Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 07:57 Danskir landamæraverðir hafa vísað hundruð manns frá landamærunum að Þýskalandi frá því að ferðabannið tók gildi á hádegi að dönskum tíma í gær. Vísir/EPA Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. Farbann danskra stjórnvalda tók gildi á hádegi í gær. Þá var landamærunum lokað fyrir þeim sem ekki höfðu gilda ástæðu til að koma til landsins. Danskir ríkisborgarar og þeir sem vinna eða búa í Danmörku voru undanskildir banninu. Danska blaðið Politiken segir ekki ljóst að ráðum hvers ríkisstjórnin ákvað að grípa til farbanns. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, vísaði til þess að ferðalög til Danmerkur gæti aukið líkur á áframhaldandi smitum í landinu og grafið undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og yfirvalda til að hefta útbreiðsluna. Else Smith, fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Danmerkur, er á meðal þeirra sem telja að farbannið sé marklaust. „Ég hef aldrei talið að það gæti hjálpað eftir að smitið hefur borist hingað. Það er erfitt að skilja svo ofsafengin viðbrögð,“ segir Smith um farbannið. Landamæri Danmerkur verða að miklu leyti lokuð til 13. apríl.Vísir/EPA Smitaðir gætu verið 5-20 sinnum fleiri en opinberar tölur segja Þannig séu líklega mun fleiri smitaðir í Danmörku en opinberar tölur segja til um. Aðeins séu tekin sýni úr þeim allra veikustu. Lone Simonsen, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Hróarskeldu, telur að raunverulegur fjöldi smitaðra sé á bilinu fimm- til tuttugufalt hærri en opinberar tölur gefa til kynna, um það bil 5.000 til 20.000 manns. „Covid-19 dreifist hér um landið. Svo svarið við spurningunni um hvort það hjálpi eða hægi á faraldrinum að loka landamærunum er nei. Þetta er eins og dropi í vatnsglasi þannig að það getur ekki verið ástæða þess að ríkisstjórnin gerir þetta,“ segir Simonsen. Farbann af þessu tagi hefði mögulega getað hjálpað á fyrri stigum faraldursins þegar veiran var ekki orðin svo útbreidd, að mati Jens Lundgren frá Kaupmannahafnarháskóla. Danmörk sé hins vegar nú það land sem er með eitt hæsta hlutfall smitaðra í heiminum. Norðmenn hafa einnig gripið til umfangsmikilla ferðatakmarkana vegna faraldursins en Svíar ekki. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagðist telja að farbannið í Danmörku sé „algerlega tilgangslaust“ við Aftonbladet á föstudag. Bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum frá Evrópu tók gildi á aðfaranótt laugardags. Nokkur ríki tilkynntu um strangar ferðatakmarkanir í gær, þar á meðal Frakkland og Spánn þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, var spurður út í hvort að íslensk yfirvöld hefðu íhugað ferðabann eins og Danir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Hann sagði að afstaða yfirvalda til þess hefði ekki breyst. Hvorki hann né Alma Möller, landlæknir, vildu dæma viðbrögð ríkja sem hefðu gripið til þess að loka landamærum sínum. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53 Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. Farbann danskra stjórnvalda tók gildi á hádegi í gær. Þá var landamærunum lokað fyrir þeim sem ekki höfðu gilda ástæðu til að koma til landsins. Danskir ríkisborgarar og þeir sem vinna eða búa í Danmörku voru undanskildir banninu. Danska blaðið Politiken segir ekki ljóst að ráðum hvers ríkisstjórnin ákvað að grípa til farbanns. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, vísaði til þess að ferðalög til Danmerkur gæti aukið líkur á áframhaldandi smitum í landinu og grafið undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og yfirvalda til að hefta útbreiðsluna. Else Smith, fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Danmerkur, er á meðal þeirra sem telja að farbannið sé marklaust. „Ég hef aldrei talið að það gæti hjálpað eftir að smitið hefur borist hingað. Það er erfitt að skilja svo ofsafengin viðbrögð,“ segir Smith um farbannið. Landamæri Danmerkur verða að miklu leyti lokuð til 13. apríl.Vísir/EPA Smitaðir gætu verið 5-20 sinnum fleiri en opinberar tölur segja Þannig séu líklega mun fleiri smitaðir í Danmörku en opinberar tölur segja til um. Aðeins séu tekin sýni úr þeim allra veikustu. Lone Simonsen, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Hróarskeldu, telur að raunverulegur fjöldi smitaðra sé á bilinu fimm- til tuttugufalt hærri en opinberar tölur gefa til kynna, um það bil 5.000 til 20.000 manns. „Covid-19 dreifist hér um landið. Svo svarið við spurningunni um hvort það hjálpi eða hægi á faraldrinum að loka landamærunum er nei. Þetta er eins og dropi í vatnsglasi þannig að það getur ekki verið ástæða þess að ríkisstjórnin gerir þetta,“ segir Simonsen. Farbann af þessu tagi hefði mögulega getað hjálpað á fyrri stigum faraldursins þegar veiran var ekki orðin svo útbreidd, að mati Jens Lundgren frá Kaupmannahafnarháskóla. Danmörk sé hins vegar nú það land sem er með eitt hæsta hlutfall smitaðra í heiminum. Norðmenn hafa einnig gripið til umfangsmikilla ferðatakmarkana vegna faraldursins en Svíar ekki. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagðist telja að farbannið í Danmörku sé „algerlega tilgangslaust“ við Aftonbladet á föstudag. Bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum frá Evrópu tók gildi á aðfaranótt laugardags. Nokkur ríki tilkynntu um strangar ferðatakmarkanir í gær, þar á meðal Frakkland og Spánn þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, var spurður út í hvort að íslensk yfirvöld hefðu íhugað ferðabann eins og Danir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Hann sagði að afstaða yfirvalda til þess hefði ekki breyst. Hvorki hann né Alma Möller, landlæknir, vildu dæma viðbrögð ríkja sem hefðu gripið til þess að loka landamærum sínum.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53 Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53
Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent