Skapsmunir Ólafur Hauksson skrifar 12. ágúst 2020 08:00 Það er ekki til vinsælda fallið að gagnrýna Kára Stefánsson. Síst af öllu að atyrða hann fyrir að láta skapsmuni ráða við örlagaríkar ákvarðanir. Enda er Kári vinsæll og veit af því og minnir okkur reglulega á hvað Íslensk erfðagreining hefur varið mörgum milljörðum króna í viðbrögð við kórónuveirunni. En það liggur fyrir að skapið í Kára réð för þegar hann tilkynnti með viku fyrirvara að hann væri hættur þátttöku í landamæraskimun ferðamanna. Hann sagði að honum þætti stjórnvöld sýna sér virðingarleysi, samskiptin væru skringileg og honum liði eins og boðflennu. Hann vildi losna undan því oki að skima og þess vegna væri miklu auðveldara að hætta því á þeim tímapunkti. Nokkrum vikum áður hafði hann móðgast herfilega út í vanþakklæti heilbrigðisráðherra. Var eitthvað að þessum viðbrögðum? Mátti Kári ekki yfirgefa samkunduna þegar búið var að móðga hann nógu mikið? Nei, það mátti hann ekki vegna þess að hann hafði sjálfur boðið í partíið. Þegar ákveðið var að hefja skimun ferðamanna treysti Landspítalinn sér til að skima 500 manns á dag. Kári steig þá fram og bauðst til að annast skimun 2.000 manna á dag á landamærunum. Það var þegið með þökkum. Öll áform ferðamanna til og frá landinu miðuðust við þessi 2.000 manna afköst. Á þeim vikufresti sem Kári gaf áður en hann hætti fór veirufræðideild Landspítalands á yfirsnúning til að taka við skimun á landamærunum. Íslensk erfðagreining aðstoðaði reyndar dyggilega við þann undirbúning. Samt var ljóst að þrátt fyrir góða viðleitni yrðu áætlanir þúsunda ferðamanna í uppnámi, það yrði algjört kaos og strandaglópar á flugvöllum víða um heim. Sú ákvörðun var því tekin af hálfu stjórnvalda að undanþiggja skimun fyrir ferðamenn frá fjórum löndum auk Færeyja og Grænlands. Þannig var hægt að standa við loforð Kára um fjöldann sem hann sagðist ætlað að skima áður en hann lét sig hverfa. Það eru afleiðingarnar af þessu opinbera fýlukasti forstjóra ÍE sem valda því að ég voga mér að stíga á tærnar á hinum vinsæla vísindamanni. Ef hann hefði ekki bakkað út úr verkefninu, þá hefði áfram verið hægt að skima alla ferðamenn til landsins, eins og alltaf stóð til. En þar sem veirufræðideild Landspítalans ræður ekki við allan pakkann, hafa aðeins um 65% ferðamanna verið skimaðir á landamærunum. Um 25 þúsund ferðamenn hafa komið til landsins frá „öruggu löndunum“ án þess að vera skimaðir. Veiran er komin á kreik á nýjan leik með tilheyrandi lamandi áhrifum eins og alþjóð veit. Við vitum ekkert hvort fólk sem kom frá öruggu löndunum hafi verið smitað og smitað út frá sér, þar sem það fór ekki í skimun. Fólk frá mörgum öðrum löndum kom í gegnum þessi öruggu lönd, þar á meðal frá Austur-Evrópu. Við þyrftum ekki að búa við þetta óöryggi ef allir hefðu verið skimaðir eins og til stóð frá fyrsta degi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað að hann telji nauðsynlegt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins. Það gerist varla nema að fækka þeim sem mega koma eða að Íslensk erfðagreining mæti aftur. Kannski finnst einhverjum ósanngjarnt að skammast sé út í hinn skarpgáfaða og skapmikla forstjóra ÍE fyrir að bregðast illa við lélegum samskiptum og vanþakklæti stjórnvalda. Það var samt ekki mjög fullorðins af honum að rjúka í burtu frá landamæraskimuninni, síst af öllu þar sem hann bauð sér sjálfur í það samkvæmi. Með tilboði sínu um að skima 2.000 einstaklinga á dag skapaði hann samstundis væntingar sem höfðu áhrif á innlenda sem erlenda ferðamenn, sem sýndi sig í því að nánast daglega fylltu þeir kvótann. Enginn er að vanmeta þann höfðingsskap sem hinir erlendu eigendur Íslenskrar erfðagreiningar sýna fyrir tilstilli Kára Stefánssonar. Ókeypis skimanir fyrirtækisins eru á heimsmælikvarða og vafalítið hefur það einhverja hagsmuni af söfnun þeirra upplýsinga sem þannig fást. Til lítils væri annars að standa í þessu veseni. Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er ekki til vinsælda fallið að gagnrýna Kára Stefánsson. Síst af öllu að atyrða hann fyrir að láta skapsmuni ráða við örlagaríkar ákvarðanir. Enda er Kári vinsæll og veit af því og minnir okkur reglulega á hvað Íslensk erfðagreining hefur varið mörgum milljörðum króna í viðbrögð við kórónuveirunni. En það liggur fyrir að skapið í Kára réð för þegar hann tilkynnti með viku fyrirvara að hann væri hættur þátttöku í landamæraskimun ferðamanna. Hann sagði að honum þætti stjórnvöld sýna sér virðingarleysi, samskiptin væru skringileg og honum liði eins og boðflennu. Hann vildi losna undan því oki að skima og þess vegna væri miklu auðveldara að hætta því á þeim tímapunkti. Nokkrum vikum áður hafði hann móðgast herfilega út í vanþakklæti heilbrigðisráðherra. Var eitthvað að þessum viðbrögðum? Mátti Kári ekki yfirgefa samkunduna þegar búið var að móðga hann nógu mikið? Nei, það mátti hann ekki vegna þess að hann hafði sjálfur boðið í partíið. Þegar ákveðið var að hefja skimun ferðamanna treysti Landspítalinn sér til að skima 500 manns á dag. Kári steig þá fram og bauðst til að annast skimun 2.000 manna á dag á landamærunum. Það var þegið með þökkum. Öll áform ferðamanna til og frá landinu miðuðust við þessi 2.000 manna afköst. Á þeim vikufresti sem Kári gaf áður en hann hætti fór veirufræðideild Landspítalands á yfirsnúning til að taka við skimun á landamærunum. Íslensk erfðagreining aðstoðaði reyndar dyggilega við þann undirbúning. Samt var ljóst að þrátt fyrir góða viðleitni yrðu áætlanir þúsunda ferðamanna í uppnámi, það yrði algjört kaos og strandaglópar á flugvöllum víða um heim. Sú ákvörðun var því tekin af hálfu stjórnvalda að undanþiggja skimun fyrir ferðamenn frá fjórum löndum auk Færeyja og Grænlands. Þannig var hægt að standa við loforð Kára um fjöldann sem hann sagðist ætlað að skima áður en hann lét sig hverfa. Það eru afleiðingarnar af þessu opinbera fýlukasti forstjóra ÍE sem valda því að ég voga mér að stíga á tærnar á hinum vinsæla vísindamanni. Ef hann hefði ekki bakkað út úr verkefninu, þá hefði áfram verið hægt að skima alla ferðamenn til landsins, eins og alltaf stóð til. En þar sem veirufræðideild Landspítalans ræður ekki við allan pakkann, hafa aðeins um 65% ferðamanna verið skimaðir á landamærunum. Um 25 þúsund ferðamenn hafa komið til landsins frá „öruggu löndunum“ án þess að vera skimaðir. Veiran er komin á kreik á nýjan leik með tilheyrandi lamandi áhrifum eins og alþjóð veit. Við vitum ekkert hvort fólk sem kom frá öruggu löndunum hafi verið smitað og smitað út frá sér, þar sem það fór ekki í skimun. Fólk frá mörgum öðrum löndum kom í gegnum þessi öruggu lönd, þar á meðal frá Austur-Evrópu. Við þyrftum ekki að búa við þetta óöryggi ef allir hefðu verið skimaðir eins og til stóð frá fyrsta degi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað að hann telji nauðsynlegt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins. Það gerist varla nema að fækka þeim sem mega koma eða að Íslensk erfðagreining mæti aftur. Kannski finnst einhverjum ósanngjarnt að skammast sé út í hinn skarpgáfaða og skapmikla forstjóra ÍE fyrir að bregðast illa við lélegum samskiptum og vanþakklæti stjórnvalda. Það var samt ekki mjög fullorðins af honum að rjúka í burtu frá landamæraskimuninni, síst af öllu þar sem hann bauð sér sjálfur í það samkvæmi. Með tilboði sínu um að skima 2.000 einstaklinga á dag skapaði hann samstundis væntingar sem höfðu áhrif á innlenda sem erlenda ferðamenn, sem sýndi sig í því að nánast daglega fylltu þeir kvótann. Enginn er að vanmeta þann höfðingsskap sem hinir erlendu eigendur Íslenskrar erfðagreiningar sýna fyrir tilstilli Kára Stefánssonar. Ókeypis skimanir fyrirtækisins eru á heimsmælikvarða og vafalítið hefur það einhverja hagsmuni af söfnun þeirra upplýsinga sem þannig fást. Til lítils væri annars að standa í þessu veseni. Höfundur er almannatengill.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun