Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 14:18 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Alma D. Möller landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Friðrik Þór Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Tuttugu og fjórir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmita á Íslandi og hafa þeir ekki verið fleiri frá því 6. maí. Fjórtán innanlandssmit hafa ennfremur greinst. Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar um stöðu faraldursins í dag í tilefni af fjölgun smita. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að til umræðu væri að herða aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. Fundað yrði með heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Heilbrigðisráðherra hafði áður greint frá því að tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi eftir verslunarmannahelgi yrði frestað um tvær vikur. Sagði hún mikilvægt að þjóðin færi í naflaskoðun og hugleiddi hvernig hún sinnti einstaklingsbundnum sóttvörnum, handþvotti, fjarlægð við ótengt fólk. Eins þyrftu þjónustufyrirtæki og verslanir að horfa á sína stöðu. Undirbúa frekari skimun með Íslenskri erfðagreiningu Boðaði Kamilla skimun til að kortleggja útbreiðslu á smitum sem ekki er vitað hvaðan koma. Alma Möller, landlæknir, sagði að Íslensk erfðagreining sæi um skimunina og hún væri nú að safna saman sínu fólki til þess. Fyrst og fremst verði skimað út frá þeim smitum sem vitað er um en hugsanlega verði fólk einnig valið handahófskennt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður teiknað upp seinna í dag,“ sagði landlæknir. Alma sagði áhyggjuefni að komin væru upp smit frá nokkrum mismunandi uppsprettum samtímis. Til greina kæmi að grípa til nýrra aðgerða fyrir helgi. Hvatti landlæknir fólk til áverkni og að vera vel á verði gagnvart einkennum. Fólk ætti að láta taka sýni við minnsta grun um smit. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Tuttugu og fjórir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmita á Íslandi og hafa þeir ekki verið fleiri frá því 6. maí. Fjórtán innanlandssmit hafa ennfremur greinst. Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar um stöðu faraldursins í dag í tilefni af fjölgun smita. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að til umræðu væri að herða aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. Fundað yrði með heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Heilbrigðisráðherra hafði áður greint frá því að tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi eftir verslunarmannahelgi yrði frestað um tvær vikur. Sagði hún mikilvægt að þjóðin færi í naflaskoðun og hugleiddi hvernig hún sinnti einstaklingsbundnum sóttvörnum, handþvotti, fjarlægð við ótengt fólk. Eins þyrftu þjónustufyrirtæki og verslanir að horfa á sína stöðu. Undirbúa frekari skimun með Íslenskri erfðagreiningu Boðaði Kamilla skimun til að kortleggja útbreiðslu á smitum sem ekki er vitað hvaðan koma. Alma Möller, landlæknir, sagði að Íslensk erfðagreining sæi um skimunina og hún væri nú að safna saman sínu fólki til þess. Fyrst og fremst verði skimað út frá þeim smitum sem vitað er um en hugsanlega verði fólk einnig valið handahófskennt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður teiknað upp seinna í dag,“ sagði landlæknir. Alma sagði áhyggjuefni að komin væru upp smit frá nokkrum mismunandi uppsprettum samtímis. Til greina kæmi að grípa til nýrra aðgerða fyrir helgi. Hvatti landlæknir fólk til áverkni og að vera vel á verði gagnvart einkennum. Fólk ætti að láta taka sýni við minnsta grun um smit. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04