Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 14:18 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Alma D. Möller landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Friðrik Þór Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Tuttugu og fjórir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmita á Íslandi og hafa þeir ekki verið fleiri frá því 6. maí. Fjórtán innanlandssmit hafa ennfremur greinst. Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar um stöðu faraldursins í dag í tilefni af fjölgun smita. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að til umræðu væri að herða aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. Fundað yrði með heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Heilbrigðisráðherra hafði áður greint frá því að tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi eftir verslunarmannahelgi yrði frestað um tvær vikur. Sagði hún mikilvægt að þjóðin færi í naflaskoðun og hugleiddi hvernig hún sinnti einstaklingsbundnum sóttvörnum, handþvotti, fjarlægð við ótengt fólk. Eins þyrftu þjónustufyrirtæki og verslanir að horfa á sína stöðu. Undirbúa frekari skimun með Íslenskri erfðagreiningu Boðaði Kamilla skimun til að kortleggja útbreiðslu á smitum sem ekki er vitað hvaðan koma. Alma Möller, landlæknir, sagði að Íslensk erfðagreining sæi um skimunina og hún væri nú að safna saman sínu fólki til þess. Fyrst og fremst verði skimað út frá þeim smitum sem vitað er um en hugsanlega verði fólk einnig valið handahófskennt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður teiknað upp seinna í dag,“ sagði landlæknir. Alma sagði áhyggjuefni að komin væru upp smit frá nokkrum mismunandi uppsprettum samtímis. Til greina kæmi að grípa til nýrra aðgerða fyrir helgi. Hvatti landlæknir fólk til áverkni og að vera vel á verði gagnvart einkennum. Fólk ætti að láta taka sýni við minnsta grun um smit. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Tuttugu og fjórir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmita á Íslandi og hafa þeir ekki verið fleiri frá því 6. maí. Fjórtán innanlandssmit hafa ennfremur greinst. Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar um stöðu faraldursins í dag í tilefni af fjölgun smita. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að til umræðu væri að herða aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. Fundað yrði með heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Heilbrigðisráðherra hafði áður greint frá því að tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi eftir verslunarmannahelgi yrði frestað um tvær vikur. Sagði hún mikilvægt að þjóðin færi í naflaskoðun og hugleiddi hvernig hún sinnti einstaklingsbundnum sóttvörnum, handþvotti, fjarlægð við ótengt fólk. Eins þyrftu þjónustufyrirtæki og verslanir að horfa á sína stöðu. Undirbúa frekari skimun með Íslenskri erfðagreiningu Boðaði Kamilla skimun til að kortleggja útbreiðslu á smitum sem ekki er vitað hvaðan koma. Alma Möller, landlæknir, sagði að Íslensk erfðagreining sæi um skimunina og hún væri nú að safna saman sínu fólki til þess. Fyrst og fremst verði skimað út frá þeim smitum sem vitað er um en hugsanlega verði fólk einnig valið handahófskennt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður teiknað upp seinna í dag,“ sagði landlæknir. Alma sagði áhyggjuefni að komin væru upp smit frá nokkrum mismunandi uppsprettum samtímis. Til greina kæmi að grípa til nýrra aðgerða fyrir helgi. Hvatti landlæknir fólk til áverkni og að vera vel á verði gagnvart einkennum. Fólk ætti að láta taka sýni við minnsta grun um smit. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04