Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 07:57 Danskir landamæraverðir hafa vísað hundruð manns frá landamærunum að Þýskalandi frá því að ferðabannið tók gildi á hádegi að dönskum tíma í gær. Vísir/EPA Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. Farbann danskra stjórnvalda tók gildi á hádegi í gær. Þá var landamærunum lokað fyrir þeim sem ekki höfðu gilda ástæðu til að koma til landsins. Danskir ríkisborgarar og þeir sem vinna eða búa í Danmörku voru undanskildir banninu. Danska blaðið Politiken segir ekki ljóst að ráðum hvers ríkisstjórnin ákvað að grípa til farbanns. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, vísaði til þess að ferðalög til Danmerkur gæti aukið líkur á áframhaldandi smitum í landinu og grafið undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og yfirvalda til að hefta útbreiðsluna. Else Smith, fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Danmerkur, er á meðal þeirra sem telja að farbannið sé marklaust. „Ég hef aldrei talið að það gæti hjálpað eftir að smitið hefur borist hingað. Það er erfitt að skilja svo ofsafengin viðbrögð,“ segir Smith um farbannið. Landamæri Danmerkur verða að miklu leyti lokuð til 13. apríl.Vísir/EPA Smitaðir gætu verið 5-20 sinnum fleiri en opinberar tölur segja Þannig séu líklega mun fleiri smitaðir í Danmörku en opinberar tölur segja til um. Aðeins séu tekin sýni úr þeim allra veikustu. Lone Simonsen, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Hróarskeldu, telur að raunverulegur fjöldi smitaðra sé á bilinu fimm- til tuttugufalt hærri en opinberar tölur gefa til kynna, um það bil 5.000 til 20.000 manns. „Covid-19 dreifist hér um landið. Svo svarið við spurningunni um hvort það hjálpi eða hægi á faraldrinum að loka landamærunum er nei. Þetta er eins og dropi í vatnsglasi þannig að það getur ekki verið ástæða þess að ríkisstjórnin gerir þetta,“ segir Simonsen. Farbann af þessu tagi hefði mögulega getað hjálpað á fyrri stigum faraldursins þegar veiran var ekki orðin svo útbreidd, að mati Jens Lundgren frá Kaupmannahafnarháskóla. Danmörk sé hins vegar nú það land sem er með eitt hæsta hlutfall smitaðra í heiminum. Norðmenn hafa einnig gripið til umfangsmikilla ferðatakmarkana vegna faraldursins en Svíar ekki. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagðist telja að farbannið í Danmörku sé „algerlega tilgangslaust“ við Aftonbladet á föstudag. Bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum frá Evrópu tók gildi á aðfaranótt laugardags. Nokkur ríki tilkynntu um strangar ferðatakmarkanir í gær, þar á meðal Frakkland og Spánn þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, var spurður út í hvort að íslensk yfirvöld hefðu íhugað ferðabann eins og Danir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Hann sagði að afstaða yfirvalda til þess hefði ekki breyst. Hvorki hann né Alma Möller, landlæknir, vildu dæma viðbrögð ríkja sem hefðu gripið til þess að loka landamærum sínum. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53 Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. Farbann danskra stjórnvalda tók gildi á hádegi í gær. Þá var landamærunum lokað fyrir þeim sem ekki höfðu gilda ástæðu til að koma til landsins. Danskir ríkisborgarar og þeir sem vinna eða búa í Danmörku voru undanskildir banninu. Danska blaðið Politiken segir ekki ljóst að ráðum hvers ríkisstjórnin ákvað að grípa til farbanns. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, vísaði til þess að ferðalög til Danmerkur gæti aukið líkur á áframhaldandi smitum í landinu og grafið undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og yfirvalda til að hefta útbreiðsluna. Else Smith, fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Danmerkur, er á meðal þeirra sem telja að farbannið sé marklaust. „Ég hef aldrei talið að það gæti hjálpað eftir að smitið hefur borist hingað. Það er erfitt að skilja svo ofsafengin viðbrögð,“ segir Smith um farbannið. Landamæri Danmerkur verða að miklu leyti lokuð til 13. apríl.Vísir/EPA Smitaðir gætu verið 5-20 sinnum fleiri en opinberar tölur segja Þannig séu líklega mun fleiri smitaðir í Danmörku en opinberar tölur segja til um. Aðeins séu tekin sýni úr þeim allra veikustu. Lone Simonsen, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Hróarskeldu, telur að raunverulegur fjöldi smitaðra sé á bilinu fimm- til tuttugufalt hærri en opinberar tölur gefa til kynna, um það bil 5.000 til 20.000 manns. „Covid-19 dreifist hér um landið. Svo svarið við spurningunni um hvort það hjálpi eða hægi á faraldrinum að loka landamærunum er nei. Þetta er eins og dropi í vatnsglasi þannig að það getur ekki verið ástæða þess að ríkisstjórnin gerir þetta,“ segir Simonsen. Farbann af þessu tagi hefði mögulega getað hjálpað á fyrri stigum faraldursins þegar veiran var ekki orðin svo útbreidd, að mati Jens Lundgren frá Kaupmannahafnarháskóla. Danmörk sé hins vegar nú það land sem er með eitt hæsta hlutfall smitaðra í heiminum. Norðmenn hafa einnig gripið til umfangsmikilla ferðatakmarkana vegna faraldursins en Svíar ekki. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagðist telja að farbannið í Danmörku sé „algerlega tilgangslaust“ við Aftonbladet á föstudag. Bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum frá Evrópu tók gildi á aðfaranótt laugardags. Nokkur ríki tilkynntu um strangar ferðatakmarkanir í gær, þar á meðal Frakkland og Spánn þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, var spurður út í hvort að íslensk yfirvöld hefðu íhugað ferðabann eins og Danir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Hann sagði að afstaða yfirvalda til þess hefði ekki breyst. Hvorki hann né Alma Möller, landlæknir, vildu dæma viðbrögð ríkja sem hefðu gripið til þess að loka landamærum sínum.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53 Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53
Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21