Hætta á smiti geti aukist þegar vín er haft um hönd í veisluhöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 19:05 Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara varlega í veislum þar sem áfengi er haft um hönd á meðan smit er á dreifingu í samfélaginu. „Það virðist vera útbreitt smit sem er að skjóta upp kollinum hér og þar og er þar að leiðandi erfiðara að eiga við heldur en ein stök hópsýking,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sökum útbreiðslunnar ráðleggur sóttvarnarlæknir fólki að fara varlega þegar áfengi er haft um hönd í veislum. „Við höfum dæmi um það undanfarið að þar sem fólk passar sig ekki og hefur safnast saman að þar geta komið upp smit. Við vitum það bæði héðan og erlendis að þegar fólk fer að hafa vín um hönd þá gleymir það sér og passar sig ekki. Þá eykst hættan margfalt. Þetta höfum við séð hér og fengið fréttir af þessu erlendis frá. Það er á þeim grunni sem við erum að takmarka opnunartíma vínveitingarstaða,“ segir Þórólfur. Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild LandspítalansVísir/Baldur Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans muni í næstu viku flytja tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar til að auka afkastagetu við greiningu sýna. Dagleg afkastageta veirufræðideildar hefur verið um tvö til þrjú þúsund sýni á dag en með flutningnum til íslenskrar erfðagreiningar verður hún um fimm þúsund sýni á dag. „Við getum ekki kannski haldið áfram gera 2000-3000 sýni vegna þess að hluti af okkar starfsmönnum fer í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. En það væri hægt að auka hana smátt og smátt sé þess óskað. Það mætti þá hugsa sér að heildarafkastageta gæti orðið um 8000 sýni eða meira. Karls segir að Íslensk erfðagreining hafi boðið húsnæði sitt í verkefnið að kostnaðarlausu sem og starfsfólk og segist afar þakklátur fyrir það. Ákveðið öryggi felist í því að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef smit kemur upp, líkt og gerðist í vor. „Það kom upp smit á sýklahluta deildarinnar á Barónsstíg í upphafi faraldurins en það kom utanfrá því við gætum afar vel að öllum sóttvörnum. Þá þurfti stór hluti deildarinnar að fara í sóttkví og því er gott að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef slíkt gerðist aftur,“ segir Karl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara varlega í veislum þar sem áfengi er haft um hönd á meðan smit er á dreifingu í samfélaginu. „Það virðist vera útbreitt smit sem er að skjóta upp kollinum hér og þar og er þar að leiðandi erfiðara að eiga við heldur en ein stök hópsýking,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sökum útbreiðslunnar ráðleggur sóttvarnarlæknir fólki að fara varlega þegar áfengi er haft um hönd í veislum. „Við höfum dæmi um það undanfarið að þar sem fólk passar sig ekki og hefur safnast saman að þar geta komið upp smit. Við vitum það bæði héðan og erlendis að þegar fólk fer að hafa vín um hönd þá gleymir það sér og passar sig ekki. Þá eykst hættan margfalt. Þetta höfum við séð hér og fengið fréttir af þessu erlendis frá. Það er á þeim grunni sem við erum að takmarka opnunartíma vínveitingarstaða,“ segir Þórólfur. Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild LandspítalansVísir/Baldur Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans muni í næstu viku flytja tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar til að auka afkastagetu við greiningu sýna. Dagleg afkastageta veirufræðideildar hefur verið um tvö til þrjú þúsund sýni á dag en með flutningnum til íslenskrar erfðagreiningar verður hún um fimm þúsund sýni á dag. „Við getum ekki kannski haldið áfram gera 2000-3000 sýni vegna þess að hluti af okkar starfsmönnum fer í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. En það væri hægt að auka hana smátt og smátt sé þess óskað. Það mætti þá hugsa sér að heildarafkastageta gæti orðið um 8000 sýni eða meira. Karls segir að Íslensk erfðagreining hafi boðið húsnæði sitt í verkefnið að kostnaðarlausu sem og starfsfólk og segist afar þakklátur fyrir það. Ákveðið öryggi felist í því að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef smit kemur upp, líkt og gerðist í vor. „Það kom upp smit á sýklahluta deildarinnar á Barónsstíg í upphafi faraldurins en það kom utanfrá því við gætum afar vel að öllum sóttvörnum. Þá þurfti stór hluti deildarinnar að fara í sóttkví og því er gott að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef slíkt gerðist aftur,“ segir Karl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira