Lögreglumenn treystu sér ekki inn á veitingastaði vegna smithættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 9. ágúst 2020 12:32 Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn sem sinntu í gær eftirliti með veitingastöðum, börum og skemmtistöðum, hafi ekki treyst sér inn á suma staði vegna smithættu. Vísir/Jóhann Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk hafa setið eins og í tunnu á sumum stöðum. Íslendingar kannist varla við tveggja metra regluna á þriðja bjór. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og fram á kvöld til að tryggja að reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra fjarlægð sé fylgt eftir. Fimmtán staðir fylgdu ekki reglum svo viðunandi væri. „Við heimsóttum 24 staði, bæði matsölustaði, bari og skemmtistaði. Ástandið var bara þónokkuð slæmt að okkar mati. Það voru að minnsta kosti fimmtán staðir af þessum 24 sem að voru með allt í vitleysu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mikill fjöldi fólks hafi verið inni á stöðunum miðað við stærð þeirra. „Það var engin leið að bjóða upp á tveggja metra regluna. Það er eins og Íslendingar séu bara ekkert að spá í þetta þegar þeir eru komnir í glas.“ Eins og fólk gleymi öllum reglum á þriðja bjór Lögreglumenn treystu sér ekki inn á suma staði vegna smithættu. „Við vorum búin að einsetja okkur að við ætluðum að gefa veitingahúsum séns, ræða við þá og biðja um að fara eftir þessu. Við ætluðum ekki að fara að sekta eða vera með einhver læti. En á sumum stöðum treystum við okkur bara ekki inn og báðum dyravörðinn að fara inn og sækja þann sem stjórnaði, hann kom bara út og talaði við okkur bara upp á smithættu,“ segir Jóhann. Sektir verða ekki gefnar út eftir kvöldið. Ætlunin hafi verið að fara og minna á að sóttvarnareglum yrði fylgt. „En við munum fylgja þessu eftir í kjölfarið með hörku. Við lokuðu tveimur stöðum í gær en það var út af þeir voru með útrunnið rekstrarleyfi.“ Um næstu helgi verði þessu tekið af meiri festu. „Það var talsverð ölvun á stöðunum og það hefur enginn heyrt um þessa tveggja metra reglu þegar fólk er komið á þriðja bjór. Þá gleymirðu þessu öllu,“ segir Jóhann. Þá var vertunum gefinn kostur á að koma hlutunum í lag. „Þeir bara lofuðu að fara að huga að breytingum en þetta náttúrulega snýst um það að þegar þú kemur inn á veitingahús og ert að fara út að borða.“ „Ef þú vilt vera tvo metra frá öllum ókunnugum sem eru í kring um þig, þá á veitingastaðurinn að gefa kost á því að þú getir sest niður og það séu tveir metrar í næsta ókunnuga mann sem er á næsta borði. Á mörgum af þessum veitingastöðum er það bara ekkert í boði. Borðin eru bara uppsett eins og staðurinn má taka. Þessu þarf að breyta,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk hafa setið eins og í tunnu á sumum stöðum. Íslendingar kannist varla við tveggja metra regluna á þriðja bjór. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og fram á kvöld til að tryggja að reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra fjarlægð sé fylgt eftir. Fimmtán staðir fylgdu ekki reglum svo viðunandi væri. „Við heimsóttum 24 staði, bæði matsölustaði, bari og skemmtistaði. Ástandið var bara þónokkuð slæmt að okkar mati. Það voru að minnsta kosti fimmtán staðir af þessum 24 sem að voru með allt í vitleysu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mikill fjöldi fólks hafi verið inni á stöðunum miðað við stærð þeirra. „Það var engin leið að bjóða upp á tveggja metra regluna. Það er eins og Íslendingar séu bara ekkert að spá í þetta þegar þeir eru komnir í glas.“ Eins og fólk gleymi öllum reglum á þriðja bjór Lögreglumenn treystu sér ekki inn á suma staði vegna smithættu. „Við vorum búin að einsetja okkur að við ætluðum að gefa veitingahúsum séns, ræða við þá og biðja um að fara eftir þessu. Við ætluðum ekki að fara að sekta eða vera með einhver læti. En á sumum stöðum treystum við okkur bara ekki inn og báðum dyravörðinn að fara inn og sækja þann sem stjórnaði, hann kom bara út og talaði við okkur bara upp á smithættu,“ segir Jóhann. Sektir verða ekki gefnar út eftir kvöldið. Ætlunin hafi verið að fara og minna á að sóttvarnareglum yrði fylgt. „En við munum fylgja þessu eftir í kjölfarið með hörku. Við lokuðu tveimur stöðum í gær en það var út af þeir voru með útrunnið rekstrarleyfi.“ Um næstu helgi verði þessu tekið af meiri festu. „Það var talsverð ölvun á stöðunum og það hefur enginn heyrt um þessa tveggja metra reglu þegar fólk er komið á þriðja bjór. Þá gleymirðu þessu öllu,“ segir Jóhann. Þá var vertunum gefinn kostur á að koma hlutunum í lag. „Þeir bara lofuðu að fara að huga að breytingum en þetta náttúrulega snýst um það að þegar þú kemur inn á veitingahús og ert að fara út að borða.“ „Ef þú vilt vera tvo metra frá öllum ókunnugum sem eru í kring um þig, þá á veitingastaðurinn að gefa kost á því að þú getir sest niður og það séu tveir metrar í næsta ókunnuga mann sem er á næsta borði. Á mörgum af þessum veitingastöðum er það bara ekkert í boði. Borðin eru bara uppsett eins og staðurinn má taka. Þessu þarf að breyta,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24
Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07
Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent