Eitt smit tengt Akranesi, annað ferðamanni en hin óþekkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 12:06 Skimað fyrir kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Ekki hefur tekist að rekja uppruna tveggja innanlandssmita kórónuveiru af þeim fjórum sem greindust í gær. Hin smitin tvö eru annars vegar tengd erlendum ferðamanni og hins vegar hópsmitinu á Akranesi. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna í samtali við Vísi. Hann þekkir ekki hvort smitið sem tengist ferðamanninum sé tengt smitkeðju sem var til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis að í sömu viku og fyrstu sýkingarnar í hrinunni sem nú gengur yfir komu upp hafi erlendur ferðamaður smitað leiðsögumann. Í gær hafði fjölskyldumeðlimur þess aðila einnig greinst með veiruna. Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, sagði í samtali við Vísi í gær að enginn þeirra væri alvarlega veikur. Jóhann minnir jafnframt á mikilvægi einstaklingssmitvarna nú þegar smitum fjölgar. Áríðandi sé að fólk virði tilmæli um nándarmörk og verndi viðkvæma hópa. Þá séu fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að skerpa á sóttvörnum og leiðbeiningum. Þá er áríðandi að fólk virði einangrun, sóttkví og taki heimkomusmitgát af fyllstu alvöru. Þeir sem finni fyrir einkennum Covid-sýkingar skuli halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslu í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Ekki hefur tekist að rekja uppruna tveggja innanlandssmita kórónuveiru af þeim fjórum sem greindust í gær. Hin smitin tvö eru annars vegar tengd erlendum ferðamanni og hins vegar hópsmitinu á Akranesi. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna í samtali við Vísi. Hann þekkir ekki hvort smitið sem tengist ferðamanninum sé tengt smitkeðju sem var til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis að í sömu viku og fyrstu sýkingarnar í hrinunni sem nú gengur yfir komu upp hafi erlendur ferðamaður smitað leiðsögumann. Í gær hafði fjölskyldumeðlimur þess aðila einnig greinst með veiruna. Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, sagði í samtali við Vísi í gær að enginn þeirra væri alvarlega veikur. Jóhann minnir jafnframt á mikilvægi einstaklingssmitvarna nú þegar smitum fjölgar. Áríðandi sé að fólk virði tilmæli um nándarmörk og verndi viðkvæma hópa. Þá séu fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að skerpa á sóttvörnum og leiðbeiningum. Þá er áríðandi að fólk virði einangrun, sóttkví og taki heimkomusmitgát af fyllstu alvöru. Þeir sem finni fyrir einkennum Covid-sýkingar skuli halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslu í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira