Ekki útlit fyrir útbreitt samfélagslegt smit Sylvía Hall skrifar 1. ágúst 2020 14:21 Frá upplýsingafundi í dag. Vísir/Einar Fimm hundruð sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndust sjö vera jákvæð. Virk smit eru því 58 hér á landi og eru 454 í sóttkví. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir helstu áskoranirnar vera tvær hópsýkingar sem hafa komið upp í samfélaginu undanfarna daga og það sé viðbúið að fleiri greinist með veiruna á næstu dögum. Að sögn Þórólfs er útlit fyrir að heilbrigðisyfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunum þó ekki hafi tekist að rekja nokkur smit. Þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi greinst með veiruna undanfarna daga virðist samfélagslegt smit ekki vera útbreitt. Það væri þó mikilvægt að fólk færi varlega. „Við erum ekki alveg búin að ná tökum á þessu enn þá," sagði Þórólfur. Einn liggur á spítala vegna kórónuveirusmits og er það fyrsta spítalainnlögnin frá því um miðjan maí. Búist er við því að það taki um eina til tvær vikur að sjá árangur þeirra aðgerða sem tóku gildi á hádegi í gær. Með nýjum reglum er hámarksfjöldi samkoma hundrað manns og tveggja metra reglan svokallaða orðin að reglu á ný, en hún hafði verið viðmið undanfarnar vikur. Þórólfur benti á að með haustinu koma upp fleiri veirusýkingar en það þyrfti þó að fara varlega. Alma Möller landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að hafa lágan þröskuld fyrir sýnatöku og hleypa þannig fleirum að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Fimm hundruð sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndust sjö vera jákvæð. Virk smit eru því 58 hér á landi og eru 454 í sóttkví. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir helstu áskoranirnar vera tvær hópsýkingar sem hafa komið upp í samfélaginu undanfarna daga og það sé viðbúið að fleiri greinist með veiruna á næstu dögum. Að sögn Þórólfs er útlit fyrir að heilbrigðisyfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunum þó ekki hafi tekist að rekja nokkur smit. Þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi greinst með veiruna undanfarna daga virðist samfélagslegt smit ekki vera útbreitt. Það væri þó mikilvægt að fólk færi varlega. „Við erum ekki alveg búin að ná tökum á þessu enn þá," sagði Þórólfur. Einn liggur á spítala vegna kórónuveirusmits og er það fyrsta spítalainnlögnin frá því um miðjan maí. Búist er við því að það taki um eina til tvær vikur að sjá árangur þeirra aðgerða sem tóku gildi á hádegi í gær. Með nýjum reglum er hámarksfjöldi samkoma hundrað manns og tveggja metra reglan svokallaða orðin að reglu á ný, en hún hafði verið viðmið undanfarnar vikur. Þórólfur benti á að með haustinu koma upp fleiri veirusýkingar en það þyrfti þó að fara varlega. Alma Möller landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að hafa lágan þröskuld fyrir sýnatöku og hleypa þannig fleirum að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23
Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06
Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30