Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2020 18:32 Ferðamálastofa hefur krafið Mountaineers of Iceland skýringar á því hvers vegna fyrirtækið fór með 39 manna hóp í vélsleðaferð að Langjökli tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á síðastliðinn mánudag. Ferðamálastofa fór fram á afrit af öryggisáætlun Mountaineers of Iceland til að ganga úr skugga að það samrýmdist henni að hafa farið í þessa ferð. Stendur sú skoðun enn yfir og hefur lögreglan á Suðurlandi hafið sakamálarannsókn á þessari ferð. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir nýbúið að festa lög kvaðir um öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland. Var fyrirtækið dæmt til að greiða hjónunum bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu. Ekki eru dæmi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið svipt starfsleyfi. Þórdís segir ferðaþjónustufyrirtæki eiga að átta sig á þeirri miklu ábyrgð sem þau bera. „Við eigum allt undir því að gera eins vel og við getum þegar kemur að öryggi ferðamanna þegar þeir koma hingað. Það er sameiginlegt verkefni. Við erum með regluverkið hjá okkur það. Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mjög mikil. Heilt yfir standa fyrirtæki undir þeirri ábyrgð og átta sig á alvarleika þess ef það er ekki gert. Ferðamálastofa er með málið hjá sér og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því.“ Hún segir yfirvöld hafa ýmsar tillögur í vinnslu þegar kemur að betri aðgangsstýringu til að vernda landið og ferðamenn. Til að mynda liggur fyrir tillaga um að hægt sé að loka Reynisfjöru þegar aðstæður þar eru hættulegar. „Annað er síðan ef þú ert að ganga á eigin vegum upp á jökla. Það er spurning hvort það þurfi að gera ríkari kröfur til þeirra um öryggisáætlanir fyrir sig eða neyðarsenda eða annað slíkt. Það er framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er hér almannaréttur, fólk getur farið um landið og gerir það á eigin ábyrgð, við erum ekki að fara að breyta því.“ 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ferðamálastofa hefur krafið Mountaineers of Iceland skýringar á því hvers vegna fyrirtækið fór með 39 manna hóp í vélsleðaferð að Langjökli tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á síðastliðinn mánudag. Ferðamálastofa fór fram á afrit af öryggisáætlun Mountaineers of Iceland til að ganga úr skugga að það samrýmdist henni að hafa farið í þessa ferð. Stendur sú skoðun enn yfir og hefur lögreglan á Suðurlandi hafið sakamálarannsókn á þessari ferð. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir nýbúið að festa lög kvaðir um öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland. Var fyrirtækið dæmt til að greiða hjónunum bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu. Ekki eru dæmi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið svipt starfsleyfi. Þórdís segir ferðaþjónustufyrirtæki eiga að átta sig á þeirri miklu ábyrgð sem þau bera. „Við eigum allt undir því að gera eins vel og við getum þegar kemur að öryggi ferðamanna þegar þeir koma hingað. Það er sameiginlegt verkefni. Við erum með regluverkið hjá okkur það. Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mjög mikil. Heilt yfir standa fyrirtæki undir þeirri ábyrgð og átta sig á alvarleika þess ef það er ekki gert. Ferðamálastofa er með málið hjá sér og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því.“ Hún segir yfirvöld hafa ýmsar tillögur í vinnslu þegar kemur að betri aðgangsstýringu til að vernda landið og ferðamenn. Til að mynda liggur fyrir tillaga um að hægt sé að loka Reynisfjöru þegar aðstæður þar eru hættulegar. „Annað er síðan ef þú ert að ganga á eigin vegum upp á jökla. Það er spurning hvort það þurfi að gera ríkari kröfur til þeirra um öryggisáætlanir fyrir sig eða neyðarsenda eða annað slíkt. Það er framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er hér almannaréttur, fólk getur farið um landið og gerir það á eigin ábyrgð, við erum ekki að fara að breyta því.“
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira