Spessi myndar fólk sem náði sér af kórónuveirunni Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2020 19:45 Ljósmyndarinn Spessi vinnur þessa dagana að nýrri myndaröð af fólki sem hefur náð sér eftir að hafa veikst af kórónuveirunni. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar hitti Spessa á dögunum. Spessi er öllum hnútum kunnur vestur á Ísafirði enda fæddur þar og uppalinn. Þar hefur hann áður unnið myndaraðir eins og Hetjur en nú er hann að mynda fólk sem hefur náð sér eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Fólk hefur tekið vel í ósk Spessa um að sitja fyrir. En hann segir myndirnar vera í anda þeirra mynda sem lögregla tekur af fólki.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það gengur bara mjög vel. Fólk þekkir mig all flest og veit hvað ég geri. Þannig að það eru bara allir tilbúnir að koma í myndatöku,“ segir Spessi. Þetta verði einhvers konar skrásetningarmyndir í anda ljósmynda sem lögregla taki af fólki og fjöldi myndanna verði í oddatölu til að undirstrika að fleiri gætu bæst við. Spessi gerir gjarnan myndaraðir um fólk en hann hlaut þó mikla athygli fyrir bók sína Bensín á sínum tíma sem hafði að geyma myndir af nánast öllum bensínstöðvum landsins. „Ég er að vinna að nýrri sýningu sem er yfirlitssýning sem verður um miðjan janúar í ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins. Þeir eru að standa fyrir þessari sýningu og þá er þetta yfirlit yfir öll verk sem ég hef gert hingað til. Það kemur bók út í leiðinni sem fjallar um ferilinn frá því ég byrjaði að taka myndir. Ég held að fyrsta myndin sem ég tók sé frá því ég var tólf ára,“ segir Spessi. Ljósmyndun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
Ljósmyndarinn Spessi vinnur þessa dagana að nýrri myndaröð af fólki sem hefur náð sér eftir að hafa veikst af kórónuveirunni. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar hitti Spessa á dögunum. Spessi er öllum hnútum kunnur vestur á Ísafirði enda fæddur þar og uppalinn. Þar hefur hann áður unnið myndaraðir eins og Hetjur en nú er hann að mynda fólk sem hefur náð sér eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Fólk hefur tekið vel í ósk Spessa um að sitja fyrir. En hann segir myndirnar vera í anda þeirra mynda sem lögregla tekur af fólki.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það gengur bara mjög vel. Fólk þekkir mig all flest og veit hvað ég geri. Þannig að það eru bara allir tilbúnir að koma í myndatöku,“ segir Spessi. Þetta verði einhvers konar skrásetningarmyndir í anda ljósmynda sem lögregla taki af fólki og fjöldi myndanna verði í oddatölu til að undirstrika að fleiri gætu bæst við. Spessi gerir gjarnan myndaraðir um fólk en hann hlaut þó mikla athygli fyrir bók sína Bensín á sínum tíma sem hafði að geyma myndir af nánast öllum bensínstöðvum landsins. „Ég er að vinna að nýrri sýningu sem er yfirlitssýning sem verður um miðjan janúar í ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins. Þeir eru að standa fyrir þessari sýningu og þá er þetta yfirlit yfir öll verk sem ég hef gert hingað til. Það kemur bók út í leiðinni sem fjallar um ferilinn frá því ég byrjaði að taka myndir. Ég held að fyrsta myndin sem ég tók sé frá því ég var tólf ára,“ segir Spessi.
Ljósmyndun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira