Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 23:00 Guðbjörg hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Vísir Guðbjörg Gunnarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, mætti í settið hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Pepsi Max Markanna í dag. Guðbjörg tók tvo gesti með sér en hún tók börnin sín – tvíburana William og Oliviu - með sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. Guðbjörg, eða einfaldlega Gugga eins og hún er nær alltaf kölluð, leikur með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er hægt og rólega að auka æfingaálagið. „Ég er ekki byrjuð að æfa á fullu með liðinu. Ég er komin á markmannsæfingar með markmannsþjálfaranum og hann er að hjálpa mér að trappa mig svolítið upp. Svo er ég með einn sjúkraþjálfara, af þeim sem liðið er með, sem er búinn að vera mennta sig í því hvernig maður kemur til baka eftir barnsburð,“ sagði Gugga um endurkomu sína í boltann. Pepsi Max Mörkin í kvöld klukkan 20:00 á @St2Sport pic.twitter.com/nuVAyyVf2a— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) July 23, 2020 „Það er frekar óvanalegt í Svíþjóð að koma til baka eftir að eignast barn. Það er örfáir leikmenn sem hafa fætt börn og eru að spila. Yfirleitt eignast maður barn og hættir bara. Ég er mjög þakklát fyrir þann sjúkraþjálfara sem er að reyna koma mér í gang.“ Helena spurði Guðbjörgu hvort það væri mikill munur á að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli. „Ég hugsaði að þetta væri bara eins og einhver meiðsli. Ég tek þetta þannig. Þar veistu samt nákvæmlega hvað þú ert að fara út í. Ég hef nú lent í nokkrum meiðslum en þá veit ég nákvæmlega hvað ég get gert og hvað ég get ekki gert. Þetta er hins vegar frekar nýtt. Maður þarf að hlusta á líkamann. Má ég bara ýta mér á ystu mörk, ég veit það ekki alveg.“ Gugga er samningsbundin Djurgården þangað til í lok árs og er óvíst hvað tekur við í kjölfarið. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008. „Það er meira raunhæft að ég spili á næsta ári en nú erum við til dæmis með tvo góða markmenn og það er ekki raunhæft að ég labbi inn í liðið þegar ég er orðin frísk. Ég vill vera komin á mitt getustig þegar ég byrja að spila. Þú vilt ekki vera inn á vellinum og vera ekki í standi. Ég er líkamlega komin í nokkuð gott stand þó ég segi sjálf frá en það vantar auðvitað upp á tímasetningu og fótavinnu. Það kemur bara þegar maður byrjar að spila.“ Að lokum var Gugga spurð í landsliðið en hún hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Alls á hún 64 landsleiki að baki. „Fyrst var ég mjög mikið að hugsa út í það. Sérstaklega því við erum með Svíum í riðli. Mér finnst hrikalegt að missa af því. Síðast þegar við mættum þeim í keppnisleik var á EM 2013 þegar þær stútuðu okkur og það situr enn í mér. Klippa: Guðbjörg ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, mætti í settið hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Pepsi Max Markanna í dag. Guðbjörg tók tvo gesti með sér en hún tók börnin sín – tvíburana William og Oliviu - með sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. Guðbjörg, eða einfaldlega Gugga eins og hún er nær alltaf kölluð, leikur með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er hægt og rólega að auka æfingaálagið. „Ég er ekki byrjuð að æfa á fullu með liðinu. Ég er komin á markmannsæfingar með markmannsþjálfaranum og hann er að hjálpa mér að trappa mig svolítið upp. Svo er ég með einn sjúkraþjálfara, af þeim sem liðið er með, sem er búinn að vera mennta sig í því hvernig maður kemur til baka eftir barnsburð,“ sagði Gugga um endurkomu sína í boltann. Pepsi Max Mörkin í kvöld klukkan 20:00 á @St2Sport pic.twitter.com/nuVAyyVf2a— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) July 23, 2020 „Það er frekar óvanalegt í Svíþjóð að koma til baka eftir að eignast barn. Það er örfáir leikmenn sem hafa fætt börn og eru að spila. Yfirleitt eignast maður barn og hættir bara. Ég er mjög þakklát fyrir þann sjúkraþjálfara sem er að reyna koma mér í gang.“ Helena spurði Guðbjörgu hvort það væri mikill munur á að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli. „Ég hugsaði að þetta væri bara eins og einhver meiðsli. Ég tek þetta þannig. Þar veistu samt nákvæmlega hvað þú ert að fara út í. Ég hef nú lent í nokkrum meiðslum en þá veit ég nákvæmlega hvað ég get gert og hvað ég get ekki gert. Þetta er hins vegar frekar nýtt. Maður þarf að hlusta á líkamann. Má ég bara ýta mér á ystu mörk, ég veit það ekki alveg.“ Gugga er samningsbundin Djurgården þangað til í lok árs og er óvíst hvað tekur við í kjölfarið. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008. „Það er meira raunhæft að ég spili á næsta ári en nú erum við til dæmis með tvo góða markmenn og það er ekki raunhæft að ég labbi inn í liðið þegar ég er orðin frísk. Ég vill vera komin á mitt getustig þegar ég byrja að spila. Þú vilt ekki vera inn á vellinum og vera ekki í standi. Ég er líkamlega komin í nokkuð gott stand þó ég segi sjálf frá en það vantar auðvitað upp á tímasetningu og fótavinnu. Það kemur bara þegar maður byrjar að spila.“ Að lokum var Gugga spurð í landsliðið en hún hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Alls á hún 64 landsleiki að baki. „Fyrst var ég mjög mikið að hugsa út í það. Sérstaklega því við erum með Svíum í riðli. Mér finnst hrikalegt að missa af því. Síðast þegar við mættum þeim í keppnisleik var á EM 2013 þegar þær stútuðu okkur og það situr enn í mér. Klippa: Guðbjörg ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira