Guðmundur vill losna við „leiðindareglu“ úr handboltanum Sindri Sverrisson skrifar 23. júlí 2020 17:30 Guðmundur Guðmundsson íbygginn á svip á leik íslenska landsliðsins. VÍSIR/GETTY Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er á meðal þeirra sem harma breytingu sem gerð var á reglum handboltans fyrir nokkrum árum. Hann vill gera íþróttina meira aðlaðandi með reglubreytingu. Reglan sem um ræðir er sú að lið megi skipta markverði út fyrir aukasóknarmann, án þess að sá leikmaður þurfi að klæðast sérstöku vesti til aðgreiningar frá öðrum leikmönnum. Breytingin auðveldar þannig liðum til dæmis að sækja á sjö mönnum gegn sex varnarmönnum, eða að vera með sex leikmenn í sókn þó að leikmaður í liðinu hafi fengið tveggja mínútna brottvísun. Guðmundur tók ásamt fjölda annarra þjálfara þátt í könnun þýska tímaritsins Handballwoche um álit manna á reglunni og var yfirgnæfandi stuðningur við að breyta henni. Guðmundur var spurður hvort hann teldi handboltann meira aðlaðandi með því að hafa regluna í gildi: Leikurinn leiðinlegri fyrir áhorfendur „Nei, svo sannarlega ekki. Það sem við misstum til að mynda eru varnarafbrigði eins og 5-1, 3-2-1 og 3-3, sem er ekki mögulegt að nota gegn sjö manna sókn. Líf þjálfarans er einfaldað: Ef að liðið hans getur ekki spilað gegn framliggjandi vörn þá spilar hann bara með sjö gegn sex. Sóknirnar verða minna heillandi og einfaldari. Ef að rýnt er í leikina þar sem menn beita „7 á 6“ þá sést að sóknirnar eru alltaf eins – það verður meira um endurtekningar og leikurinn verður leiðinlegri fyrir áhorfendur,“ segir Guðmundur, og er harður á því að handboltinn hafi breyst til hins verra með reglunni. „Já, því með reglunni hefur ýmislegt verið tekið úr handboltanum. Tveggja mínútna brottvísun hefur til dæmis engin áhrif því það er hægt að setja strax aukasóknarmann inn,“ segir Guðmundur. Portúgal getað nýtt sér regluna vel Guðmundur er þjálfari Melsungen auk þess að stýra íslenska landsliðinu, og er spurður hvernig hann hafi breytt leikstíl sinna liða vegna reglunnar: „Auðvitað veltur það á því hvaða liði maður mætir. Nú þarf maður að þjálfa aðra þætti en áður, til að mynda að skora í tómt mark af löngu færi. Og sem landsliðsþjálfari hefur maður alltaf lítinn tíma til undirbúnings, og þann tíma vil ég nota til að einblína á aðra þætti. En Portúgal hefur til dæmis hagnast gríðarlega á því að FC Porto (þar sem margir landsliðsmenn Portúgals spila) spilar mjög mikið með 7 gegn 6 og það færði liðinu forskot til að komast svona langt á EM,“ sagði Guðmundur. „Að mínu mati ætti að hætta með þessa reglu, því þá yrði handboltinn meira aðlaðandi á ný, með miklum hreyfingum á mönnum, 1 á 1 leikstöðum og fjölbreyttari varnarleik. Fyrri staða, þar sem aukamaður klæddist vesti, gekk hins vegar ekki heldur,“ sagði Guðmundur. Handbolti Tengdar fréttir Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00 Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er á meðal þeirra sem harma breytingu sem gerð var á reglum handboltans fyrir nokkrum árum. Hann vill gera íþróttina meira aðlaðandi með reglubreytingu. Reglan sem um ræðir er sú að lið megi skipta markverði út fyrir aukasóknarmann, án þess að sá leikmaður þurfi að klæðast sérstöku vesti til aðgreiningar frá öðrum leikmönnum. Breytingin auðveldar þannig liðum til dæmis að sækja á sjö mönnum gegn sex varnarmönnum, eða að vera með sex leikmenn í sókn þó að leikmaður í liðinu hafi fengið tveggja mínútna brottvísun. Guðmundur tók ásamt fjölda annarra þjálfara þátt í könnun þýska tímaritsins Handballwoche um álit manna á reglunni og var yfirgnæfandi stuðningur við að breyta henni. Guðmundur var spurður hvort hann teldi handboltann meira aðlaðandi með því að hafa regluna í gildi: Leikurinn leiðinlegri fyrir áhorfendur „Nei, svo sannarlega ekki. Það sem við misstum til að mynda eru varnarafbrigði eins og 5-1, 3-2-1 og 3-3, sem er ekki mögulegt að nota gegn sjö manna sókn. Líf þjálfarans er einfaldað: Ef að liðið hans getur ekki spilað gegn framliggjandi vörn þá spilar hann bara með sjö gegn sex. Sóknirnar verða minna heillandi og einfaldari. Ef að rýnt er í leikina þar sem menn beita „7 á 6“ þá sést að sóknirnar eru alltaf eins – það verður meira um endurtekningar og leikurinn verður leiðinlegri fyrir áhorfendur,“ segir Guðmundur, og er harður á því að handboltinn hafi breyst til hins verra með reglunni. „Já, því með reglunni hefur ýmislegt verið tekið úr handboltanum. Tveggja mínútna brottvísun hefur til dæmis engin áhrif því það er hægt að setja strax aukasóknarmann inn,“ segir Guðmundur. Portúgal getað nýtt sér regluna vel Guðmundur er þjálfari Melsungen auk þess að stýra íslenska landsliðinu, og er spurður hvernig hann hafi breytt leikstíl sinna liða vegna reglunnar: „Auðvitað veltur það á því hvaða liði maður mætir. Nú þarf maður að þjálfa aðra þætti en áður, til að mynda að skora í tómt mark af löngu færi. Og sem landsliðsþjálfari hefur maður alltaf lítinn tíma til undirbúnings, og þann tíma vil ég nota til að einblína á aðra þætti. En Portúgal hefur til dæmis hagnast gríðarlega á því að FC Porto (þar sem margir landsliðsmenn Portúgals spila) spilar mjög mikið með 7 gegn 6 og það færði liðinu forskot til að komast svona langt á EM,“ sagði Guðmundur. „Að mínu mati ætti að hætta með þessa reglu, því þá yrði handboltinn meira aðlaðandi á ný, með miklum hreyfingum á mönnum, 1 á 1 leikstöðum og fjölbreyttari varnarleik. Fyrri staða, þar sem aukamaður klæddist vesti, gekk hins vegar ekki heldur,“ sagði Guðmundur.
Handbolti Tengdar fréttir Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00 Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00
Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46