Skapsmunir Ólafur Hauksson skrifar 12. ágúst 2020 08:00 Það er ekki til vinsælda fallið að gagnrýna Kára Stefánsson. Síst af öllu að atyrða hann fyrir að láta skapsmuni ráða við örlagaríkar ákvarðanir. Enda er Kári vinsæll og veit af því og minnir okkur reglulega á hvað Íslensk erfðagreining hefur varið mörgum milljörðum króna í viðbrögð við kórónuveirunni. En það liggur fyrir að skapið í Kára réð för þegar hann tilkynnti með viku fyrirvara að hann væri hættur þátttöku í landamæraskimun ferðamanna. Hann sagði að honum þætti stjórnvöld sýna sér virðingarleysi, samskiptin væru skringileg og honum liði eins og boðflennu. Hann vildi losna undan því oki að skima og þess vegna væri miklu auðveldara að hætta því á þeim tímapunkti. Nokkrum vikum áður hafði hann móðgast herfilega út í vanþakklæti heilbrigðisráðherra. Var eitthvað að þessum viðbrögðum? Mátti Kári ekki yfirgefa samkunduna þegar búið var að móðga hann nógu mikið? Nei, það mátti hann ekki vegna þess að hann hafði sjálfur boðið í partíið. Þegar ákveðið var að hefja skimun ferðamanna treysti Landspítalinn sér til að skima 500 manns á dag. Kári steig þá fram og bauðst til að annast skimun 2.000 manna á dag á landamærunum. Það var þegið með þökkum. Öll áform ferðamanna til og frá landinu miðuðust við þessi 2.000 manna afköst. Á þeim vikufresti sem Kári gaf áður en hann hætti fór veirufræðideild Landspítalands á yfirsnúning til að taka við skimun á landamærunum. Íslensk erfðagreining aðstoðaði reyndar dyggilega við þann undirbúning. Samt var ljóst að þrátt fyrir góða viðleitni yrðu áætlanir þúsunda ferðamanna í uppnámi, það yrði algjört kaos og strandaglópar á flugvöllum víða um heim. Sú ákvörðun var því tekin af hálfu stjórnvalda að undanþiggja skimun fyrir ferðamenn frá fjórum löndum auk Færeyja og Grænlands. Þannig var hægt að standa við loforð Kára um fjöldann sem hann sagðist ætlað að skima áður en hann lét sig hverfa. Það eru afleiðingarnar af þessu opinbera fýlukasti forstjóra ÍE sem valda því að ég voga mér að stíga á tærnar á hinum vinsæla vísindamanni. Ef hann hefði ekki bakkað út úr verkefninu, þá hefði áfram verið hægt að skima alla ferðamenn til landsins, eins og alltaf stóð til. En þar sem veirufræðideild Landspítalans ræður ekki við allan pakkann, hafa aðeins um 65% ferðamanna verið skimaðir á landamærunum. Um 25 þúsund ferðamenn hafa komið til landsins frá „öruggu löndunum“ án þess að vera skimaðir. Veiran er komin á kreik á nýjan leik með tilheyrandi lamandi áhrifum eins og alþjóð veit. Við vitum ekkert hvort fólk sem kom frá öruggu löndunum hafi verið smitað og smitað út frá sér, þar sem það fór ekki í skimun. Fólk frá mörgum öðrum löndum kom í gegnum þessi öruggu lönd, þar á meðal frá Austur-Evrópu. Við þyrftum ekki að búa við þetta óöryggi ef allir hefðu verið skimaðir eins og til stóð frá fyrsta degi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað að hann telji nauðsynlegt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins. Það gerist varla nema að fækka þeim sem mega koma eða að Íslensk erfðagreining mæti aftur. Kannski finnst einhverjum ósanngjarnt að skammast sé út í hinn skarpgáfaða og skapmikla forstjóra ÍE fyrir að bregðast illa við lélegum samskiptum og vanþakklæti stjórnvalda. Það var samt ekki mjög fullorðins af honum að rjúka í burtu frá landamæraskimuninni, síst af öllu þar sem hann bauð sér sjálfur í það samkvæmi. Með tilboði sínu um að skima 2.000 einstaklinga á dag skapaði hann samstundis væntingar sem höfðu áhrif á innlenda sem erlenda ferðamenn, sem sýndi sig í því að nánast daglega fylltu þeir kvótann. Enginn er að vanmeta þann höfðingsskap sem hinir erlendu eigendur Íslenskrar erfðagreiningar sýna fyrir tilstilli Kára Stefánssonar. Ókeypis skimanir fyrirtækisins eru á heimsmælikvarða og vafalítið hefur það einhverja hagsmuni af söfnun þeirra upplýsinga sem þannig fást. Til lítils væri annars að standa í þessu veseni. Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er ekki til vinsælda fallið að gagnrýna Kára Stefánsson. Síst af öllu að atyrða hann fyrir að láta skapsmuni ráða við örlagaríkar ákvarðanir. Enda er Kári vinsæll og veit af því og minnir okkur reglulega á hvað Íslensk erfðagreining hefur varið mörgum milljörðum króna í viðbrögð við kórónuveirunni. En það liggur fyrir að skapið í Kára réð för þegar hann tilkynnti með viku fyrirvara að hann væri hættur þátttöku í landamæraskimun ferðamanna. Hann sagði að honum þætti stjórnvöld sýna sér virðingarleysi, samskiptin væru skringileg og honum liði eins og boðflennu. Hann vildi losna undan því oki að skima og þess vegna væri miklu auðveldara að hætta því á þeim tímapunkti. Nokkrum vikum áður hafði hann móðgast herfilega út í vanþakklæti heilbrigðisráðherra. Var eitthvað að þessum viðbrögðum? Mátti Kári ekki yfirgefa samkunduna þegar búið var að móðga hann nógu mikið? Nei, það mátti hann ekki vegna þess að hann hafði sjálfur boðið í partíið. Þegar ákveðið var að hefja skimun ferðamanna treysti Landspítalinn sér til að skima 500 manns á dag. Kári steig þá fram og bauðst til að annast skimun 2.000 manna á dag á landamærunum. Það var þegið með þökkum. Öll áform ferðamanna til og frá landinu miðuðust við þessi 2.000 manna afköst. Á þeim vikufresti sem Kári gaf áður en hann hætti fór veirufræðideild Landspítalands á yfirsnúning til að taka við skimun á landamærunum. Íslensk erfðagreining aðstoðaði reyndar dyggilega við þann undirbúning. Samt var ljóst að þrátt fyrir góða viðleitni yrðu áætlanir þúsunda ferðamanna í uppnámi, það yrði algjört kaos og strandaglópar á flugvöllum víða um heim. Sú ákvörðun var því tekin af hálfu stjórnvalda að undanþiggja skimun fyrir ferðamenn frá fjórum löndum auk Færeyja og Grænlands. Þannig var hægt að standa við loforð Kára um fjöldann sem hann sagðist ætlað að skima áður en hann lét sig hverfa. Það eru afleiðingarnar af þessu opinbera fýlukasti forstjóra ÍE sem valda því að ég voga mér að stíga á tærnar á hinum vinsæla vísindamanni. Ef hann hefði ekki bakkað út úr verkefninu, þá hefði áfram verið hægt að skima alla ferðamenn til landsins, eins og alltaf stóð til. En þar sem veirufræðideild Landspítalans ræður ekki við allan pakkann, hafa aðeins um 65% ferðamanna verið skimaðir á landamærunum. Um 25 þúsund ferðamenn hafa komið til landsins frá „öruggu löndunum“ án þess að vera skimaðir. Veiran er komin á kreik á nýjan leik með tilheyrandi lamandi áhrifum eins og alþjóð veit. Við vitum ekkert hvort fólk sem kom frá öruggu löndunum hafi verið smitað og smitað út frá sér, þar sem það fór ekki í skimun. Fólk frá mörgum öðrum löndum kom í gegnum þessi öruggu lönd, þar á meðal frá Austur-Evrópu. Við þyrftum ekki að búa við þetta óöryggi ef allir hefðu verið skimaðir eins og til stóð frá fyrsta degi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað að hann telji nauðsynlegt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins. Það gerist varla nema að fækka þeim sem mega koma eða að Íslensk erfðagreining mæti aftur. Kannski finnst einhverjum ósanngjarnt að skammast sé út í hinn skarpgáfaða og skapmikla forstjóra ÍE fyrir að bregðast illa við lélegum samskiptum og vanþakklæti stjórnvalda. Það var samt ekki mjög fullorðins af honum að rjúka í burtu frá landamæraskimuninni, síst af öllu þar sem hann bauð sér sjálfur í það samkvæmi. Með tilboði sínu um að skima 2.000 einstaklinga á dag skapaði hann samstundis væntingar sem höfðu áhrif á innlenda sem erlenda ferðamenn, sem sýndi sig í því að nánast daglega fylltu þeir kvótann. Enginn er að vanmeta þann höfðingsskap sem hinir erlendu eigendur Íslenskrar erfðagreiningar sýna fyrir tilstilli Kára Stefánssonar. Ókeypis skimanir fyrirtækisins eru á heimsmælikvarða og vafalítið hefur það einhverja hagsmuni af söfnun þeirra upplýsinga sem þannig fást. Til lítils væri annars að standa í þessu veseni. Höfundur er almannatengill.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar