Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2020 13:24 Páll er sannfærður um að betri umsækjandinn hafi orðið fyrir valinu og það er ekki Ólína. visir/vilhelm Páll Magnússon þingmaður, sem á sæti í Þingvallanefnd, telur líklegt að ríkissjóður eigi endurkröfurétt á hendur Capacent vegna bóta sem dæmdar voru til handa Ólínu Þorvarðardóttur í tengslum við umsókn hennar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ólínu voru dæmdar 20 milljónir króna í bótagreiðslu af hálfu ríkisins en kærunefnd jafnréttismála taldi að gengið hafi verið fram hjá henni þegar Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn til að gegna stöðunni. Ósætti var innan Þingvallanefndar við málsafgreiðslu og sagði Oddný G. Harðardóttir sig úr henni vegna málsins. Hún segir á Facebooksíðu sinni í gær, þegar niðurstaðan lá fyrir, að störfin hafi einkennst af fúski. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, vill ekki gefa kost á viðtali vegna málsins en Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir í samtali við fréttastofu að mistök hafi átt sér stað í ráðningaferlinu. Láðst hafi að skrá huglægt mat sem lá til grundvallar afstöðu meirihluta nefndarinnar. Segir Capacent bera ábyrgð á klúðrinu Páll segir þetta rétt en hafa beri hugfast að úrskurðurinn lúti ekki að því hvort hafi verið hæfari. Hann segir að í hlutlæga matinu hafi svipað verið á komið með umsækjendunum tveimur. „Úrskurður úrskurðarnefndarinnar lýtur að því, varðandi huglæga hlutann, að þá hafi þess ekki verið gætt að skrá niður þá þætti sem komu til álita meirihlutanefndarinnar varðandi huglæga partinn. Þar með, af því að þeirri skráningu var áfátt, sé ekki hægt að sannreyna hvaða huglægu þættir lágu til grundvallar niðurstöðunni. Það er túlkað Ólínu í hag með þessum hætti,“ segir Páll. Ari Trausti er formaður nefndarinnar en hann hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu um málið.visir/vilhelm Um þetta fjallar úrskurður úrskurðarnefndarinnar. Ekki hvort sé hæfara. Og það sem meira er, Páll segir það sæta furðu að þessi ágalli hafi verið á málsmeðferðinni. „Ég lít svo á að ríkissjóður hljóti að eiga endurkröfurétt með einhverjum hætti á þessa upphæð og þá á þá ráðningarskrifstofu sem sérstaklega var fengin til þess, gegn greiðslu, að sjá til þess að formskilyrðum þessarar málsmeðferðar yrði fullnægt. Þar með skráningu á þeim huglægu þáttum sem réðu afstöðu meirihluta nefndarinnar en láðist að skrá niður að mati úrskurðarnefndarinnar.“ Ráðningarskrifstofan sem sá um ráðningarferlið er Capacent, sem sér reyndar einnig um umdeilt ráðningarferli á útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Viss um að betri umsækjandinn varð fyrir valinu Ólína telur ráðninguna pólitíska, hún telur til að mynda Pál hafa verið búinn að gera upp sinn hug og hefur það til marks um þá kenningu að hann var ekki viðstaddur þegar umsækjendur fluttu sína framsögu fyrir Þingvallanefndinni. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Páll segir þetta rétt. En hann hafi verið búinn að kynna sér til hlítar öll gögn málsins og hann hafi að auki starfað með bæði Einari og Ólínu. Þó langt sé um liðið hvað Ólínu varðar. „Það vill þannig til. Ég var búinn að fara yfir allar hlutlægu niðurstöðurnar frá Capasent, hvernig umsækjendur skoruðu á því sem var mælanlegt. Hlutlægu niðurstöðum hafi Einar skorað aðeins hærra en þau voru svipuð, bitamunur en ekki fjár.“ Páll segir að af óviðráðanlegum orsökum sem tengjast ferðalögum hafi hann ekki náð í samtalapartinn fyrr en of seint. Ef hann hefði vitað það hefði hann kallað til varamann sinn í nefndinni. „Ég mætti reyndar Ólínu þegar ég kom á fund nefndarinnar og hún á leið úr samtalinu. En, svo taldi ég mig ekki þurfa það til að meta hæfni þeirra – ég er sannfærður um að hæfari umsækjandinn varð fyrir valinu,“ segir Páll. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður, sem á sæti í Þingvallanefnd, telur líklegt að ríkissjóður eigi endurkröfurétt á hendur Capacent vegna bóta sem dæmdar voru til handa Ólínu Þorvarðardóttur í tengslum við umsókn hennar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ólínu voru dæmdar 20 milljónir króna í bótagreiðslu af hálfu ríkisins en kærunefnd jafnréttismála taldi að gengið hafi verið fram hjá henni þegar Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn til að gegna stöðunni. Ósætti var innan Þingvallanefndar við málsafgreiðslu og sagði Oddný G. Harðardóttir sig úr henni vegna málsins. Hún segir á Facebooksíðu sinni í gær, þegar niðurstaðan lá fyrir, að störfin hafi einkennst af fúski. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, vill ekki gefa kost á viðtali vegna málsins en Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir í samtali við fréttastofu að mistök hafi átt sér stað í ráðningaferlinu. Láðst hafi að skrá huglægt mat sem lá til grundvallar afstöðu meirihluta nefndarinnar. Segir Capacent bera ábyrgð á klúðrinu Páll segir þetta rétt en hafa beri hugfast að úrskurðurinn lúti ekki að því hvort hafi verið hæfari. Hann segir að í hlutlæga matinu hafi svipað verið á komið með umsækjendunum tveimur. „Úrskurður úrskurðarnefndarinnar lýtur að því, varðandi huglæga hlutann, að þá hafi þess ekki verið gætt að skrá niður þá þætti sem komu til álita meirihlutanefndarinnar varðandi huglæga partinn. Þar með, af því að þeirri skráningu var áfátt, sé ekki hægt að sannreyna hvaða huglægu þættir lágu til grundvallar niðurstöðunni. Það er túlkað Ólínu í hag með þessum hætti,“ segir Páll. Ari Trausti er formaður nefndarinnar en hann hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu um málið.visir/vilhelm Um þetta fjallar úrskurður úrskurðarnefndarinnar. Ekki hvort sé hæfara. Og það sem meira er, Páll segir það sæta furðu að þessi ágalli hafi verið á málsmeðferðinni. „Ég lít svo á að ríkissjóður hljóti að eiga endurkröfurétt með einhverjum hætti á þessa upphæð og þá á þá ráðningarskrifstofu sem sérstaklega var fengin til þess, gegn greiðslu, að sjá til þess að formskilyrðum þessarar málsmeðferðar yrði fullnægt. Þar með skráningu á þeim huglægu þáttum sem réðu afstöðu meirihluta nefndarinnar en láðist að skrá niður að mati úrskurðarnefndarinnar.“ Ráðningarskrifstofan sem sá um ráðningarferlið er Capacent, sem sér reyndar einnig um umdeilt ráðningarferli á útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Viss um að betri umsækjandinn varð fyrir valinu Ólína telur ráðninguna pólitíska, hún telur til að mynda Pál hafa verið búinn að gera upp sinn hug og hefur það til marks um þá kenningu að hann var ekki viðstaddur þegar umsækjendur fluttu sína framsögu fyrir Þingvallanefndinni. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Páll segir þetta rétt. En hann hafi verið búinn að kynna sér til hlítar öll gögn málsins og hann hafi að auki starfað með bæði Einari og Ólínu. Þó langt sé um liðið hvað Ólínu varðar. „Það vill þannig til. Ég var búinn að fara yfir allar hlutlægu niðurstöðurnar frá Capasent, hvernig umsækjendur skoruðu á því sem var mælanlegt. Hlutlægu niðurstöðum hafi Einar skorað aðeins hærra en þau voru svipuð, bitamunur en ekki fjár.“ Páll segir að af óviðráðanlegum orsökum sem tengjast ferðalögum hafi hann ekki náð í samtalapartinn fyrr en of seint. Ef hann hefði vitað það hefði hann kallað til varamann sinn í nefndinni. „Ég mætti reyndar Ólínu þegar ég kom á fund nefndarinnar og hún á leið úr samtalinu. En, svo taldi ég mig ekki þurfa það til að meta hæfni þeirra – ég er sannfærður um að hæfari umsækjandinn varð fyrir valinu,“ segir Páll.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06