Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 12:05 Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, og Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, virðast ætla að leiða nýja ríkisstjórn á Spáni. Vísir/EPA Katalónskir sjálfstæðissinnar á Spánarþingi hafa samþykkt að greiða götu nýrrar ríkisstjórnar með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um samsteypustjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarið ár. Sósíalistaflokkurinn vann flest þingsæti í kosningum sem fóru fram í nóvember án þess þó að ná hreinum meirihluta. Þeir náðu fljótt samkomulagi við Við getum um ríkisstjórnarsamstarf en slík stjórn er með minnihluta þingsæta og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka. Vinstri lýðveldissinnar Katalóníu (ERC) er með þrettán sæti á þingi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að með hlutleysi hans og stuðningi annarra vinstriflokka eða baskneskra flokka gæti stjórn Sánchez komist á koppinn. Búist er við því að atkvæði um traust á slíkri ríkisstjórn verði greidd á þingi um helgina og á þriðjudag. Talið er að Sánchez tapi þeirri fyrri þar sem hann þarf stuðning hreins meirihluta þingsins. Í þeirri síðari gæti hann haldið velli þar sem þá þarf aðeins einfaldan meirihluta þingmanna. Að baki vilyrði katalónsku sjálfstæðissinnanna um að verja stjórn Sánchez falli býr loforð sósíalista um að samningaviðræður við katalónsku héraðsstjórnina til að greiða úr pólitískum ágreiningi um framtíð héraðsins. Þær gætu leitt af sér þjóðaratkvæðagreiðslu. Hluti af pólitískum óróa sem hefur ríkt á Spáni undanfarin ár var tilkominn vegna sjálfstæðistilburða katalónsku héraðsstjórnarinnar. Hún hélt meðal annars þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í trássi við vilja landsstjórnarinnar og lýsti yfir sjálfstæði í kjölfarið. Nokkrir leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga fangelsisdóma fyrir aðild sína að þeim aðgerðum í fyrra. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Katalónskir sjálfstæðissinnar á Spánarþingi hafa samþykkt að greiða götu nýrrar ríkisstjórnar með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um samsteypustjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarið ár. Sósíalistaflokkurinn vann flest þingsæti í kosningum sem fóru fram í nóvember án þess þó að ná hreinum meirihluta. Þeir náðu fljótt samkomulagi við Við getum um ríkisstjórnarsamstarf en slík stjórn er með minnihluta þingsæta og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka. Vinstri lýðveldissinnar Katalóníu (ERC) er með þrettán sæti á þingi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að með hlutleysi hans og stuðningi annarra vinstriflokka eða baskneskra flokka gæti stjórn Sánchez komist á koppinn. Búist er við því að atkvæði um traust á slíkri ríkisstjórn verði greidd á þingi um helgina og á þriðjudag. Talið er að Sánchez tapi þeirri fyrri þar sem hann þarf stuðning hreins meirihluta þingsins. Í þeirri síðari gæti hann haldið velli þar sem þá þarf aðeins einfaldan meirihluta þingmanna. Að baki vilyrði katalónsku sjálfstæðissinnanna um að verja stjórn Sánchez falli býr loforð sósíalista um að samningaviðræður við katalónsku héraðsstjórnina til að greiða úr pólitískum ágreiningi um framtíð héraðsins. Þær gætu leitt af sér þjóðaratkvæðagreiðslu. Hluti af pólitískum óróa sem hefur ríkt á Spáni undanfarin ár var tilkominn vegna sjálfstæðistilburða katalónsku héraðsstjórnarinnar. Hún hélt meðal annars þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í trássi við vilja landsstjórnarinnar og lýsti yfir sjálfstæði í kjölfarið. Nokkrir leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga fangelsisdóma fyrir aðild sína að þeim aðgerðum í fyrra.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21
Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15
Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53
Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15