Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:56 Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag.Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að til stæði að hefja víðtækari skimun innanlands vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa undanfarna daga, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. „Undirbúningurinn er að mestu leyti búinn hjá okkur, við reiknum með því að fara á fulla ferð í eftirmiðdaginn,“ segir Kári. Hvernig kemur það til að Íslensk erfðagreining kemur aftur inn í þetta verkefni með þessum hætti? „Vegna þess að okkur sýnist eins og að þetta sé að fara úr böndum. Það eru núna fjórir aðilar úti í samfélaginu sem hafa smitast af veiru sem eru með sama stökkbreytingarmynstrið og þessir fjórir aðilar vita ekkert hvernig þeir tengjast. Þannig það hljóta að vera einhverjir aðilar milli þeirra sem að hafa sýkst líka og við vitum ekki hvað það eru margir,“ svarar Kári. „Við vitum að að minnsta kosti tveir af þeim sem að við erum búin að finna og eru sýktir af veiru með þetta munstur eru með mjög mikið af veirunni þannig að þeir eru mjög smitandi. Þannig að við erum áhyggjufull hér um að þessi pest sé að breiðast út aftur með leifturhraða og það er mjög mikilvægt að ná böndum utan um þetta eins fljótt eins og hægt er og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“ Hversu víðtæk verður þessi skimun, mun hún einungis ná til þeirra sem tengjast þessum einstaklingum sem hafa smitast eða til annarra líka? „Í fyrsta lagi ætlum við að skoða slembiúrtak úr Reykjavík og Akranesi og síðan ætlum við að skima í kringum þessa einstaklinga sem eru sýktir. Hversu víðtækt þetta verður markast bara af því hvaða niðurstöður koma út úr þessu til þess að byrja með. Ég vona að við komumst að raun um að þetta hafi ekki farið víða. Ég vona að við komumst að raun um að það hafi þegar allir eða flestir þeirra sem hafa sýkst hafi þegar verið fundnir af kerfinu og þetta verði afskaplega lítið,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining verði þó undir það búin ef annað kemur á daginn. Aðspurður segist Kári ekki setja nein skilyrði um hertari reglur fyrir þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í þessari skimun. Hann muni treysta ákvörðunum sóttvarnalæknis. „Við setjum engin skilyrði. Það er ekki okkar að setja skilyrði. Við erum liðsmenn í þessum hópi sem er að takast á við þetta er sóttvarnalæknir og við komum til með að fylgja leiðbeiningum hans í þessu eins og við höfum alltaf gert áður,“ svarar Kári. „Við deilum með sóttvarnalækni áhyggjum út af þessu og ég reikna fastlega með því að hann komi til með að breyta reglum töluvert út af þessu. Það bara liggur í hlutarins eðli.“ Er eitthvað sem þú sjálfur myndir vilja sjá gert hvað varðar reglur um samkomutakmarkanir eða á landamærum? „Það sem að ég vil sjá gert er það sem að sóttvarnalæknir vill að verði gert og ég ætla ekkert að fara að gagnrýna sóttvarnalækni, hvorki áður en að hann er búinn að taka ákvarðanir né eftir það. Við erum á þeim stað að við verðum að snúa bökum saman og vinna að þessu í einingu og við munum gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag.Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að til stæði að hefja víðtækari skimun innanlands vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa undanfarna daga, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. „Undirbúningurinn er að mestu leyti búinn hjá okkur, við reiknum með því að fara á fulla ferð í eftirmiðdaginn,“ segir Kári. Hvernig kemur það til að Íslensk erfðagreining kemur aftur inn í þetta verkefni með þessum hætti? „Vegna þess að okkur sýnist eins og að þetta sé að fara úr böndum. Það eru núna fjórir aðilar úti í samfélaginu sem hafa smitast af veiru sem eru með sama stökkbreytingarmynstrið og þessir fjórir aðilar vita ekkert hvernig þeir tengjast. Þannig það hljóta að vera einhverjir aðilar milli þeirra sem að hafa sýkst líka og við vitum ekki hvað það eru margir,“ svarar Kári. „Við vitum að að minnsta kosti tveir af þeim sem að við erum búin að finna og eru sýktir af veiru með þetta munstur eru með mjög mikið af veirunni þannig að þeir eru mjög smitandi. Þannig að við erum áhyggjufull hér um að þessi pest sé að breiðast út aftur með leifturhraða og það er mjög mikilvægt að ná böndum utan um þetta eins fljótt eins og hægt er og við ætlum að leggja okkar af mörkum.“ Hversu víðtæk verður þessi skimun, mun hún einungis ná til þeirra sem tengjast þessum einstaklingum sem hafa smitast eða til annarra líka? „Í fyrsta lagi ætlum við að skoða slembiúrtak úr Reykjavík og Akranesi og síðan ætlum við að skima í kringum þessa einstaklinga sem eru sýktir. Hversu víðtækt þetta verður markast bara af því hvaða niðurstöður koma út úr þessu til þess að byrja með. Ég vona að við komumst að raun um að þetta hafi ekki farið víða. Ég vona að við komumst að raun um að það hafi þegar allir eða flestir þeirra sem hafa sýkst hafi þegar verið fundnir af kerfinu og þetta verði afskaplega lítið,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining verði þó undir það búin ef annað kemur á daginn. Aðspurður segist Kári ekki setja nein skilyrði um hertari reglur fyrir þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í þessari skimun. Hann muni treysta ákvörðunum sóttvarnalæknis. „Við setjum engin skilyrði. Það er ekki okkar að setja skilyrði. Við erum liðsmenn í þessum hópi sem er að takast á við þetta er sóttvarnalæknir og við komum til með að fylgja leiðbeiningum hans í þessu eins og við höfum alltaf gert áður,“ svarar Kári. „Við deilum með sóttvarnalækni áhyggjum út af þessu og ég reikna fastlega með því að hann komi til með að breyta reglum töluvert út af þessu. Það bara liggur í hlutarins eðli.“ Er eitthvað sem þú sjálfur myndir vilja sjá gert hvað varðar reglur um samkomutakmarkanir eða á landamærum? „Það sem að ég vil sjá gert er það sem að sóttvarnalæknir vill að verði gert og ég ætla ekkert að fara að gagnrýna sóttvarnalækni, hvorki áður en að hann er búinn að taka ákvarðanir né eftir það. Við erum á þeim stað að við verðum að snúa bökum saman og vinna að þessu í einingu og við munum gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira