Óttast um gæði þjónustunnar á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 19:45 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það. Í rannsókn sem birtist nýlega kemur fram að fimmtungur hjúkrunarfræðinga lýsti alvarlegum einkennum kulnunar á Landspítalanum í lok árs 2015. Þetta er gríðarleg aukning frá fyrri rannsókn sem gerð var 2002 þegar um 6% hjúkrunarfræðinga lýsti þessum einkennum. Þá voru um 17 prósent sem íhugðu að skipta um starf á næstu sex til tólf mánuðum. Kannað var hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á einkenni kulnunar. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og meðhöfundur rannsóknarinnar segir þrjá þætti í starfsumhverfinu hafa lykiláhrif á einkenni kulnunar. „Í fyrsta lagi er það álag í starfi sem tengist þá mönnun, í öðru lagi er það hversu mikil áhrif viðkomandi hefur á störfin sín, hvort hann hafi rödd inná vinnustaðnum fæ ég að blómstra í starfi og í þriðja lagi er það stuðningur sem ég nýt í starfi frá stjórnendum og samstarfsfólki og stuðningur. Þannig þurfi stjórnendur að styðja starsfólk í ákvörðunartöku, sýna góða forystu og stjórna á uppbyggilegan hátt. Þá þurfi að veita hrós og viðurkenningu,“ segir Sigrún. Hún segir að sömu þættir hafi komið fram í öðrum rannsóknum um allan heim. Það sé hægt að gera mikið með því að bæta starfsumhverfið sjálft og þar séu stjórnendur í lykilstöðu. „Stjórnendur hafa mjög mikil áhrif á starfsumhverfið sem hefur síðan áhrif á kulnun í starfi. Ég veit að stjórnendur eru að leggja sig alla fram í þessu verkefni en þeir þurfa líka stuðning til að vera góður stjórnendur. Þar liggja tækifæri fyrir Landspítalann,“ segir Sigrún. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans óttast um gæði þjónustunnar á spítalanum vegna álags á starfsfólk. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á Landspítalanum á síðustu fjórum árum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs spítalans segir hins vegar að ástandið hafi versnað til muna frá árinu 2015. „Það er mikið meira álag nú en þá. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum eru veikari og við þurfum að sinna flóknari verkefnum en áður. Þá er mönnunin ekki fullnægjandi og hefur ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Marta. Hún segir að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi hafi hjúkrunarfræðingar sem hafi hætt störfum ekki snúið til baka. „Það eru örfáir sem sækja um hjá okkur þegar auglýst hjúkrunafræðingum á spítalanum,“ segir Marta. Hún segir að ráðist hafi verið í mörg endurbótaverkefni en það sé oft ekki tími til að sinna þeim. „Það er rosalega erfitt að ráðast í slík verkefni þegar það vantar stöðugt starfsfólk. Það er líka auka álag þegar verið er að endurnýja deildir,“ segir Marta. Hún segir að sjúklingar séu yfirleitt afar ánægðir með þjónustuna á spítalanum en það gæti breyst. „Það kemur að því að ástandið bitnar á gæðum á spítalanum. Sumir telja að það er strax farið að gera það. Sumir telja þjónustuna verri, það er samskiptavandi því fólk er undir stöðugu álagi. Við vitum að þegar við erum öll undir stöðugu álagi í langan tíma ferð það að hafa áhrif,“ segir Marta. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það. Í rannsókn sem birtist nýlega kemur fram að fimmtungur hjúkrunarfræðinga lýsti alvarlegum einkennum kulnunar á Landspítalanum í lok árs 2015. Þetta er gríðarleg aukning frá fyrri rannsókn sem gerð var 2002 þegar um 6% hjúkrunarfræðinga lýsti þessum einkennum. Þá voru um 17 prósent sem íhugðu að skipta um starf á næstu sex til tólf mánuðum. Kannað var hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á einkenni kulnunar. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og meðhöfundur rannsóknarinnar segir þrjá þætti í starfsumhverfinu hafa lykiláhrif á einkenni kulnunar. „Í fyrsta lagi er það álag í starfi sem tengist þá mönnun, í öðru lagi er það hversu mikil áhrif viðkomandi hefur á störfin sín, hvort hann hafi rödd inná vinnustaðnum fæ ég að blómstra í starfi og í þriðja lagi er það stuðningur sem ég nýt í starfi frá stjórnendum og samstarfsfólki og stuðningur. Þannig þurfi stjórnendur að styðja starsfólk í ákvörðunartöku, sýna góða forystu og stjórna á uppbyggilegan hátt. Þá þurfi að veita hrós og viðurkenningu,“ segir Sigrún. Hún segir að sömu þættir hafi komið fram í öðrum rannsóknum um allan heim. Það sé hægt að gera mikið með því að bæta starfsumhverfið sjálft og þar séu stjórnendur í lykilstöðu. „Stjórnendur hafa mjög mikil áhrif á starfsumhverfið sem hefur síðan áhrif á kulnun í starfi. Ég veit að stjórnendur eru að leggja sig alla fram í þessu verkefni en þeir þurfa líka stuðning til að vera góður stjórnendur. Þar liggja tækifæri fyrir Landspítalann,“ segir Sigrún. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans óttast um gæði þjónustunnar á spítalanum vegna álags á starfsfólk. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á Landspítalanum á síðustu fjórum árum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs spítalans segir hins vegar að ástandið hafi versnað til muna frá árinu 2015. „Það er mikið meira álag nú en þá. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum eru veikari og við þurfum að sinna flóknari verkefnum en áður. Þá er mönnunin ekki fullnægjandi og hefur ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Marta. Hún segir að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi hafi hjúkrunarfræðingar sem hafi hætt störfum ekki snúið til baka. „Það eru örfáir sem sækja um hjá okkur þegar auglýst hjúkrunafræðingum á spítalanum,“ segir Marta. Hún segir að ráðist hafi verið í mörg endurbótaverkefni en það sé oft ekki tími til að sinna þeim. „Það er rosalega erfitt að ráðast í slík verkefni þegar það vantar stöðugt starfsfólk. Það er líka auka álag þegar verið er að endurnýja deildir,“ segir Marta. Hún segir að sjúklingar séu yfirleitt afar ánægðir með þjónustuna á spítalanum en það gæti breyst. „Það kemur að því að ástandið bitnar á gæðum á spítalanum. Sumir telja að það er strax farið að gera það. Sumir telja þjónustuna verri, það er samskiptavandi því fólk er undir stöðugu álagi. Við vitum að þegar við erum öll undir stöðugu álagi í langan tíma ferð það að hafa áhrif,“ segir Marta.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira