Hætta á smiti geti aukist þegar vín er haft um hönd í veisluhöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 19:05 Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara varlega í veislum þar sem áfengi er haft um hönd á meðan smit er á dreifingu í samfélaginu. „Það virðist vera útbreitt smit sem er að skjóta upp kollinum hér og þar og er þar að leiðandi erfiðara að eiga við heldur en ein stök hópsýking,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sökum útbreiðslunnar ráðleggur sóttvarnarlæknir fólki að fara varlega þegar áfengi er haft um hönd í veislum. „Við höfum dæmi um það undanfarið að þar sem fólk passar sig ekki og hefur safnast saman að þar geta komið upp smit. Við vitum það bæði héðan og erlendis að þegar fólk fer að hafa vín um hönd þá gleymir það sér og passar sig ekki. Þá eykst hættan margfalt. Þetta höfum við séð hér og fengið fréttir af þessu erlendis frá. Það er á þeim grunni sem við erum að takmarka opnunartíma vínveitingarstaða,“ segir Þórólfur. Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild LandspítalansVísir/Baldur Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans muni í næstu viku flytja tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar til að auka afkastagetu við greiningu sýna. Dagleg afkastageta veirufræðideildar hefur verið um tvö til þrjú þúsund sýni á dag en með flutningnum til íslenskrar erfðagreiningar verður hún um fimm þúsund sýni á dag. „Við getum ekki kannski haldið áfram gera 2000-3000 sýni vegna þess að hluti af okkar starfsmönnum fer í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. En það væri hægt að auka hana smátt og smátt sé þess óskað. Það mætti þá hugsa sér að heildarafkastageta gæti orðið um 8000 sýni eða meira. Karls segir að Íslensk erfðagreining hafi boðið húsnæði sitt í verkefnið að kostnaðarlausu sem og starfsfólk og segist afar þakklátur fyrir það. Ákveðið öryggi felist í því að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef smit kemur upp, líkt og gerðist í vor. „Það kom upp smit á sýklahluta deildarinnar á Barónsstíg í upphafi faraldurins en það kom utanfrá því við gætum afar vel að öllum sóttvörnum. Þá þurfti stór hluti deildarinnar að fara í sóttkví og því er gott að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef slíkt gerðist aftur,“ segir Karl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara varlega í veislum þar sem áfengi er haft um hönd á meðan smit er á dreifingu í samfélaginu. „Það virðist vera útbreitt smit sem er að skjóta upp kollinum hér og þar og er þar að leiðandi erfiðara að eiga við heldur en ein stök hópsýking,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sökum útbreiðslunnar ráðleggur sóttvarnarlæknir fólki að fara varlega þegar áfengi er haft um hönd í veislum. „Við höfum dæmi um það undanfarið að þar sem fólk passar sig ekki og hefur safnast saman að þar geta komið upp smit. Við vitum það bæði héðan og erlendis að þegar fólk fer að hafa vín um hönd þá gleymir það sér og passar sig ekki. Þá eykst hættan margfalt. Þetta höfum við séð hér og fengið fréttir af þessu erlendis frá. Það er á þeim grunni sem við erum að takmarka opnunartíma vínveitingarstaða,“ segir Þórólfur. Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild LandspítalansVísir/Baldur Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans muni í næstu viku flytja tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar til að auka afkastagetu við greiningu sýna. Dagleg afkastageta veirufræðideildar hefur verið um tvö til þrjú þúsund sýni á dag en með flutningnum til íslenskrar erfðagreiningar verður hún um fimm þúsund sýni á dag. „Við getum ekki kannski haldið áfram gera 2000-3000 sýni vegna þess að hluti af okkar starfsmönnum fer í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. En það væri hægt að auka hana smátt og smátt sé þess óskað. Það mætti þá hugsa sér að heildarafkastageta gæti orðið um 8000 sýni eða meira. Karls segir að Íslensk erfðagreining hafi boðið húsnæði sitt í verkefnið að kostnaðarlausu sem og starfsfólk og segist afar þakklátur fyrir það. Ákveðið öryggi felist í því að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef smit kemur upp, líkt og gerðist í vor. „Það kom upp smit á sýklahluta deildarinnar á Barónsstíg í upphafi faraldurins en það kom utanfrá því við gætum afar vel að öllum sóttvörnum. Þá þurfti stór hluti deildarinnar að fara í sóttkví og því er gott að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef slíkt gerðist aftur,“ segir Karl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira