Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 01:25 Frá aðgerðum við Langjökul í kvöld en afar lítið skyggni er á svæðinu og mjög slæmt veður. vísir/landsbjörg Uppfært klukkan 02:07: Allir ferðamennirnir eru nú komnir af vettvangi við Langjökul og er verið að ferja þá niður til byggða samkvæmt upplýsingum frá Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi. Fyrsti viðkomustaður þeirra verður Gullfosskaffi þar sem hlúð verður að þeim og ástand þeirra metið en Sveinn Kristján segir ferðamennina heila á húfi fljótt á litið. Þeir séu vissulega kaldir og blautir en enginn sé slasaður eða veikur. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Afar erfiðar aðstæður hafa verið í og við Langjökul.andsbjörg Ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum Fyrstu björgunarsveitarmenn sem komu á vettvang voru á snjósleðum. Fyrsti snjóbíllinn kom á vettvang skömmu síðar og fór af vettvangi um klukkan eitt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en ekki var ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum. Búið var að forgangsraða þeim sem áttu að fara fyrst niður, þeirra á meðal voru börnin sem voru í hópi ferðamannanna en það yngsta er sex ára gamalt. Næstu snjóbílar komu svo til að ferja restina af hópnum niður á næsta klukkutímanum. Davíð segir ferðamennina kalda og nokkuð skelkaða enda búnir vera úti við í um það bil tólf tíma. Útkall um að fólkið væri í vandræðum barst um klukkan 20 í gærkvöldi. Séð innan úr einum bíl Landsbjargar í kvöld.landsbjörg Vont veður, þung færð og lítið sem ekkert skyggni Langan tíma tók fyrir viðbragðsaðila að komast á staðinn vegna þess hversu slæmt veðrið er og færðin þung. Þá er lítið sem ekkert skyggni á svæðinu. „Þeir sem eru þarna uppi segja að veðrið sé mjög vont og að það sé að versna þannig að höfuðáherslan er á það að flytja fólkið niður á veg þaðan sem það verður flutt áfram á Gullfosskaffi. Þar verður farið yfir hópinn og ef það þarf að flytja einhverja áfram til einhverrar aðhlynningar þá verður það gert með sjúkrabílum,“ segir Davíð. Davíð segir forgangsatriði að hlúa að fólkinu þegar það kemur niður í byggð og hlýja því en þegar fólk er úti í kulda og svo slæmu veðri jafnlengi og ferðamennirnir hafa verið er hætta á ofkælingu. „Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð á Selfossi og að öllum líkindum fer stór hluti hópsins þangað því það þarf að hlúa að þeim þar sem þau eru flest nokkuð skelkuð eftir veruna þarna upp frá. Það er ekkkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður,“ segir Davíð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:07. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Uppfært klukkan 02:07: Allir ferðamennirnir eru nú komnir af vettvangi við Langjökul og er verið að ferja þá niður til byggða samkvæmt upplýsingum frá Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi. Fyrsti viðkomustaður þeirra verður Gullfosskaffi þar sem hlúð verður að þeim og ástand þeirra metið en Sveinn Kristján segir ferðamennina heila á húfi fljótt á litið. Þeir séu vissulega kaldir og blautir en enginn sé slasaður eða veikur. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Afar erfiðar aðstæður hafa verið í og við Langjökul.andsbjörg Ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum Fyrstu björgunarsveitarmenn sem komu á vettvang voru á snjósleðum. Fyrsti snjóbíllinn kom á vettvang skömmu síðar og fór af vettvangi um klukkan eitt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en ekki var ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum. Búið var að forgangsraða þeim sem áttu að fara fyrst niður, þeirra á meðal voru börnin sem voru í hópi ferðamannanna en það yngsta er sex ára gamalt. Næstu snjóbílar komu svo til að ferja restina af hópnum niður á næsta klukkutímanum. Davíð segir ferðamennina kalda og nokkuð skelkaða enda búnir vera úti við í um það bil tólf tíma. Útkall um að fólkið væri í vandræðum barst um klukkan 20 í gærkvöldi. Séð innan úr einum bíl Landsbjargar í kvöld.landsbjörg Vont veður, þung færð og lítið sem ekkert skyggni Langan tíma tók fyrir viðbragðsaðila að komast á staðinn vegna þess hversu slæmt veðrið er og færðin þung. Þá er lítið sem ekkert skyggni á svæðinu. „Þeir sem eru þarna uppi segja að veðrið sé mjög vont og að það sé að versna þannig að höfuðáherslan er á það að flytja fólkið niður á veg þaðan sem það verður flutt áfram á Gullfosskaffi. Þar verður farið yfir hópinn og ef það þarf að flytja einhverja áfram til einhverrar aðhlynningar þá verður það gert með sjúkrabílum,“ segir Davíð. Davíð segir forgangsatriði að hlúa að fólkinu þegar það kemur niður í byggð og hlýja því en þegar fólk er úti í kulda og svo slæmu veðri jafnlengi og ferðamennirnir hafa verið er hætta á ofkælingu. „Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð á Selfossi og að öllum líkindum fer stór hluti hópsins þangað því það þarf að hlúa að þeim þar sem þau eru flest nokkuð skelkuð eftir veruna þarna upp frá. Það er ekkkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður,“ segir Davíð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:07.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08