Lítið sem ekkert ferðaveður á morgun í suðvestan hríðarbyl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 21:30 Vindaspáin klukkan sex í fyrramálið en lítið sem ekkert ferðaveður verður á stórum hluta landsins fram yfir hádegi á morgun. Það verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar suðvestan hríðarbylur fer yfir á morgun. Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum í nótt og í fyrramálið ef frá eru talin Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Appelsínugular viðvaranir taka gildi klukkan tvö í nótt á Vestfjörðum og Breiðafirði og eru viðvarandi til klukkan 18 annað kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið byrji að versna fljótlega upp úr miðnætti á Vestfjörðum. Hvassast verði á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt og fram eftir morgundeginum. Spáð er 20 til 28 metrum á sekúndu, éljagangi og skafrenningi. Eiríkur segir töluverða ofankomu fylgja lægðinni. „Skyggni er fljótt að spillast í svona miklum vind og svona mikilli ofankomu og þá eins versnar færð mjög hratt,“ segir Eiríkur. Það megi því gera ráð fyrir að fjallvegir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum lokist og alls ekki ólíklegt að ófært verði einnig á fjallvegum í þeim landshlutum þar sem gular viðvaranir verða í gildi, það er á Ströndum og Norðurlandi vestra, Faxaflóa og Suðurlandi. Þá verður gul viðvörun einnig í gildi á miðhálendinu. Alls staðar er varað við hríðarveðri. Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis á morgun: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum taka appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18 annað kvöld: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15 á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Samgöngur Veður Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Það verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar suðvestan hríðarbylur fer yfir á morgun. Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum í nótt og í fyrramálið ef frá eru talin Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Appelsínugular viðvaranir taka gildi klukkan tvö í nótt á Vestfjörðum og Breiðafirði og eru viðvarandi til klukkan 18 annað kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið byrji að versna fljótlega upp úr miðnætti á Vestfjörðum. Hvassast verði á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt og fram eftir morgundeginum. Spáð er 20 til 28 metrum á sekúndu, éljagangi og skafrenningi. Eiríkur segir töluverða ofankomu fylgja lægðinni. „Skyggni er fljótt að spillast í svona miklum vind og svona mikilli ofankomu og þá eins versnar færð mjög hratt,“ segir Eiríkur. Það megi því gera ráð fyrir að fjallvegir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum lokist og alls ekki ólíklegt að ófært verði einnig á fjallvegum í þeim landshlutum þar sem gular viðvaranir verða í gildi, það er á Ströndum og Norðurlandi vestra, Faxaflóa og Suðurlandi. Þá verður gul viðvörun einnig í gildi á miðhálendinu. Alls staðar er varað við hríðarveðri. Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis á morgun: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum taka appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18 annað kvöld: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15 á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Samgöngur Veður Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira