Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2020 12:07 Aðstæður voru erfiðar á Langjökli í gær. Mynd frá björgunaraðgerðum. vísir/landsbjörg Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna málsins. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum, sem var á vaktinni í nótt telur ástæðu til að lögreglan á Suðurlandi rannsaki aðdraganda málsins. „Nú var í gildi gul viðvörun frá Veðurstofunni til dæmis og fyrir marga í svona rekstri hefði það mátt vera ástæða til að endurmeta. Það getur vel verið að það hafi verið gert og að komist hafi verið að niðurstöðu sem reyndist síðan ekki vera rétt. En ég reikna með að lögreglan á Suðurlandi skoði allt þetta ferli," segir Rögnvaldur. „Að rannsakað verði af hverju þetta fór eins og það fór," bætir hann við. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Mestu máli skipti að ferðamönnunum hafi verið komið til bjargar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Að öðru leyti gerum við þá kröfu til okkar aðildarfyrirtækja að þau séu vakandi fyrir því að fylgjast með og gera rétta hluti. Fari eftir öryggisáætlunum og tryggi öryggi sinna ferðamanna," segir Jóhannes. Fólkið var í ferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ólafur Tryggvason, stjórnandi hjá fyrirtækinu, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa tíma til að ræða við fréttastofu og hefur ekki gefið kost á viðtali það sem af er degi. Fyrirtækið rataði í fréttir vegna sambærilegs máls fyrir þremur árum. Þá týndust tveir ástralskir ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökli í sjö klukkustundur í vonskuveðri. Voru fólkinu dæmdar bætur í fyrra og í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur sagði að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi þegar haldið var í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Jóhannes Þór bendir á að lögum samkvæmt beri ferðaþjónustufyrirtækjum að skila inn öryggisáætlunum til Ferðamálastofu. Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki með sérstök viðurlög nema að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög. Í lögum samtakanna segir að hægt sé að víkja félaga úr þeim hafi það meðal annars gerst sekt um alvarlegt brot gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti. „Ég held að það sé rétt að vera ekki að tjá sig of mikið um þetta mál á þessum tímapunkti heldur sjá hvernig tíminn leiðir staðreyndir í ljós. Mér skilst að það sé verið að fara ofan í þetta mál og ég geri ráð fyrir að fyrirtæki vinni með yfirvöldum að því," segir Jóhannes. 39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna málsins. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum, sem var á vaktinni í nótt telur ástæðu til að lögreglan á Suðurlandi rannsaki aðdraganda málsins. „Nú var í gildi gul viðvörun frá Veðurstofunni til dæmis og fyrir marga í svona rekstri hefði það mátt vera ástæða til að endurmeta. Það getur vel verið að það hafi verið gert og að komist hafi verið að niðurstöðu sem reyndist síðan ekki vera rétt. En ég reikna með að lögreglan á Suðurlandi skoði allt þetta ferli," segir Rögnvaldur. „Að rannsakað verði af hverju þetta fór eins og það fór," bætir hann við. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Mestu máli skipti að ferðamönnunum hafi verið komið til bjargar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Að öðru leyti gerum við þá kröfu til okkar aðildarfyrirtækja að þau séu vakandi fyrir því að fylgjast með og gera rétta hluti. Fari eftir öryggisáætlunum og tryggi öryggi sinna ferðamanna," segir Jóhannes. Fólkið var í ferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ólafur Tryggvason, stjórnandi hjá fyrirtækinu, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa tíma til að ræða við fréttastofu og hefur ekki gefið kost á viðtali það sem af er degi. Fyrirtækið rataði í fréttir vegna sambærilegs máls fyrir þremur árum. Þá týndust tveir ástralskir ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökli í sjö klukkustundur í vonskuveðri. Voru fólkinu dæmdar bætur í fyrra og í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur sagði að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi þegar haldið var í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Jóhannes Þór bendir á að lögum samkvæmt beri ferðaþjónustufyrirtækjum að skila inn öryggisáætlunum til Ferðamálastofu. Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki með sérstök viðurlög nema að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög. Í lögum samtakanna segir að hægt sé að víkja félaga úr þeim hafi það meðal annars gerst sekt um alvarlegt brot gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti. „Ég held að það sé rétt að vera ekki að tjá sig of mikið um þetta mál á þessum tímapunkti heldur sjá hvernig tíminn leiðir staðreyndir í ljós. Mér skilst að það sé verið að fara ofan í þetta mál og ég geri ráð fyrir að fyrirtæki vinni með yfirvöldum að því," segir Jóhannes.
39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira