Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir skrifar 7. ágúst 2020 12:37 Páll Guðmundsson hefur að sögn Skessuhorns sótt um leyfi til að rífa legsteinaskálann sem honum hefur verið gert að fjarlægja. Það er skiljanlegt að Páll sé orðinn þreyttur á því að standa í stjórnsýslu- og dómsmálum en þess væri óskandi að hann reyndi frekar að flytja húsið en að rífa það. Afglapaskrá Borgarbyggðar í málinu er nefnilega löng og skrautleg og gefur Páli fullt tilefni til að leita réttar síns gagnvart sveitarfélaginu. Það er vel mögulegt að hann eigi bótarétt vegna hluta tjónsins en hann getur fyrirgert þeim rétti ef hann lætur undir höfuð leggjast að takmarka það. Það væri efni í heilan pistlaflokk að gera almennilega grein fyrir afglöpum Borgarbyggðar í skipulagsmálum því það eru fleiri en aðilar Húsafellsmálsins sem telja á sér brotið, en hér er stutt samantekt um það stjórnsýslufúsk og mistök sem gerð voru í tengslum við legsteinasafnið. Þegar málið er skoðað í heild vaknar sú spurning hvort leyndarhyggja hafi átt þátt í því að svo mörg mistök voru gerð. Helstu brot Borgarbyggðar í málinu eru eftirfarandi: Grenndarkynning vanrækt Deiliskipulag sem fer í bága við aðalskipulag samþykkt Deiliskipulag auglýst með röngu nafni og landnúmeri Gamli bær nefndur umsagnaraðili í upplýsingum til Skipulagsstofnunar þótt eigandi hefði ekki fengið að tjá sig Sveitarstjórn synjar kröfu um að byggingin verði flutt, án þess að hafa valdheimild til að taka þá ákvörðun Ofangreind atriði eru dæmi um lögbrot en að auki er framganga sveitarfélagsins í málinu í meira lagi vafasöm að öðru leyti. Svo nokkur dæmi séu nefnd: Deiliskipulag (sem reyndist ógilt vegna mistaka Borgarbyggðar) var aðeins auglýst á vettvangi þar sem ólíklegt var að Sæmundur Ásgeirsson, nágranni Páls Guðmundssonar, yrði var við það Fundargerðir sem varða málið voru ekki birtar á vef sveitarfélagsins fyrr en löngu eftir að fundir fóru fram Maki hönnuðar sem gekk þannig frá deiliskipulaginu að það reyndist ógilt var látinn stjórna útgáfu nýs og ógilds byggingarleyfis Þáverandi sveitarstjóri lýsti því yfir í fjölmiðum, áður en grenndarkynning fór fram, að nýtt byggingarleyfi yrði gefið út Sveitarstjórn krafðist þess að Sæmundur bæri kostnað af málsókn gegn sveitarfélaginu, sem var í órétti Skipulagsstjóri ætlaði að lauma inn nýju byggingarleyfi með því að kalla legsteinaskálann "geymslu" Sæmundur sniðgenginn en samt nefndur umsagnaraðili Fyrstu mistökin í málinu voru þau að Borgarbyggð vanrækti skyldu sína til grenndarkynningar eftir að sótt hafði verið um leyfi fyrir byggingu legsteinaskálans. Í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga er kveðið á um grenndarkynningu vegna deiliskipulags í tilvikum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Þetta lagaákvæði var hundsað og Sæmundur Ásgeirsson, sem á beinna og verulegra hagsmuna að gæta, fékk því ekki tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að. Ef rétt hefði verið staðið að kynningu hefði þeim mistökum sem gerð voru í framhaldinu verið afstýrt. Borgarbyggð lét síðan gera deiliskipulag fyrir svæðið án þess að breyta fyrst aðalskipulaginu. Þetta var óheimilt því fyrirhuguð starfsemi að Bæjargili fellur ekki að aðalskipulaginu. Þessi mistök viðurkennir sveitarstjóri Borgarbyggðar í samtali við Ríkisútvarpið í gær, þann 6. ágúst. Nýtt deiliskipulag var eingöngu auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Það er ekki lögbrot en hvernig stendur á því að nýtt deiliskipulag var ekki birt á vettvangi þar sem ætla má að hagsmunaaðilar sjái það? Varla reiknar sveitarstjórn með því að B-deild Stjórnartíðinda sé helsta lesning landeigenda með morgunkaffinu? Þótt ekki sé um lögbrot að ræða hefði birting í Skessuhorni eða á vef sveitarfélagsins sennilega afstýrt þeim vandræðum sem hlutust af fyrstu mistökunum, þ.e. vanrækslu á grenndarkynningu. Sveitarfélagið hefði þannig getað takmarkað skaðann, með meira gagnsæi. Þótt deiliskipulagið væri auglýst án þess að Sæmundur fengi neitt um það að segja, var hann samt sem áður ranglega talinn með umsagnaraðilum á teikningu af deiliskipulagi sem Skipulagsstofnun var afhent. (Þetta má sjá á fylgiskjali með tölvupósti sem hönnuður sendi starfsmanni sveitarfélagsins þann 4. desember 2014.) Það er í meira lagi bagalegt að eftirlitsaðili fái rangar upplýsingar um að skylda til að leita umsagna hafi verið uppfyllt. Fundargerðir vegna fyrirhugaðra bygginga á landi Páls Guðmundssonar voru ekki birtar á vef sveitarfélagsins fyrr en ári eftir að deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Tekið skal fram að þótt fundargerðir hafi síðar verið birtar með þeim hætti að ætla mætti að þær hafi verið birtar jafnóðum er sú ekki raunin enda kemur fram í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) frá 23. september 2016 að ekki verði ráðið af gögnum málsins að Sæmundi hafi mátt vera kunnugt um byggingarleyfið vegna legsteinasafnsins fyrr en 26. júlí 2016. Enn og aftur hefði mátt takmarka tjón og vandræði með gagnsærri stjórnsýslu. Þegar hver mistökin á fætur öðrum hafa þær afleiðingar að landeigandi sem á lögvarinna hagsmuna að gæta fær ekki upplýsingar um framkvæmdir sem hafa veruleg áhrif á hagsmuni hans vaknar eðlilega sú spurning hvort öll þessi mistök hafi verið algerlega ómeðvituð. Í besta falli verður þetta að teljast stórkostlegt gáleysi. Það gáleysi hefur nú bitnað enn verr á framkvæmdaraðilanum, Páli Guðmundssyni, sem sveitarstjórn virðist hafa ætlað að sýna samstöðu, en þeim sem beinlínis var brotið gegn, Sæmundi Ásgeirssyni. Maki landslagsarkítekts sem klúðraði deiliskipulaginu stjórnar útgáfu nýs byggingarleyfis Ekki var nóg með að Borgarbyggð vanrækti skyldur sínar gagnvart eiganda Húsafells 1 heldur reyndist deiliskipulagið ógilt frá upphafi. Í auglýsingu um deiliskipulag voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir að Húsafelli 2 og gefið upp landnúmer sem þeirri lóð tilheyrir. Landið heitir hins vegar Bæjargil og hefur allt annað landnúmer og er af annarri stærð en Húsafell 2. Enginn uppdráttur fylgdi auglýsingunni og því eðlilegt að álíta auglýsinguna vera fyrir Húsafell 2, sem er lögheimili Páls Guðmundssonar. Vegna þessara mistaka öðlaðist deiliskipulagið aldrei gildi. Hvernig gerðist þetta? Svarið við því er að finna í tölvupósti sem Ulla R. Pedersen (starfsmaður