Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2020 12:07 Aðstæður voru erfiðar á Langjökli í gær. Mynd frá björgunaraðgerðum. vísir/landsbjörg Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna málsins. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum, sem var á vaktinni í nótt telur ástæðu til að lögreglan á Suðurlandi rannsaki aðdraganda málsins. „Nú var í gildi gul viðvörun frá Veðurstofunni til dæmis og fyrir marga í svona rekstri hefði það mátt vera ástæða til að endurmeta. Það getur vel verið að það hafi verið gert og að komist hafi verið að niðurstöðu sem reyndist síðan ekki vera rétt. En ég reikna með að lögreglan á Suðurlandi skoði allt þetta ferli," segir Rögnvaldur. „Að rannsakað verði af hverju þetta fór eins og það fór," bætir hann við. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Mestu máli skipti að ferðamönnunum hafi verið komið til bjargar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Að öðru leyti gerum við þá kröfu til okkar aðildarfyrirtækja að þau séu vakandi fyrir því að fylgjast með og gera rétta hluti. Fari eftir öryggisáætlunum og tryggi öryggi sinna ferðamanna," segir Jóhannes. Fólkið var í ferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ólafur Tryggvason, stjórnandi hjá fyrirtækinu, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa tíma til að ræða við fréttastofu og hefur ekki gefið kost á viðtali það sem af er degi. Fyrirtækið rataði í fréttir vegna sambærilegs máls fyrir þremur árum. Þá týndust tveir ástralskir ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökli í sjö klukkustundur í vonskuveðri. Voru fólkinu dæmdar bætur í fyrra og í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur sagði að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi þegar haldið var í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Jóhannes Þór bendir á að lögum samkvæmt beri ferðaþjónustufyrirtækjum að skila inn öryggisáætlunum til Ferðamálastofu. Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki með sérstök viðurlög nema að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög. Í lögum samtakanna segir að hægt sé að víkja félaga úr þeim hafi það meðal annars gerst sekt um alvarlegt brot gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti. „Ég held að það sé rétt að vera ekki að tjá sig of mikið um þetta mál á þessum tímapunkti heldur sjá hvernig tíminn leiðir staðreyndir í ljós. Mér skilst að það sé verið að fara ofan í þetta mál og ég geri ráð fyrir að fyrirtæki vinni með yfirvöldum að því," segir Jóhannes. 39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð vegna málsins. Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavörnum, sem var á vaktinni í nótt telur ástæðu til að lögreglan á Suðurlandi rannsaki aðdraganda málsins. „Nú var í gildi gul viðvörun frá Veðurstofunni til dæmis og fyrir marga í svona rekstri hefði það mátt vera ástæða til að endurmeta. Það getur vel verið að það hafi verið gert og að komist hafi verið að niðurstöðu sem reyndist síðan ekki vera rétt. En ég reikna með að lögreglan á Suðurlandi skoði allt þetta ferli," segir Rögnvaldur. „Að rannsakað verði af hverju þetta fór eins og það fór," bætir hann við. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Mestu máli skipti að ferðamönnunum hafi verið komið til bjargar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Að öðru leyti gerum við þá kröfu til okkar aðildarfyrirtækja að þau séu vakandi fyrir því að fylgjast með og gera rétta hluti. Fari eftir öryggisáætlunum og tryggi öryggi sinna ferðamanna," segir Jóhannes. Fólkið var í ferð á vegum Mountaineers of Iceland. Ólafur Tryggvason, stjórnandi hjá fyrirtækinu, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa tíma til að ræða við fréttastofu og hefur ekki gefið kost á viðtali það sem af er degi. Fyrirtækið rataði í fréttir vegna sambærilegs máls fyrir þremur árum. Þá týndust tveir ástralskir ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökli í sjö klukkustundur í vonskuveðri. Voru fólkinu dæmdar bætur í fyrra og í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur sagði að fyrirtækið hefði sýnt af sér gáleysi þegar haldið var í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Jóhannes Þór bendir á að lögum samkvæmt beri ferðaþjónustufyrirtækjum að skila inn öryggisáætlunum til Ferðamálastofu. Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki með sérstök viðurlög nema að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög. Í lögum samtakanna segir að hægt sé að víkja félaga úr þeim hafi það meðal annars gerst sekt um alvarlegt brot gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti. „Ég held að það sé rétt að vera ekki að tjá sig of mikið um þetta mál á þessum tímapunkti heldur sjá hvernig tíminn leiðir staðreyndir í ljós. Mér skilst að það sé verið að fara ofan í þetta mál og ég geri ráð fyrir að fyrirtæki vinni með yfirvöldum að því," segir Jóhannes.
39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira