koma hérna sem krakki, bara með pabba. Hann byrjaði að veiða hérna 1946 og veiddi sinn síðasta lax hérna 95 ára gamall,“ segir Birgir Guðnason, laxveiðimaður frá Akranesi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skorradalshreppur Borgarbyggð Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Stangveiði Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira