Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. janúar 2020 19:38 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móður segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Maðurinn var um miðjan október dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4 til 11 ára. Hann bíður nú afplánunar - sem gæti dregist í marga mánuði þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Kona sem á þrjú önnur börn með manninum óttast nú mjög um þrettán ára barn sitt sem býr hjá manninum og hann fer með forsjá yfir. Hin tvö eru lögráða. „Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp fékk barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðilar og við vorum að hafa uppi þá kröfu að nefndin myndi beita sínum heimildum til að taka drenginn af heimilinu,“ segir Kristinn Svansson, lögfræðingur móðurinnar. Það hafi gengið illa. Kristinn og móðirin áttu fund með barnaverndarnefnd Reykjavíkur í lok desember þar sem þeim var tjáð að til stæði að loka málinu. „Þar sem það var ekki leitt í ljós á þessu stigi að drengurinn væri í hættu á neinni misnotkun af hálfu forsjáraðilans,“ segir Kristinn. Það skjóti skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. „Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta að þá er einfaldlega þín forsjárhæfni runnin út í sandinn og þetta er sú barátta sem við höfum verið í við nefndina sem telur sig ekki hafa lagaheimildir í málinu.“ Því sé hann ósammála en hann telur barnaverndarnefndir hafa heimild til að aðhafast í slíkum málum. Kristinn segir að móðirin, sem hefur sótt um forsjá en ekki fengið hana, sé mjög áhyggjufull. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegn um vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fyrst og fremst er að barninu verði komið í öruggt skjól,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að hafi barnaverndarnefndir ekki lagaheimild til að bregðast við, sé nauðsynlegt að breyta lögunum. „Og það sem allra fyrst því það verða að vera fyrir hendi heimildir til að bregðast við málum af þessum toga.“ Barnavernd Dómsmál Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móður segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Maðurinn var um miðjan október dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4 til 11 ára. Hann bíður nú afplánunar - sem gæti dregist í marga mánuði þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Kona sem á þrjú önnur börn með manninum óttast nú mjög um þrettán ára barn sitt sem býr hjá manninum og hann fer með forsjá yfir. Hin tvö eru lögráða. „Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp fékk barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðilar og við vorum að hafa uppi þá kröfu að nefndin myndi beita sínum heimildum til að taka drenginn af heimilinu,“ segir Kristinn Svansson, lögfræðingur móðurinnar. Það hafi gengið illa. Kristinn og móðirin áttu fund með barnaverndarnefnd Reykjavíkur í lok desember þar sem þeim var tjáð að til stæði að loka málinu. „Þar sem það var ekki leitt í ljós á þessu stigi að drengurinn væri í hættu á neinni misnotkun af hálfu forsjáraðilans,“ segir Kristinn. Það skjóti skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. „Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta að þá er einfaldlega þín forsjárhæfni runnin út í sandinn og þetta er sú barátta sem við höfum verið í við nefndina sem telur sig ekki hafa lagaheimildir í málinu.“ Því sé hann ósammála en hann telur barnaverndarnefndir hafa heimild til að aðhafast í slíkum málum. Kristinn segir að móðirin, sem hefur sótt um forsjá en ekki fengið hana, sé mjög áhyggjufull. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegn um vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fyrst og fremst er að barninu verði komið í öruggt skjól,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að hafi barnaverndarnefndir ekki lagaheimild til að bregðast við, sé nauðsynlegt að breyta lögunum. „Og það sem allra fyrst því það verða að vera fyrir hendi heimildir til að bregðast við málum af þessum toga.“
Barnavernd Dómsmál Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum