Fyrrum samherji Sifjar skildi ekkert í íslenska boltanum við komuna til landsins Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júlí 2020 22:30 Sif í þættinum á fimmtudagskvöldið. vísir/skjáskot Sif Atladóttir, landsliðs- og atvinnukona hjá Kristianstads í Svíþjóð, segir að helsti munurinn á milli sænsku og íslensku deildarinnar sé samkeppnin. Sif var gestur í Pepsi Max-mörkum kvenna á fimmtudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Helena Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir voru ásamt Sif í settinu. „Mér finnst deildin vera jafnari. Botnliðin geta unnið toppliðin. Þó svo að okkur hafi verið náð neðri hlutanum þá er alltaf möguleiki. Það er ekkert gefið. Svo finnst mér taktískur munur. Það er miklu meira skipulag. Varnarlega er erfiðlega að brjóta niður liðin,“ sagði Sif. „Ég held að Þórdís Hrönn hafi fundið það þegar hún kom til okkar í fyrra. Við vorum að spila æfingaleik og hún brýtur skipulagið. Svo er spilað framhjá henni og þá verður þetta dómínóáhrif. Það kemur af því að það eru fleiri sterkari leikmenn sem geta brotið þig niður þegar skipulagið þitt brotnar.“ Fyrrum samherji Sifjar var lánuð til Vals 2012 þar sem hún lék fimm leiki og Sif segir að hún hafi ekkert skilið í íslensku pressunni fyrst þegar hún kom til landsins. „Það finnst mér stærsti munurinn. Johanna Rasmussen kom til Íslands 2012 og hún hefur spilað hjá okkur úti. Hún kom til Vals og var í láni í sex leiki og hún sagði að í fyrsta leiknum hafi bara verið keyrt yfir hana. Brjáluð pressa og ef þú tókst ekki boltann þá tókstu manninn. Hún bara: „Hvað er þetta?“ og skildi ekki þennan fótbolta.“ „Svo fattaði hún bara að þetta er pínu brjálæðispressa. Svo fór hún að lesa og þá voru einfaldar hreyfingar í að komast framhjá. Það er miklu meira verið sem varnarmaður í Svíþjóð þá leyfirðu sóknarmanninum að taka stjórnina en hérna erum við að vaða dálítið mikið og vinna boltann. Ef þú gerir það úti, þá ertu bara „out“ og ég held að það sé taktíski munurinn. Varnarlega þarftu að pæla meira í hlutunum.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Munurinn á Íslandi og Svíþjóð Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sif mælir með Svíþjóð: „Erfiðara að fara til Frakklands eða Þýskalands“ Sif Atladóttir var gestur Pepsi Max-markanna á fimmtudagskvöldið þar sem hún ræddi m.a. um sænska kvennaknattspyrnu sem og launamálin. 18. júlí 2020 11:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira
Sif Atladóttir, landsliðs- og atvinnukona hjá Kristianstads í Svíþjóð, segir að helsti munurinn á milli sænsku og íslensku deildarinnar sé samkeppnin. Sif var gestur í Pepsi Max-mörkum kvenna á fimmtudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Helena Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir voru ásamt Sif í settinu. „Mér finnst deildin vera jafnari. Botnliðin geta unnið toppliðin. Þó svo að okkur hafi verið náð neðri hlutanum þá er alltaf möguleiki. Það er ekkert gefið. Svo finnst mér taktískur munur. Það er miklu meira skipulag. Varnarlega er erfiðlega að brjóta niður liðin,“ sagði Sif. „Ég held að Þórdís Hrönn hafi fundið það þegar hún kom til okkar í fyrra. Við vorum að spila æfingaleik og hún brýtur skipulagið. Svo er spilað framhjá henni og þá verður þetta dómínóáhrif. Það kemur af því að það eru fleiri sterkari leikmenn sem geta brotið þig niður þegar skipulagið þitt brotnar.“ Fyrrum samherji Sifjar var lánuð til Vals 2012 þar sem hún lék fimm leiki og Sif segir að hún hafi ekkert skilið í íslensku pressunni fyrst þegar hún kom til landsins. „Það finnst mér stærsti munurinn. Johanna Rasmussen kom til Íslands 2012 og hún hefur spilað hjá okkur úti. Hún kom til Vals og var í láni í sex leiki og hún sagði að í fyrsta leiknum hafi bara verið keyrt yfir hana. Brjáluð pressa og ef þú tókst ekki boltann þá tókstu manninn. Hún bara: „Hvað er þetta?“ og skildi ekki þennan fótbolta.“ „Svo fattaði hún bara að þetta er pínu brjálæðispressa. Svo fór hún að lesa og þá voru einfaldar hreyfingar í að komast framhjá. Það er miklu meira verið sem varnarmaður í Svíþjóð þá leyfirðu sóknarmanninum að taka stjórnina en hérna erum við að vaða dálítið mikið og vinna boltann. Ef þú gerir það úti, þá ertu bara „out“ og ég held að það sé taktíski munurinn. Varnarlega þarftu að pæla meira í hlutunum.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Munurinn á Íslandi og Svíþjóð
Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sif mælir með Svíþjóð: „Erfiðara að fara til Frakklands eða Þýskalands“ Sif Atladóttir var gestur Pepsi Max-markanna á fimmtudagskvöldið þar sem hún ræddi m.a. um sænska kvennaknattspyrnu sem og launamálin. 18. júlí 2020 11:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira
Sif mælir með Svíþjóð: „Erfiðara að fara til Frakklands eða Þýskalands“ Sif Atladóttir var gestur Pepsi Max-markanna á fimmtudagskvöldið þar sem hún ræddi m.a. um sænska kvennaknattspyrnu sem og launamálin. 18. júlí 2020 11:30