Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. júlí 2020 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti aftur til leiks á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. Aðeins tveir af þeim ellefu sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Viðbúið er að hert verið og slakað á aðgerðum til skiptis þar til bóluefni gegn covid-19 kemur á markað að sögn landlæknis. Hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á hádegi í dag. Það var vel gætt að því að tveggja metra reglan væri virt á upplýsingafundi almannavarna í Katrínartúni í dag og þurftu fréttamenn að vera með hanska. „Þessi veira hún er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ sagði Alma Möller landlæknir. Samkvæmt tölfræði á covid.is eru nú 50 í einangrun smitaðir af covid-19. Þar af einn á sjúkrahúsi og hátt í þrjú hundruð í sóttkví. Síðasta sólarhring bættust ellefu í hóp smitaðra en þar af höfuð aðeins tveir verið í sóttkví en níu voru það ekki. „Það hefði verið betra ef svo hefði verið en ég bendi á að í fyrradag voru næstum því allir í sóttkví sem greindust,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki skoðað það neitt núna, aldurssamsetningu eða annað slíkt en þetta eru eins og lítur út núna óskildir aðilar og það er út af fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að það gæti bent til þess að þetta væri útbreiddara heldur en við vitum um.“ Smitrakning stendur yfir og sýnataka sömuleiðis, bæði hjá Íslenskri erfðagreiningu og heilsugæslunni. Sýnin eru síðan greind ýmist hjá Íslenskri erfðagreiningu eða sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Finni fólk fyrir einkennum skal hafa samband við sína heilsugæslu. Annríki hefur einnig verið í Orkuhúsinu þar sem seinni sýnataka eftir komu til landsins fer fram. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að smituðum muni áfram fara fjölgandi á næstunni. „Núna erum við með tvær hópsýkingar, við erum með tvo stofna af veirunni sem eru að valda sýkingum. Það virðist vera og vonandi er búið að komast fyrir aðra hópsýkinguna eða hafa betri tök á henni. Hin hópsýkingin er stærri og virðist vera útbreiddari,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. Aðeins tveir af þeim ellefu sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Viðbúið er að hert verið og slakað á aðgerðum til skiptis þar til bóluefni gegn covid-19 kemur á markað að sögn landlæknis. Hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á hádegi í dag. Það var vel gætt að því að tveggja metra reglan væri virt á upplýsingafundi almannavarna í Katrínartúni í dag og þurftu fréttamenn að vera með hanska. „Þessi veira hún er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ sagði Alma Möller landlæknir. Samkvæmt tölfræði á covid.is eru nú 50 í einangrun smitaðir af covid-19. Þar af einn á sjúkrahúsi og hátt í þrjú hundruð í sóttkví. Síðasta sólarhring bættust ellefu í hóp smitaðra en þar af höfuð aðeins tveir verið í sóttkví en níu voru það ekki. „Það hefði verið betra ef svo hefði verið en ég bendi á að í fyrradag voru næstum því allir í sóttkví sem greindust,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki skoðað það neitt núna, aldurssamsetningu eða annað slíkt en þetta eru eins og lítur út núna óskildir aðilar og það er út af fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að það gæti bent til þess að þetta væri útbreiddara heldur en við vitum um.“ Smitrakning stendur yfir og sýnataka sömuleiðis, bæði hjá Íslenskri erfðagreiningu og heilsugæslunni. Sýnin eru síðan greind ýmist hjá Íslenskri erfðagreiningu eða sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Finni fólk fyrir einkennum skal hafa samband við sína heilsugæslu. Annríki hefur einnig verið í Orkuhúsinu þar sem seinni sýnataka eftir komu til landsins fer fram. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að smituðum muni áfram fara fjölgandi á næstunni. „Núna erum við með tvær hópsýkingar, við erum með tvo stofna af veirunni sem eru að valda sýkingum. Það virðist vera og vonandi er búið að komast fyrir aðra hópsýkinguna eða hafa betri tök á henni. Hin hópsýkingin er stærri og virðist vera útbreiddari,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira