Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 09:34 Búningarnir sem um ræðir. Mynd/Delta Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni.CNN greinir frá og segir að í stefnunni sé því haldið fram að búningarnir, sem aðallega eru í notkun á meðal flugliða félagsins, ógni heilsu starfsmanna flugfélagsins. Þannig hafi starfsmenn sem þurft að hafa klæðast búningunum í vinnunni frá árinu 2018 glímt við raddbandarvandamál, öndunarerfiðleika, útbrot, skerta sjón, blóðnasir og síþreytu, svo dæmi séu tekin. Flestir af þeim sem koma að stefnunni eru flugfreyjur að sögn lögmanns hópsins sem segir að í viðbót við þessa 500 sem standa að stefnunni hafi aðrir 500 starfsmenn flugfélagsins kvartað yfir búningunum. Þá séu um sex þúsund meðlimir í Facebook-hóp þar sem vandamál tengd búningunum eru rædd.Í stefnunni segir að samkvæmt rannsókn sem stefnendur létu framkvæma á búningunum komi fram að fundist hafi hærri en leyfileg gildi af ýmsum efnum og þungmálmum, þar á meðal kvikasilfri.Stefnan beinist sem fyrr segir að fataframleiðandanum sem framleiðir búningana, en ekki flugfélaginu, sem segist telja að búningarnir séu öruggir. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni.CNN greinir frá og segir að í stefnunni sé því haldið fram að búningarnir, sem aðallega eru í notkun á meðal flugliða félagsins, ógni heilsu starfsmanna flugfélagsins. Þannig hafi starfsmenn sem þurft að hafa klæðast búningunum í vinnunni frá árinu 2018 glímt við raddbandarvandamál, öndunarerfiðleika, útbrot, skerta sjón, blóðnasir og síþreytu, svo dæmi séu tekin. Flestir af þeim sem koma að stefnunni eru flugfreyjur að sögn lögmanns hópsins sem segir að í viðbót við þessa 500 sem standa að stefnunni hafi aðrir 500 starfsmenn flugfélagsins kvartað yfir búningunum. Þá séu um sex þúsund meðlimir í Facebook-hóp þar sem vandamál tengd búningunum eru rædd.Í stefnunni segir að samkvæmt rannsókn sem stefnendur létu framkvæma á búningunum komi fram að fundist hafi hærri en leyfileg gildi af ýmsum efnum og þungmálmum, þar á meðal kvikasilfri.Stefnan beinist sem fyrr segir að fataframleiðandanum sem framleiðir búningana, en ekki flugfélaginu, sem segist telja að búningarnir séu öruggir.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira