Innlent

Munu sekta og jafn­vel loka veitinga­stöðum sem virða ekki tilmæli

Atli Ísleifsson skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með í dag byrja að sekta þá veitingastaði þar sem ekki er farið að tilmælum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir. Ljóst sé að lögregla sé nauðbeygð til að herða aðgerðir og ekki sé lengur hægt að höfða einungis til skynsemi veitingamanna og gesta.

Þetta sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á upplýsingafundi almannavarna núna klukkan 14.

Ásgeir Þór sagði lögregluna hafi farið í fjölmargar heimsóknir þar sem veitingamenn hafi skýrt áætlanir sínar hvernig þeir ætla að fara eftir leiðbeiningum. Flestir hafi tekið ábendingum vel, allt of margir hafa gert litlar eða engar ráðstafanir jafnvel þótt þeirra hafi fengið leiðbeiningar og tiltal.

„Útkallsliðið getur ekki verið upptekið í því að mæla tvo metra á milli gesta á samkomustöðum,“ sagði Ásgeir Þór. Lögregla muni nú sekta og jafnvel rýma og láta loka tímabundið þeim stöðum þar sem ekki er farið að tilmælum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir.

Hann sagði að keyrt hafi um þverbak í gærkvöldi í heimsóknum lögreglu, en líkt og greint var frá í morgun að í heimsóknum á fimmtán af 24 stöðum hafi reglum ekki verið fylgt svo að viðunandi væri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×