Landlína sem sáu um hönnun deiliskipulagsins) til Lulu Munk Andersen, starfsmanns Borgarbyggðar, 4. desember 2014. Skeytið er svohljóðandi: Hej igen Jeg ændrede titlen ti Borgarbyggð, Húsafell 2, landnúmer 178452. Deiliskipulag lóðar Páls Guðmundssonar. Hilsen Ulla Starfsmaður sveitarfélagsins virðist ekkert hafa tekið eftir þessum mistökum því deiliskipulagið var auglýst með þessum villum. Deiliskipulagið, sem seinna var dæmt ógilt, var sent sem fylgiskjal með þessum pósti. Þar sést að Gistiheimilið Gamli bær er sagður umsagnaraðili ásamt fleirum. Aldrei var talað við eiganda hans. Lulu Munk Andersen sendi þó öllum öðrum umsagnaraðilum gögn með beiðni um umsögn. Hversvegna var gengið fram hjá einmitt þeim umsagnaraðila sem mestra hagsmuna átti að gæta? Í stað þess að stöðva framkvæmdir þegar málið var kært í júlí 2016 var nýtt byggingarleyfi gefið út. (Þá hafði ÚUA ógilt fyrsta byggingarleyfið.) Svo óheppilega vill til að maki Ullu Pedersen, sem breytti nafni og landnúmeri í titli deiliskipulagins, er Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri Skipulagssviðs Borgarbyggðar. Ragnar Frank stýrði vinnu við útgáfu nýs byggingarleyfis sem gefið var út á grundvelli hins ógilda deiliskipulags. Þótt tengsl þeirra valdi ekki vanhæfi Ragnars að mati ÚUA verður að telja þetta einstaklega óheppilegt og enn verra en ella í ljósi þess vantrausts og tortryggni sem sveitaryfirvöld höfðu þá þegar bakað sér með framgöngu sinni í málinu. Framkoma sveitaryfirvalda í málinu Fyrir utan langa röð mistaka og stjórnsýsluóreiðu hefur framkoma Borgarbyggðar í þessu máli verið með ólíkindum. Ég læt nægja að nefna tvö dæmi af mörgum: Í febrúar 2019 hafnaði sveitarstjórn Borgarbyggðar kröfu Sæmundar um að húsið undir legsteinasafnið yrði flutt af lóð Bæjargils. Sú ákvörðun er ekki á valdsviði sveitarstjórnar heldur byggingarfulltrúa. Engu að síður var synjunin sett fram í nafni sveitarstjórnar. Sæmundur stefndi sveitarfélaginu og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Eftir að málið var höfðað felldi sveitarfélagið fyrri ákvörðun úr gildi og lét byggingarfulltrúann taka ákvörðun og varð ákvörðun byggingarfulltrúans nákvæmlega sama efnis. Þar sem ákvörðunin var ekki lengur sveitarstjórnarinnar heldur byggingarfulltrúans var rangt stjórnvald nú fyrir dómstólum (vegna stjórnsýsluklúðurs sveitarfélagsins) og ekki annar kostur í stöðunni fyrir Sæmund en að fella málið niður. Þeim sem ekki þekkja vel til mála kann að þykja eðlilegt að túlka ákvörðun sveitarfélagsins um afturköllun synjunarinnar sem viðurkenningu á mistökum. Iðrunin risti þó ekki dýpra en svo að lögmaður Borgarbyggðar krafðist þess að Sæmundur greiddi lögmannskostnað Borgarbyggðar. Sú lagagrein sem sveitarfélagið reisti þessa ósmekklegu kröfu sína á er venjulega notuð þegar stefnandi ber ábyrgð á tilhæfulausri málsókn eða fellir málið niður vegna eigin hagsmuna. Það kemur lítt á óvart að dómari úrskurðaði að Borgarbyggð skyldi greiða Sæmundi málskostnað enda hefði sveitarstjórn sjálf litið svo á að um gilda ákvörðun væri að ræða. (Sjá úrskurð Héraðsdóms Vesturlands 16. okt 2019 í máli E-5/2019.) Annað dæmi: Þann 10. desember 2018 segir þáverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar í blaðaviðtali að úrskurður um ógildingu byggingarleyfisins hafi ekki önnur áhrif en þau að nýtt byggingarleyfi sem stenst kröfur verði gefið út. Þarna lýsir sveitarstjóri því í reynd yfir að búið sé að taka ákvörðun þótt engin grenndarkynning hafi farið fram og ljóst að eigandi Húsafells 1 sé alfarið mótfallinn fyrirhugaðri staðsetningu safnsins. Sveitarstjóri getur varla gengið mikið lengra fram í því opinberlega að lýsa fyrirlitningu á markmiði grenndarkynningar og þar með hagsmunum tiltekins íbúa, sem ítrekað hefur verið brotið á. Hverra erinda ganga yfirvöld Borgarbyggðar? Þegar gögn málsins eru skoðuð í samhengi virðist sem sveitaryfirvöld hafi frá upphafi lagt sig fram um að greiða fyrir uppbyggingu ferðamannaiðnaðar í landi Bæjargils án lögbundins tillits til hagsmuna næsta nágranna. Viðbrögð þeirra við ógildingu deiliskipulags taka svo af allan vafa. Þann 11. júní 2020 var ákveðið á sveitarstjórnarfundi að breyta aðalskipulagi fyrir svæðið. (Sjá 16. og 17. gr. fundargerðar.) Sviðsstjóri skipulagssviðs, Ragnar Frank, gaf í framhaldinu út auglýsingu. Athygli vekur að samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar var ákveðið að málsmeðferð aðalskipulags yrði hagað samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og er það í samræmi við tillögu Skipulags- og byggingarnefndar. Þrítugasta greinin á eingöngu við um aðalskipulag. Engu að síður er í auglýsingunni vísað bæði til 30. og 40. gr. skipulagslaga en 40. greinin á við um deiliskipulag. Verkefnalýsingin, samkvæmt auglýsingunni, er í samræmi við þær breytingar sem hið ógilda deiliskipulag hljóðar upp á. Þarna er aðalskipulagsbreyting semsagt unnin á grundvelli deiliskipulags en ekki öfugt. Það er ekki ólöglegt að vinna aðalskipulag á þennan hátt en ef deiliskipulag er unnið samhliða þarf að taka það fram í auglýsingu og sveitarstjórn þarf að hafa gefið heimild til þess. Óljóst er hver tók þá ákvörðun að vinna aðalskipulag á grundvelli deiliskipulags en vilji skipulagstjóra og/eða sveitarstjórnar til að mæta væntingum þeirra sem vilja laða ferðamenn að Húsafellstorfunni virðist augljós. Ein af vísbendingunum er sú að ekki er nóg með að reynt hafi verið lauma deiliskipulaginu í gegn á þennan hátt heldur hefur skipulagsstjórinn tekið virkan þátt í þeim leikaraskap að fá byggingarleyfi samþykkt með því að skilgreina legsteinasafnið sem geymslu enda þótt bílastæðafjöldi samkvæmt skipulaginu bendi til alllt annarra áforma. Með góðum vilja er hægt að trúa því að léleg skjalastjórnun, vankunnátta og hirðuleysi hafi valdið því að ógilt deiliskipulag var gefið út fyrir land Bæjargils, án þess að nágranninn væri spurður álits. Ef maður gerir ráð fyrir ævintýralegri vanhæfni í stjórnsýslu Borgarbyggðar er jafnvel hægt að skrifa langa röð annarra mistaka og óheppilegra ákvarðana á stórfellt gáleysi. En þegar fullyrðingar skipulagsstjóra um að safn sem augljóslega á að laða að ferðamenn sé aðeins geymsla bætast við afglapaskrána er sú skýring nærtækust að ætlunin hafi verið sú að hleypa peningaöflum bakdyramegin inn á svæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Borgarbyggð Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Páll Guðmundsson hefur að sögn Skessuhorns sótt um leyfi til að rífa legsteinaskálann sem honum hefur verið gert að fjarlægja. Það er skiljanlegt að Páll sé orðinn þreyttur á því að standa í stjórnsýslu- og dómsmálum en þess væri óskandi að hann reyndi frekar að flytja húsið en að rífa það. Afglapaskrá Borgarbyggðar í málinu er nefnilega löng og skrautleg og gefur Páli fullt tilefni til að leita réttar síns gagnvart sveitarfélaginu. Það er vel mögulegt að hann eigi bótarétt vegna hluta tjónsins en hann getur fyrirgert þeim rétti ef hann lætur undir höfuð leggjast að takmarka það. Það væri efni í heilan pistlaflokk að gera almennilega grein fyrir afglöpum Borgarbyggðar í skipulagsmálum því það eru fleiri en aðilar Húsafellsmálsins sem telja á sér brotið, en hér er stutt samantekt um það stjórnsýslufúsk og mistök sem gerð voru í tengslum við legsteinasafnið. Þegar málið er skoðað í heild vaknar sú spurning hvort leyndarhyggja hafi átt þátt í því að svo mörg mistök voru gerð. Helstu brot Borgarbyggðar í málinu eru eftirfarandi: Grenndarkynning vanrækt Deiliskipulag sem fer í bága við aðalskipulag samþykkt Deiliskipulag auglýst með röngu nafni og landnúmeri Gamli bær nefndur umsagnaraðili í upplýsingum til Skipulagsstofnunar þótt eigandi hefði ekki fengið að tjá sig Sveitarstjórn synjar kröfu um að byggingin verði flutt, án þess að hafa valdheimild til að taka þá ákvörðun Ofangreind atriði eru dæmi um lögbrot en að auki er framganga sveitarfélagsins í málinu í meira lagi vafasöm að öðru leyti. Svo nokkur dæmi séu nefnd: Deiliskipulag (sem reyndist ógilt vegna mistaka Borgarbyggðar) var aðeins auglýst á vettvangi þar sem ólíklegt var að Sæmundur Ásgeirsson, nágranni Páls Guðmundssonar, yrði var við það Fundargerðir sem varða málið voru ekki birtar á vef sveitarfélagsins fyrr en löngu eftir að fundir fóru fram Maki hönnuðar sem gekk þannig frá deiliskipulaginu að það reyndist ógilt var látinn stjórna útgáfu nýs og ógilds byggingarleyfis Þáverandi sveitarstjóri lýsti því yfir í fjölmiðum, áður en grenndarkynning fór fram, að nýtt byggingarleyfi yrði gefið út Sveitarstjórn krafðist þess að Sæmundur bæri kostnað af málsókn gegn sveitarfélaginu, sem var í órétti Skipulagsstjóri ætlaði að lauma inn nýju byggingarleyfi með því að kalla legsteinaskálann "geymslu" Sæmundur sniðgenginn en samt nefndur umsagnaraðili Fyrstu mistökin í málinu voru þau að Borgarbyggð vanrækti skyldu sína til grenndarkynningar eftir að sótt hafði verið um leyfi fyrir byggingu legsteinaskálans. Í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga er kveðið á um grenndarkynningu vegna deiliskipulags í tilvikum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Þetta lagaákvæði var hundsað og Sæmundur Ásgeirsson, sem á beinna og verulegra hagsmuna að gæta, fékk því ekki tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að. Ef rétt hefði verið staðið að kynningu hefði þeim mistökum sem gerð voru í framhaldinu verið afstýrt. Borgarbyggð lét síðan gera deiliskipulag fyrir svæðið án þess að breyta fyrst aðalskipulaginu. Þetta var óheimilt því fyrirhuguð starfsemi að Bæjargili fellur ekki að aðalskipulaginu. Þessi mistök viðurkennir sveitarstjóri Borgarbyggðar í samtali við Ríkisútvarpið í gær, þann 6. ágúst. Nýtt deiliskipulag var eingöngu auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Það er ekki lögbrot en hvernig stendur á því að nýtt deiliskipulag var ekki birt á vettvangi þar sem ætla má að hagsmunaaðilar sjái það? Varla reiknar sveitarstjórn með því að B-deild Stjórnartíðinda sé helsta lesning landeigenda með morgunkaffinu? Þótt ekki sé um lögbrot að ræða hefði birting í Skessuhorni eða á vef sveitarfélagsins sennilega afstýrt þeim vandræðum sem hlutust af fyrstu mistökunum, þ.e. vanrækslu á grenndarkynningu. Sveitarfélagið hefði þannig getað takmarkað skaðann, með meira gagnsæi. Þótt deiliskipulagið væri auglýst án þess að Sæmundur fengi neitt um það að segja, var hann samt sem áður ranglega talinn með umsagnaraðilum á teikningu af deiliskipulagi sem Skipulagsstofnun var afhent. (Þetta má sjá á fylgiskjali með tölvupósti sem hönnuður sendi starfsmanni sveitarfélagsins þann 4. desember 2014.) Það er í meira lagi bagalegt að eftirlitsaðili fái rangar upplýsingar um að skylda til að leita umsagna hafi verið uppfyllt. Fundargerðir vegna fyrirhugaðra bygginga á landi Páls Guðmundssonar voru ekki birtar á vef sveitarfélagsins fyrr en ári eftir að deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Tekið skal fram að þótt fundargerðir hafi síðar verið birtar með þeim hætti að ætla mætti að þær hafi verið birtar jafnóðum er sú ekki raunin enda kemur fram í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) frá 23. september 2016 að ekki verði ráðið af gögnum málsins að Sæmundi hafi mátt vera kunnugt um byggingarleyfið vegna legsteinasafnsins fyrr en 26. júlí 2016. Enn og aftur hefði mátt takmarka tjón og vandræði með gagnsærri stjórnsýslu. Þegar hver mistökin á fætur öðrum hafa þær afleiðingar að landeigandi sem á lögvarinna hagsmuna að gæta fær ekki upplýsingar um framkvæmdir sem hafa veruleg áhrif á hagsmuni hans vaknar eðlilega sú spurning hvort öll þessi mistök hafi verið algerlega ómeðvituð. Í besta falli verður þetta að teljast stórkostlegt gáleysi. Það gáleysi hefur nú bitnað enn verr á framkvæmdaraðilanum, Páli Guðmundssyni, sem sveitarstjórn virðist hafa ætlað að sýna samstöðu, en þeim sem beinlínis var brotið gegn, Sæmundi Ásgeirssyni. Maki landslagsarkítekts sem klúðraði deiliskipulaginu stjórnar útgáfu nýs byggingarleyfis Ekki var nóg með að Borgarbyggð vanrækti skyldur sínar gagnvart eiganda Húsafells 1 heldur reyndist deiliskipulagið ógilt frá upphafi. Í auglýsingu um deiliskipulag voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir að Húsafelli 2 og gefið upp landnúmer sem þeirri lóð tilheyrir. Landið heitir hins vegar Bæjargil og hefur allt annað landnúmer og er af annarri stærð en Húsafell 2. Enginn uppdráttur fylgdi auglýsingunni og því eðlilegt að álíta auglýsinguna vera fyrir Húsafell 2, sem er lögheimili Páls Guðmundssonar. Vegna þessara mistaka öðlaðist deiliskipulagið aldrei gildi. Hvernig gerðist þetta? Svarið við því er að finna í tölvupósti sem Ulla R. Pedersen (starfsmaður Landlína sem sáu um hönnun deiliskipulagsins) til Lulu Munk Andersen, starfsmanns Borgarbyggðar, 4. desember 2014. Skeytið er svohljóðandi: Hej igen Jeg ændrede titlen ti Borgarbyggð, Húsafell 2, landnúmer 178452. Deiliskipulag lóðar Páls Guðmundssonar. Hilsen Ulla Starfsmaður sveitarfélagsins virðist ekkert hafa tekið eftir þessum mistökum því deiliskipulagið var auglýst með þessum villum. Deiliskipulagið, sem seinna var dæmt ógilt, var sent sem fylgiskjal með þessum pósti. Þar sést að Gistiheimilið Gamli bær er sagður umsagnaraðili ásamt fleirum. Aldrei var talað við eiganda hans. Lulu Munk Andersen sendi þó öllum öðrum umsagnaraðilum gögn með beiðni um umsögn. Hversvegna var gengið fram hjá einmitt þeim umsagnaraðila sem mestra hagsmuna átti að gæta? Í stað þess að stöðva framkvæmdir þegar málið var kært í júlí 2016 var nýtt byggingarleyfi gefið út. (Þá hafði ÚUA ógilt fyrsta byggingarleyfið.) Svo óheppilega vill til að maki Ullu Pedersen, sem breytti nafni og landnúmeri í titli deiliskipulagins, er Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri Skipulagssviðs Borgarbyggðar. Ragnar Frank stýrði vinnu við útgáfu nýs byggingarleyfis sem gefið var út á grundvelli hins ógilda deiliskipulags. Þótt tengsl þeirra valdi ekki vanhæfi Ragnars að mati ÚUA verður að telja þetta einstaklega óheppilegt og enn verra en ella í ljósi þess vantrausts og tortryggni sem sveitaryfirvöld höfðu þá þegar bakað sér með framgöngu sinni í málinu. Framkoma sveitaryfirvalda í málinu Fyrir utan langa röð mistaka og stjórnsýsluóreiðu hefur framkoma Borgarbyggðar í þessu máli verið með ólíkindum. Ég læt nægja að nefna tvö dæmi af mörgum: Í febrúar 2019 hafnaði sveitarstjórn Borgarbyggðar kröfu Sæmundar um að húsið undir legsteinasafnið yrði flutt af lóð Bæjargils. Sú ákvörðun er ekki á valdsviði sveitarstjórnar heldur byggingarfulltrúa. Engu að síður var synjunin sett fram í nafni sveitarstjórnar. Sæmundur stefndi sveitarfélaginu og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Eftir að málið var höfðað felldi sveitarfélagið fyrri ákvörðun úr gildi og lét byggingarfulltrúann taka ákvörðun og varð ákvörðun byggingarfulltrúans nákvæmlega sama efnis. Þar sem ákvörðunin var ekki lengur sveitarstjórnarinnar heldur byggingarfulltrúans var rangt stjórnvald nú fyrir dómstólum (vegna stjórnsýsluklúðurs sveitarfélagsins) og ekki annar kostur í stöðunni fyrir Sæmund en að fella málið niður. Þeim sem ekki þekkja vel til mála kann að þykja eðlilegt að túlka ákvörðun sveitarfélagsins um afturköllun synjunarinnar sem viðurkenningu á mistökum. Iðrunin risti þó ekki dýpra en svo að lögmaður Borgarbyggðar krafðist þess að Sæmundur greiddi lögmannskostnað Borgarbyggðar. Sú lagagrein sem sveitarfélagið reisti þessa ósmekklegu kröfu sína á er venjulega notuð þegar stefnandi ber ábyrgð á tilhæfulausri málsókn eða fellir málið niður vegna eigin hagsmuna. Það kemur lítt á óvart að dómari úrskurðaði að Borgarbyggð skyldi greiða Sæmundi málskostnað enda hefði sveitarstjórn sjálf litið svo á að um gilda ákvörðun væri að ræða. (Sjá úrskurð Héraðsdóms Vesturlands 16. okt 2019 í máli E-5/2019.) Annað dæmi: Þann 10. desember 2018 segir þáverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar í blaðaviðtali að úrskurður um ógildingu byggingarleyfisins hafi ekki önnur áhrif en þau að nýtt byggingarleyfi sem stenst kröfur verði gefið út. Þarna lýsir sveitarstjóri því í reynd yfir að búið sé að taka ákvörðun þótt engin grenndarkynning hafi farið fram og ljóst að eigandi Húsafells 1 sé alfarið mótfallinn fyrirhugaðri staðsetningu safnsins. Sveitarstjóri getur varla gengið mikið lengra fram í því opinberlega að lýsa fyrirlitningu á markmiði grenndarkynningar og þar með hagsmunum tiltekins íbúa, sem ítrekað hefur verið brotið á. Hverra erinda ganga yfirvöld Borgarbyggðar? Þegar gögn málsins eru skoðuð í samhengi virðist sem sveitaryfirvöld hafi frá upphafi lagt sig fram um að greiða fyrir uppbyggingu ferðamannaiðnaðar í landi Bæjargils án lögbundins tillits til hagsmuna næsta nágranna. Viðbrögð þeirra við ógildingu deiliskipulags taka svo af allan vafa. Þann 11. júní 2020 var ákveðið á sveitarstjórnarfundi að breyta aðalskipulagi fyrir svæðið. (Sjá 16. og 17. gr. fundargerðar.) Sviðsstjóri skipulagssviðs, Ragnar Frank, gaf í framhaldinu út auglýsingu. Athygli vekur að samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar var ákveðið að málsmeðferð aðalskipulags yrði hagað samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og er það í samræmi við tillögu Skipulags- og byggingarnefndar. Þrítugasta greinin á eingöngu við um aðalskipulag. Engu að síður er í auglýsingunni vísað bæði til 30. og 40. gr. skipulagslaga en 40. greinin á við um deiliskipulag. Verkefnalýsingin, samkvæmt auglýsingunni, er í samræmi við þær breytingar sem hið ógilda deiliskipulag hljóðar upp á. Þarna er aðalskipulagsbreyting semsagt unnin á grundvelli deiliskipulags en ekki öfugt. Það er ekki ólöglegt að vinna aðalskipulag á þennan hátt en ef deiliskipulag er unnið samhliða þarf að taka það fram í auglýsingu og sveitarstjórn þarf að hafa gefið heimild til þess. Óljóst er hver tók þá ákvörðun að vinna aðalskipulag á grundvelli deiliskipulags en vilji skipulagstjóra og/eða sveitarstjórnar til að mæta væntingum þeirra sem vilja laða ferðamenn að Húsafellstorfunni virðist augljós. Ein af vísbendingunum er sú að ekki er nóg með að reynt hafi verið lauma deiliskipulaginu í gegn á þennan hátt heldur hefur skipulagsstjórinn tekið virkan þátt í þeim leikaraskap að fá byggingarleyfi samþykkt með því að skilgreina legsteinasafnið sem geymslu enda þótt bílastæðafjöldi samkvæmt skipulaginu bendi til alllt annarra áforma. Með góðum vilja er hægt að trúa því að léleg skjalastjórnun, vankunnátta og hirðuleysi hafi valdið því að ógilt deiliskipulag var gefið út fyrir land Bæjargils, án þess að nágranninn væri spurður álits. Ef maður gerir ráð fyrir ævintýralegri vanhæfni í stjórnsýslu Borgarbyggðar er jafnvel hægt að skrifa langa röð annarra mistaka og óheppilegra ákvarðana á stórfellt gáleysi. En þegar fullyrðingar skipulagsstjóra um að safn sem augljóslega á að laða að ferðamenn sé aðeins geymsla bætast við afglapaskrána er sú skýring nærtækust að ætlunin hafi verið sú að hleypa peningaöflum bakdyramegin inn á svæðið.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar