Fótbolti

Styttan af Zlatan fjarlægð | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir ítrekaðar tilraunir náðu stuðningsmenn Malmö loks að fella styttuna af Zlatan aðfaranótt sunnudags.
Eftir ítrekaðar tilraunir náðu stuðningsmenn Malmö loks að fella styttuna af Zlatan aðfaranótt sunnudags. mynd/skjáskot

Styttan af Zlatan Ibrahimovic, sem var felld í aðfaranótt sunnudags, hefur verið fjarlægð.

Bronslituð stytta af Zlatan fyrir utan heimavöll Malmö í Svíþjóð var afhjúpuð 8. október í fyrra.

Í nóvember keypti Zlatan hlut í liði Hammarby sem hleypti illu blóði í stuðningsmenn Malmö.

Þeir létu reiði sína bitna á styttunni; reyndu að kveikja í henni, söguðu nefið af henni og í fyrrinótt felldu þeir hana.

Það var því ekki annað að gera en að fjarlægja styttuna. Það var gert í gær eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Styttan af Zlatan fjarlægð



Zlatan gæti leikið sinn fyrsta leik með AC Milan í átta ár þegar liðið tekur á móti Sampdoria í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Styttan af Zlatan felld

Loks hefur stuðningsmönnum Malmö náð að fella styttuna af Zlatan Ibrahimovic.

Markalaust í fyrsta leik Zlatans með Milan

Innkoma Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skila AC Milan þremur stigum í dag er liðið tók á móti Sampdoria á San Siro. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×