Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2020 19:00 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis ARNAR HALLDÓRS Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. „Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. „Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. Verklag í stöðugri endurskoðun Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. „Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. „Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37 Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. „Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. „Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. Verklag í stöðugri endurskoðun Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. „Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. „Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37 Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37
Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00