Ísland gæti verið á leið á rauða lista nokkurra Evrópuþjóða Andri Eysteinsson skrifar 4. ágúst 2020 21:15 Fjölgun smita hefur aukið líkurnar á að skorður verði settar í ferðir Íslendinga til ýmissa ríkja. Vísir/Vilhelm Tilfellum kórónuveirunnar hér á landi hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum og er heildarfjöldi þeirra sem nú sæta einangrun 83. Vegna þessarar fjölgunar smita hér á landi eiga Íslendingar á hættu á að lenda á rauðum lista nokkurra þjóða vegna kórónuveirunnar. Ýmist er ferðalöngum sem ferðast frá landi á rauða listanum skylt að sæta sóttkví við komuna til landsins eða jafnvel fá þeir ekki inngöngu. Mörg ríki miða við 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa landsins. Hér á landi er nýgengi innanlandssmita 18,5 en þessi tölfræði hefur verið aðgengileg á Covid.is um nokkurn tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu hafa haldið utan um nýgengni smita í ríkjum heims og fengu íslensk stjórnvöld tölfræði stofnananna nýlega breytt þar sem talin voru með smit þar sem mótefni höfðu greinst á landamærunum. Höfðu Eystrasaltsríkin Eistland og Lettland þá sett Ísland á lista yfir þjóðir hvers borgarar þyrftu að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. Vel var tekið í beiðni yfirvalda og voru tölurnar uppfærðar. Nú eftir hraða fjölgun smita stefnir hins vegar í sömu stöðu í ríkjunum og víðar. Til að mynda má búast við því að Íslendingar muni aftur þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands enda miða þjóðirnar lista sína við 16 smit á síðustu tveimur vikum á hverja 100.000 íbúa. Þá er einnig útlit fyrir að Íslendingar detti af grænum lista Norðmanna sem miða við 20 smit. Verdens Gang í Noregi greinir þó frá því að smitin verði fleiri en 20 sé ekki útséð með að ríki fari yfir á rauða listann. Yfirvöld í Noregi biðu með slíka ákvörðun sem sneri að Belgum í heila viku á meðan fylgst var gaumgæfilega með stöðunni þar í landi. VG greinir þá frá því að listarnir verði uppfærðir í lok vikunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Tilfellum kórónuveirunnar hér á landi hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum og er heildarfjöldi þeirra sem nú sæta einangrun 83. Vegna þessarar fjölgunar smita hér á landi eiga Íslendingar á hættu á að lenda á rauðum lista nokkurra þjóða vegna kórónuveirunnar. Ýmist er ferðalöngum sem ferðast frá landi á rauða listanum skylt að sæta sóttkví við komuna til landsins eða jafnvel fá þeir ekki inngöngu. Mörg ríki miða við 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa landsins. Hér á landi er nýgengi innanlandssmita 18,5 en þessi tölfræði hefur verið aðgengileg á Covid.is um nokkurn tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu hafa haldið utan um nýgengni smita í ríkjum heims og fengu íslensk stjórnvöld tölfræði stofnananna nýlega breytt þar sem talin voru með smit þar sem mótefni höfðu greinst á landamærunum. Höfðu Eystrasaltsríkin Eistland og Lettland þá sett Ísland á lista yfir þjóðir hvers borgarar þyrftu að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. Vel var tekið í beiðni yfirvalda og voru tölurnar uppfærðar. Nú eftir hraða fjölgun smita stefnir hins vegar í sömu stöðu í ríkjunum og víðar. Til að mynda má búast við því að Íslendingar muni aftur þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands enda miða þjóðirnar lista sína við 16 smit á síðustu tveimur vikum á hverja 100.000 íbúa. Þá er einnig útlit fyrir að Íslendingar detti af grænum lista Norðmanna sem miða við 20 smit. Verdens Gang í Noregi greinir þó frá því að smitin verði fleiri en 20 sé ekki útséð með að ríki fari yfir á rauða listann. Yfirvöld í Noregi biðu með slíka ákvörðun sem sneri að Belgum í heila viku á meðan fylgst var gaumgæfilega með stöðunni þar í landi. VG greinir þá frá því að listarnir verði uppfærðir í lok vikunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira