Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Eiður Þór Árnason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 4. janúar 2020 11:24 Mynd frá vettvangi óhappsins í dag. aðsend Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. Anna Filbert, meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi, var á meðal þeirra viðbragðsaðila sem kom á vettvang óhappsins í morgun. „Ég kem þarna að rútu sem hefur farið út af og við það að velta. Aðstæður voru bara mjög slæmar, á Vesturlandsveginum öllum og á Kjalarnesi, mikið krap, blint og bálhvasst.“ Farþegarnir talsvert skelkaðir Betur fór en á horfðist og var í lagi með farþega rútunnar sem eru taldir hafa verið um fimmtán talsins. Anna segir að það hafi verið mjúk lending þegar rútan fór út af veginum en að fólkið sé talsvert skelkað eftir atvikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi og var fólkið flutt þangað sem og farþegar annarra bifreiða sem lentu utan vegar á svæðinu. Hún segir erfitt að meta það hversu marga bíla um ræði. „Ég hef ekki yfirsýnina. Já það eru þó nokkrir bílar sem fóru út af en svo sem enginn sem hefur oltið.“ Sumir bílarnir sem orðið hafa á vegi björgunarsveitarmanna voru mannlausir en í öðrum tilvikum hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpast að við að koma fólki úr bílum og koma þeim í skjól. Ástandið að batna Anna segir að ástandið á svæðinu hafi skánað til muna eftir að Vesturlandsvegi var lokað. „Það er búið að loka veginum og þar af leiðandi er engin umferð. Við erum að ná utan um hversu margir bílar eru farnir út af og koma því fólki til aðstoðar.“ Ekki liggur fyrir eins og er hversu lengi fólkið verður í fjöldahjálparstöðinni. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað er búið að skipuleggja með frekari flutning, vegurinn er lokaður eins og er en aðgerðarstjórnstöð höfuðborgarsvæðisins tekur þá ákvörðun um það hvernig og hvenær það á að flytja fólkið til Reykjavíkur.“ Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15 Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. Anna Filbert, meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi, var á meðal þeirra viðbragðsaðila sem kom á vettvang óhappsins í morgun. „Ég kem þarna að rútu sem hefur farið út af og við það að velta. Aðstæður voru bara mjög slæmar, á Vesturlandsveginum öllum og á Kjalarnesi, mikið krap, blint og bálhvasst.“ Farþegarnir talsvert skelkaðir Betur fór en á horfðist og var í lagi með farþega rútunnar sem eru taldir hafa verið um fimmtán talsins. Anna segir að það hafi verið mjúk lending þegar rútan fór út af veginum en að fólkið sé talsvert skelkað eftir atvikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi og var fólkið flutt þangað sem og farþegar annarra bifreiða sem lentu utan vegar á svæðinu. Hún segir erfitt að meta það hversu marga bíla um ræði. „Ég hef ekki yfirsýnina. Já það eru þó nokkrir bílar sem fóru út af en svo sem enginn sem hefur oltið.“ Sumir bílarnir sem orðið hafa á vegi björgunarsveitarmanna voru mannlausir en í öðrum tilvikum hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpast að við að koma fólki úr bílum og koma þeim í skjól. Ástandið að batna Anna segir að ástandið á svæðinu hafi skánað til muna eftir að Vesturlandsvegi var lokað. „Það er búið að loka veginum og þar af leiðandi er engin umferð. Við erum að ná utan um hversu margir bílar eru farnir út af og koma því fólki til aðstoðar.“ Ekki liggur fyrir eins og er hversu lengi fólkið verður í fjöldahjálparstöðinni. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað er búið að skipuleggja með frekari flutning, vegurinn er lokaður eins og er en aðgerðarstjórnstöð höfuðborgarsvæðisins tekur þá ákvörðun um það hvernig og hvenær það á að flytja fólkið til Reykjavíkur.“
Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15 Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55
Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15
Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19
„Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38