Ísland gæti verið á leið á rauða lista nokkurra Evrópuþjóða Andri Eysteinsson skrifar 4. ágúst 2020 21:15 Fjölgun smita hefur aukið líkurnar á að skorður verði settar í ferðir Íslendinga til ýmissa ríkja. Vísir/Vilhelm Tilfellum kórónuveirunnar hér á landi hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum og er heildarfjöldi þeirra sem nú sæta einangrun 83. Vegna þessarar fjölgunar smita hér á landi eiga Íslendingar á hættu á að lenda á rauðum lista nokkurra þjóða vegna kórónuveirunnar. Ýmist er ferðalöngum sem ferðast frá landi á rauða listanum skylt að sæta sóttkví við komuna til landsins eða jafnvel fá þeir ekki inngöngu. Mörg ríki miða við 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa landsins. Hér á landi er nýgengi innanlandssmita 18,5 en þessi tölfræði hefur verið aðgengileg á Covid.is um nokkurn tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu hafa haldið utan um nýgengni smita í ríkjum heims og fengu íslensk stjórnvöld tölfræði stofnananna nýlega breytt þar sem talin voru með smit þar sem mótefni höfðu greinst á landamærunum. Höfðu Eystrasaltsríkin Eistland og Lettland þá sett Ísland á lista yfir þjóðir hvers borgarar þyrftu að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. Vel var tekið í beiðni yfirvalda og voru tölurnar uppfærðar. Nú eftir hraða fjölgun smita stefnir hins vegar í sömu stöðu í ríkjunum og víðar. Til að mynda má búast við því að Íslendingar muni aftur þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands enda miða þjóðirnar lista sína við 16 smit á síðustu tveimur vikum á hverja 100.000 íbúa. Þá er einnig útlit fyrir að Íslendingar detti af grænum lista Norðmanna sem miða við 20 smit. Verdens Gang í Noregi greinir þó frá því að smitin verði fleiri en 20 sé ekki útséð með að ríki fari yfir á rauða listann. Yfirvöld í Noregi biðu með slíka ákvörðun sem sneri að Belgum í heila viku á meðan fylgst var gaumgæfilega með stöðunni þar í landi. VG greinir þá frá því að listarnir verði uppfærðir í lok vikunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Tilfellum kórónuveirunnar hér á landi hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum og er heildarfjöldi þeirra sem nú sæta einangrun 83. Vegna þessarar fjölgunar smita hér á landi eiga Íslendingar á hættu á að lenda á rauðum lista nokkurra þjóða vegna kórónuveirunnar. Ýmist er ferðalöngum sem ferðast frá landi á rauða listanum skylt að sæta sóttkví við komuna til landsins eða jafnvel fá þeir ekki inngöngu. Mörg ríki miða við 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa landsins. Hér á landi er nýgengi innanlandssmita 18,5 en þessi tölfræði hefur verið aðgengileg á Covid.is um nokkurn tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu hafa haldið utan um nýgengni smita í ríkjum heims og fengu íslensk stjórnvöld tölfræði stofnananna nýlega breytt þar sem talin voru með smit þar sem mótefni höfðu greinst á landamærunum. Höfðu Eystrasaltsríkin Eistland og Lettland þá sett Ísland á lista yfir þjóðir hvers borgarar þyrftu að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. Vel var tekið í beiðni yfirvalda og voru tölurnar uppfærðar. Nú eftir hraða fjölgun smita stefnir hins vegar í sömu stöðu í ríkjunum og víðar. Til að mynda má búast við því að Íslendingar muni aftur þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands enda miða þjóðirnar lista sína við 16 smit á síðustu tveimur vikum á hverja 100.000 íbúa. Þá er einnig útlit fyrir að Íslendingar detti af grænum lista Norðmanna sem miða við 20 smit. Verdens Gang í Noregi greinir þó frá því að smitin verði fleiri en 20 sé ekki útséð með að ríki fari yfir á rauða listann. Yfirvöld í Noregi biðu með slíka ákvörðun sem sneri að Belgum í heila viku á meðan fylgst var gaumgæfilega með stöðunni þar í landi. VG greinir þá frá því að listarnir verði uppfærðir í lok vikunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira