Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 11:56 Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Getty/Bandaríska Sendiráðið Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Þetta kemur fram í frétt CBS þar sem einnig segir að þetta vilji Gunter, þrátt fyrir að hann starfi í „einu öruggasta ríki heims“. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Heimildarmenn CBS segja ráðuneytið þó ítrekað hafa tilkynnt Gunter að hann sé ekki í hættu á Íslandi. Í frétt CBS segir að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sigi ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Þá hefur CBS það einnig eftir að heimildarmönnum sínum að Gunter hafi verið sagt að hann ætti ekki að sækjast eftir því að bera vopn, því því yrði tekið sem móðgun hér á landi. Sendiráðið auglýsti eftir lífvörðum fyrr í mánuðinum og mun það hafa verið gert til að róa Gunter. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Heimildarmenn CBS segja einnig að Gunter hafi komið verulega niður á starfsanda sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hafi þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra. Hann hefur meðal annars sakað þá um að tilheyra „Djúpríkinu“ svokallað, sem á að vera net bandarískra embættismanna sem vinna gegn Trump, og brást reiður við því að einn bar snjó inn á skrifstofu sína. Sendiherrann ferðaðist til Washington DC í febrúar fyrir ráðstefnu og neitaði hann að snúa aftur til Íslands í nokkra mánuði, samkvæmt heimildum CBS. Gunter er sagður hafa viljað vinna frá Kaliforníu en að endingu þurfti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skipa honum að snúa aftur og gerði hann það í maí. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Þetta kemur fram í frétt CBS þar sem einnig segir að þetta vilji Gunter, þrátt fyrir að hann starfi í „einu öruggasta ríki heims“. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Heimildarmenn CBS segja ráðuneytið þó ítrekað hafa tilkynnt Gunter að hann sé ekki í hættu á Íslandi. Í frétt CBS segir að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sigi ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Þá hefur CBS það einnig eftir að heimildarmönnum sínum að Gunter hafi verið sagt að hann ætti ekki að sækjast eftir því að bera vopn, því því yrði tekið sem móðgun hér á landi. Sendiráðið auglýsti eftir lífvörðum fyrr í mánuðinum og mun það hafa verið gert til að róa Gunter. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Heimildarmenn CBS segja einnig að Gunter hafi komið verulega niður á starfsanda sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hafi þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra. Hann hefur meðal annars sakað þá um að tilheyra „Djúpríkinu“ svokallað, sem á að vera net bandarískra embættismanna sem vinna gegn Trump, og brást reiður við því að einn bar snjó inn á skrifstofu sína. Sendiherrann ferðaðist til Washington DC í febrúar fyrir ráðstefnu og neitaði hann að snúa aftur til Íslands í nokkra mánuði, samkvæmt heimildum CBS. Gunter er sagður hafa viljað vinna frá Kaliforníu en að endingu þurfti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skipa honum að snúa aftur og gerði hann það í maí.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira