Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið: „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2020 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og „tapara“. Á fundi sem ætlað var að fræða forsetann um bandalög Bandaríkjanna og kosti þeirra skammaðist hann yfir því að Bandaríkin væru ekki að rukka bandamenn Bandaríkjanna fyrir að verja þau og af hverju ríkið væri ekki að hagnast á hermönnum þess. Boðað var til fundarins sumarið 2017 um sex mánuðum eftir að Trump tók við embætti. Hann var skipulagður af þeim Jim Mattis, varnarmálaráðherra, Rex Tillerson, utanríkisráðherra, og Gary Cohn, formanni þjóðarhagsráðs Bandaríkjanna. Tilefnið var að þessir menn höfðu áhyggjur af þekkingarleysi forsetans á sögu Bandaríkjanna og þá sérstaklega á bandalögum ríkisins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Trump hafði opinberlega skammast yfir bandamönnum Bandaríkjanna og gefið gerræðisstjórnum í Rússlandi og víðar undir fótinn. Þar að auki hafði hann kallað eftir því að hermenn Bandaríkjanna yrðu kallaðir heim frá mikilvægum herstöðvum og ríkjum. Þeir töldu að nauðsynlegt væri að fræða forsetann. Því var ákveðið að halda áðurnefndan fund í fundarherbergi hershöfðingjaráðs Bandaríkjanna. Auk þeirra Trump, Tillerson, Mattis og Cohn voru meðlimir hershöfðingjaráðsins og aðstoðarmenn þeirra, Mike Pence varaforseti og Stephen Bannon þáverandi ráðgjafi Trump. Frásögn þessi byggir á nýrri bók um veru Donald Trump í Hvíta húsinu. Bók þessi heitir „Stöðugur snillingur“ og er skrifuð af blaðamönnunum Philip Rucker og Carol D. Leonnig, frá Washington Post. Sá í hvað stefndi Fundurinn, sem haldinn var þann 20. júlí 2017, byrjaði á tuttugu mínútna fyrirlestri Mattis. Ráðherrann sá fyrir sér að nota kort, myndir og líkön til að koma í veg fyrir að forsetanum leiddist fyrirlesturinn og notaðist við hugtök úr fasteignabransanum, til að gera Trump auðveldara fyrir og fanga athygli hans. Þannig gæti hann kynnt Trump verðmæti aðgerða Bandaríkjanna í heiminum og það hvernig öryggi ríkisins byggir á bandalögum þess á heimsvísu. Á fyrstu glæru Matti stóð í stórum stöfum að alþjóðakerfið sem byggt var upp í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar væri það besta sem stríðið hefði leitt af sér. Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump.Getty/Alex Wong Stephen Bannon, áttaði sig strax á því í hvað stefndi. Samkvæmt bókinni hugsaði hann strax með sér: „Þetta verður galið“ og að haft er eftir honum að Trump gæti ómögulega hugsað á þann veg. Hann gæti ekki einu sinni sagt það sem Mattis sagði þó einhver myndi hóta að skjóta hann ef hann gerði það ekki. Heilt yfir tók fundurinn um 90 mínútur og skiptust Mattis, Tillerson og Cohn á því að reyna að sannfæra Trump um ágæti bandalaga Bandaríkjanna og það hvernig vera bandarískra hermanna út í heimi kæmi í veg fyrir árásir á Bandaríkin. Trump greip ítrekað fram í á þeim tíma. Eitt slíkt skipti var þegar einhver nefndi herstöð og forsetinn fór að tala um það hve „galið“ og „heimskulegt“ það væri að borga ríkjum fyrir að vera með herstöðvar innan landamæra þeirra. Fyrsta gagnrýni hans sneri þó að því að Bandaríkin hefðu sett upp tíu milljarða dala eldflaugavarnarkerfi í Suður-Kóreu. Trump sagði að Suður-Kóreumenn ættu að greiða fyrir það, annars myndu Bandaríkin yfirgefa svæðið. „Við ættum að rukka þá um leigu,“ sagði Trump. „Við ættum að láta þá borga fyrir hermennina okkar. Við ættum að vera að græða á öllu.“ Forsetinn ræddi það einnig hve gagnslaust Atlantshafsbandalagið væri og skammaðist yfir því að aðildarríki bandalagsins skulduðu Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Það er eitthvað sem Trump hefur ítrekað haldið fram en er einfaldlega rangt hjá honum. Ríki NATO skulda Bandaríkjunum ekki fé, heldur er hann að vísa til óbindandi markmiðs bandalagsins um að aðildarríki verðu tveimur prósentum vergrar landsframleiðslu til varnarmála. Á þeim tímapunkti voru einungis fimm ríki sem gerðu það. James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump.Getty/Steven Ferdman Þetta reyndi Mattis að útskýra fyrir Trump og það að bandalaginu væri ekki eingöngu ætlað að verja Vestur-Evrópu heldur einnig Bandaríkin. Bannon greip þá inn í og gaf í skyn að ekkert ríki NATO myndi standa við bakið á Trump. Því næst fór Trump að skammast yfir kjarnorkusamningnum svokallaða við Íran og sagði það versta samning sem hafi nokkurn tímann verið gerður. „Reyndar,“ sagði Tillerson en Trump sagðist ekki vilja heyra það. Hann sagðist sannfærður um að Íranar væru að brjóta gegn samningnum og að Bandaríkin myndu rifta honum. Skammaði hann Tillerson fyrir að standa í vegi sér. Áður en hægt var að ræða það frekar sneri forsetinn sér að stríði Bandaríkjanna í Afganistan, lengsta stríði Bandaríkjanna. Trump krafðist útskýringar á því af hverju stríðið hafi ekki verið unnið og kallaði það „tapara-stríð“. „Þið eruð taparar. Þið kunnið ekki að sigra lengur,“ sagði Trump. Samkvæmt bókinni fylltu þessi orð forsetans þá hermenn sem í herberginu voru viðbjóði en þau höfðu svarið þess eið að hlýða skipunum hans. Vildi olíu fyrir hermenn Því næst spurði Trump af hverju í ósköpunum Bandaríkin fengu ekki olíu frá ríkjum Mið-Austurlanda fyrir að hafa hermenn þar. Miðað við frásögnina sem blaðamennirnir hafa sett saman flakkaði Trump ítrekað á milli málefna á fundinum. „Við eyddum sjö billjónum dala. Þeir eru að ræna okkur. Hvar er helvítis olían?“ Trump velti vöngum yfir því hvort hann ætti að kalla John Nicholson, yfirmann herafla Bandaríkjanna í Afganistan, heim aftur og skipa nýjan hershöfðingja í stöðuna. „Ég held að hann kunni ekki að sigra,“ sagði Trump um Nicholson, sem var ekki á fundinum. Joseph F. Dunford Jr., fyrrverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna.Getty/Alex Wong Joseph F. Dunford Jr., þáverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, reyndi að koma Nicholson til varnar og að útskýra fyrir Trump að verkefni hersins í Bandaríkjunum hafi ekki verið að sigra óvini Bandaríkjanna. Það hafi verið að framfylgja markmiðum ríkisstjórnar Barack Obama um að fækka hermönnum í landinu hægt og rólega og á sama tíma þjálfa heimamenn í því að takast á við Talibana og halda uppi stöðugri ríkisstjórn. „Ég vil sigur,“ krafðist Trump. „Við sigrum ekki stríð lengur. Við eyðum sjö billjónum, allir aðrir fá olíuna og við sigrum ekki lengur.“ Þarna var Trump orðinn reiður og það næsta sem hann sagði sló alla sem í herberginu voru. „Aular og börn“ „Ég myndi ekki vilja fara í stríð með ykkur,“ sagði yfirmaður herafla Bandaríkjanna. „Þið eruð ekkert nema aular og börn.“ Eins og frægt er komst Donald Trump hjá því að gegna herþjónustu í Víetnamstríðinu vegna hælspora. Árið 1968, þegar hann var 22 ára gamall, var verið að kalla fjölda manna á þeim aldri í herinn. Trump hafði á þeim tíma verið að spila ýmsar íþróttir í skóla, eins og amerískan fótbolta Fjöldi fólks í þessu herbergi hafði farið í stríð fyrir Bandaríkin á meðan forsetinn sjálfur, sem var að húðskamma þau, hafði ekki gert það og hafði markvisst komist hjá því. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra.Getty/Drew Angerer Á meðan hermenn í herberginu beindu augum sínum niður á við varð Rex Tillerson fjúkandi reiður. Ráðherrann velti vöngum yfir því af hverju Mattis sagði ekkert við Trump en áttaði sig seinna meir á því að Mattis væri landgönguliði í húð og hár og hann gæti ómögulega farið gegn yfirmanni sínum. Tillerson sagðist seinna meir að minnst ein kona hefði farið að gráta í fundarherberginu. Aðrir sem sóttu fundinn veltu því einnig fyrir sér af hverju Mike Pence, varaforseti, sagði ekki neitt. Sonur hans var landgönguliði en hann hafði setið kyrr allan fundinn eins og vaxstytta. Vitni sögðu hann hafa virst vilja vera hvar sem er annarsstaðar en á þessum fundi. Að endingu greip Tillerson fram í fyrir forsetanum, sem var þá aftur farinn að tala um það hvernig Bandaríkin gætu grætt á hermönnum ríkisins. „Nei. Það er einfaldlega rangt. Herra forseti, þú hefur algjörlega rangt fyrir þér. Ekkert af þessu er satt,“ sagði Tillerson. „Mennirnir og konurnar sem fara í herbúninginn gera það ekki til að verða málaliðar. Það er ekki ástæðan fyrir því að fara og deyja…Þau gera það til að verja frelsi okkar.“ Skömmu eftir það lauk fundinum og þar sem Tillerson, Mattis og Cohn stóðu fyrir utan fundarherbergið, ásamt öðrum, sagði Tillerson orð sem nú eru fræg: „Hann er helvítis fáviti“. Gary Cohn, fyrrverandi formaður þjóðarhagsráðs BandaríkjannaVísir/Getty Tillerson lítur á þennan fund sem „byrjunina á endanum“ á sambandi hans og forsetans. Það hafi versnað í kjölfarið og sérstaklega eftir að fjölmiðlar sögðu frá því að ráðherrann fyrrverandi hefði kallað forsetann „fávita“. Á öðrum fundi með hershöfðingjunum nokkrum mánuðum seinna, í september, fór Trump aftur að ræða það hvernig Bandaríkin ættu að græða á hermönnum ríkisins og nauðsynlegt væri að rukka ríki Evrópu og Asíu fyrir veru hermanna þar, stóð Tillerson upp. Hann sagðist aldrei hafa klæðst herbúningi en taldi sig vita fyrir víst að fólk skráði sig ekki til herþjónustu til að hagnast á því. „Þau gera það fyrir ríki þeirra, til að vernda okkur. Ég vil gera öllum ljóst hve mikið við metum þjónustu þeirra,“ sagði Tillerson. Við þetta reiddist Trump verulega og segja vitni að hann hafi orðið rauður í framan. Það kvöld hringdi Dunford í Tillerson og þakkaði honum innilega fyrir að standa vörð um hermenn Bandaríkjanna. Öll bönd af Trump Það var svo í mars 2018 sem Trump rak utanríkisráðherrann. Þá var Tillerson í opinberri ferð um Afríku að reyna að lægja öldurnar þar eftir að forsetinn kallaði ríki heimsálfunnar „skítaholur“. Trump gaf enga ástæðu fyrir brottrekstrinum. Seinna meir bauð hann Tillerson að koma til Hvíta hússins svo hægt væri að taka mynd af þeim saman sem Trump gæti áritað. Tillerson þáði ekki boðið. Cohn sagði af sér skömmu síðar og Mattis sagði af sér í desember 2018. Það gerði hann eftir að Trump ákvað að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi og yfirgefa sýrlenska Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna. Trump hætti þó við ákvörðun sína skömmu seinna en tók svo aftur skyndiákvörðun í fyrra um að slíta bandalaginu við Kúrda og gera Tyrkjum kleift að herja á þá. Þegar fjölmiðlar sögðu frá afsagnarbréfi Mattis, þar sem hann var gagnrýninn á Trump, vísaði forsetinn honum úr embætti tveimur mánuðum áður en hann átti að láta af störfum. Við það tilefni gagnrýndi Trump hershöfðingjann harðlega og þá meðal annars með því að segja að Mattis hefði staðið sig illa varðandi Afganistan. Tillerson, Mattis og Cohn, auk annarra fyrrverandi embættismanna í ríkisstjórn Trump, hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ætlað sér að reyna að „vernda Bandaríkin“ gagnvart Trump. Þeir hafa sérstaklega verið gagnrýndir fyrir þögn þeirra um það sem þeir urðu vitni að, eftir að þeir hrökkluðust úr starfi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og „tapara“. Á fundi sem ætlað var að fræða forsetann um bandalög Bandaríkjanna og kosti þeirra skammaðist hann yfir því að Bandaríkin væru ekki að rukka bandamenn Bandaríkjanna fyrir að verja þau og af hverju ríkið væri ekki að hagnast á hermönnum þess. Boðað var til fundarins sumarið 2017 um sex mánuðum eftir að Trump tók við embætti. Hann var skipulagður af þeim Jim Mattis, varnarmálaráðherra, Rex Tillerson, utanríkisráðherra, og Gary Cohn, formanni þjóðarhagsráðs Bandaríkjanna. Tilefnið var að þessir menn höfðu áhyggjur af þekkingarleysi forsetans á sögu Bandaríkjanna og þá sérstaklega á bandalögum ríkisins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Trump hafði opinberlega skammast yfir bandamönnum Bandaríkjanna og gefið gerræðisstjórnum í Rússlandi og víðar undir fótinn. Þar að auki hafði hann kallað eftir því að hermenn Bandaríkjanna yrðu kallaðir heim frá mikilvægum herstöðvum og ríkjum. Þeir töldu að nauðsynlegt væri að fræða forsetann. Því var ákveðið að halda áðurnefndan fund í fundarherbergi hershöfðingjaráðs Bandaríkjanna. Auk þeirra Trump, Tillerson, Mattis og Cohn voru meðlimir hershöfðingjaráðsins og aðstoðarmenn þeirra, Mike Pence varaforseti og Stephen Bannon þáverandi ráðgjafi Trump. Frásögn þessi byggir á nýrri bók um veru Donald Trump í Hvíta húsinu. Bók þessi heitir „Stöðugur snillingur“ og er skrifuð af blaðamönnunum Philip Rucker og Carol D. Leonnig, frá Washington Post. Sá í hvað stefndi Fundurinn, sem haldinn var þann 20. júlí 2017, byrjaði á tuttugu mínútna fyrirlestri Mattis. Ráðherrann sá fyrir sér að nota kort, myndir og líkön til að koma í veg fyrir að forsetanum leiddist fyrirlesturinn og notaðist við hugtök úr fasteignabransanum, til að gera Trump auðveldara fyrir og fanga athygli hans. Þannig gæti hann kynnt Trump verðmæti aðgerða Bandaríkjanna í heiminum og það hvernig öryggi ríkisins byggir á bandalögum þess á heimsvísu. Á fyrstu glæru Matti stóð í stórum stöfum að alþjóðakerfið sem byggt var upp í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar væri það besta sem stríðið hefði leitt af sér. Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump.Getty/Alex Wong Stephen Bannon, áttaði sig strax á því í hvað stefndi. Samkvæmt bókinni hugsaði hann strax með sér: „Þetta verður galið“ og að haft er eftir honum að Trump gæti ómögulega hugsað á þann veg. Hann gæti ekki einu sinni sagt það sem Mattis sagði þó einhver myndi hóta að skjóta hann ef hann gerði það ekki. Heilt yfir tók fundurinn um 90 mínútur og skiptust Mattis, Tillerson og Cohn á því að reyna að sannfæra Trump um ágæti bandalaga Bandaríkjanna og það hvernig vera bandarískra hermanna út í heimi kæmi í veg fyrir árásir á Bandaríkin. Trump greip ítrekað fram í á þeim tíma. Eitt slíkt skipti var þegar einhver nefndi herstöð og forsetinn fór að tala um það hve „galið“ og „heimskulegt“ það væri að borga ríkjum fyrir að vera með herstöðvar innan landamæra þeirra. Fyrsta gagnrýni hans sneri þó að því að Bandaríkin hefðu sett upp tíu milljarða dala eldflaugavarnarkerfi í Suður-Kóreu. Trump sagði að Suður-Kóreumenn ættu að greiða fyrir það, annars myndu Bandaríkin yfirgefa svæðið. „Við ættum að rukka þá um leigu,“ sagði Trump. „Við ættum að láta þá borga fyrir hermennina okkar. Við ættum að vera að græða á öllu.“ Forsetinn ræddi það einnig hve gagnslaust Atlantshafsbandalagið væri og skammaðist yfir því að aðildarríki bandalagsins skulduðu Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Það er eitthvað sem Trump hefur ítrekað haldið fram en er einfaldlega rangt hjá honum. Ríki NATO skulda Bandaríkjunum ekki fé, heldur er hann að vísa til óbindandi markmiðs bandalagsins um að aðildarríki verðu tveimur prósentum vergrar landsframleiðslu til varnarmála. Á þeim tímapunkti voru einungis fimm ríki sem gerðu það. James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump.Getty/Steven Ferdman Þetta reyndi Mattis að útskýra fyrir Trump og það að bandalaginu væri ekki eingöngu ætlað að verja Vestur-Evrópu heldur einnig Bandaríkin. Bannon greip þá inn í og gaf í skyn að ekkert ríki NATO myndi standa við bakið á Trump. Því næst fór Trump að skammast yfir kjarnorkusamningnum svokallaða við Íran og sagði það versta samning sem hafi nokkurn tímann verið gerður. „Reyndar,“ sagði Tillerson en Trump sagðist ekki vilja heyra það. Hann sagðist sannfærður um að Íranar væru að brjóta gegn samningnum og að Bandaríkin myndu rifta honum. Skammaði hann Tillerson fyrir að standa í vegi sér. Áður en hægt var að ræða það frekar sneri forsetinn sér að stríði Bandaríkjanna í Afganistan, lengsta stríði Bandaríkjanna. Trump krafðist útskýringar á því af hverju stríðið hafi ekki verið unnið og kallaði það „tapara-stríð“. „Þið eruð taparar. Þið kunnið ekki að sigra lengur,“ sagði Trump. Samkvæmt bókinni fylltu þessi orð forsetans þá hermenn sem í herberginu voru viðbjóði en þau höfðu svarið þess eið að hlýða skipunum hans. Vildi olíu fyrir hermenn Því næst spurði Trump af hverju í ósköpunum Bandaríkin fengu ekki olíu frá ríkjum Mið-Austurlanda fyrir að hafa hermenn þar. Miðað við frásögnina sem blaðamennirnir hafa sett saman flakkaði Trump ítrekað á milli málefna á fundinum. „Við eyddum sjö billjónum dala. Þeir eru að ræna okkur. Hvar er helvítis olían?“ Trump velti vöngum yfir því hvort hann ætti að kalla John Nicholson, yfirmann herafla Bandaríkjanna í Afganistan, heim aftur og skipa nýjan hershöfðingja í stöðuna. „Ég held að hann kunni ekki að sigra,“ sagði Trump um Nicholson, sem var ekki á fundinum. Joseph F. Dunford Jr., fyrrverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna.Getty/Alex Wong Joseph F. Dunford Jr., þáverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, reyndi að koma Nicholson til varnar og að útskýra fyrir Trump að verkefni hersins í Bandaríkjunum hafi ekki verið að sigra óvini Bandaríkjanna. Það hafi verið að framfylgja markmiðum ríkisstjórnar Barack Obama um að fækka hermönnum í landinu hægt og rólega og á sama tíma þjálfa heimamenn í því að takast á við Talibana og halda uppi stöðugri ríkisstjórn. „Ég vil sigur,“ krafðist Trump. „Við sigrum ekki stríð lengur. Við eyðum sjö billjónum, allir aðrir fá olíuna og við sigrum ekki lengur.“ Þarna var Trump orðinn reiður og það næsta sem hann sagði sló alla sem í herberginu voru. „Aular og börn“ „Ég myndi ekki vilja fara í stríð með ykkur,“ sagði yfirmaður herafla Bandaríkjanna. „Þið eruð ekkert nema aular og börn.“ Eins og frægt er komst Donald Trump hjá því að gegna herþjónustu í Víetnamstríðinu vegna hælspora. Árið 1968, þegar hann var 22 ára gamall, var verið að kalla fjölda manna á þeim aldri í herinn. Trump hafði á þeim tíma verið að spila ýmsar íþróttir í skóla, eins og amerískan fótbolta Fjöldi fólks í þessu herbergi hafði farið í stríð fyrir Bandaríkin á meðan forsetinn sjálfur, sem var að húðskamma þau, hafði ekki gert það og hafði markvisst komist hjá því. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra.Getty/Drew Angerer Á meðan hermenn í herberginu beindu augum sínum niður á við varð Rex Tillerson fjúkandi reiður. Ráðherrann velti vöngum yfir því af hverju Mattis sagði ekkert við Trump en áttaði sig seinna meir á því að Mattis væri landgönguliði í húð og hár og hann gæti ómögulega farið gegn yfirmanni sínum. Tillerson sagðist seinna meir að minnst ein kona hefði farið að gráta í fundarherberginu. Aðrir sem sóttu fundinn veltu því einnig fyrir sér af hverju Mike Pence, varaforseti, sagði ekki neitt. Sonur hans var landgönguliði en hann hafði setið kyrr allan fundinn eins og vaxstytta. Vitni sögðu hann hafa virst vilja vera hvar sem er annarsstaðar en á þessum fundi. Að endingu greip Tillerson fram í fyrir forsetanum, sem var þá aftur farinn að tala um það hvernig Bandaríkin gætu grætt á hermönnum ríkisins. „Nei. Það er einfaldlega rangt. Herra forseti, þú hefur algjörlega rangt fyrir þér. Ekkert af þessu er satt,“ sagði Tillerson. „Mennirnir og konurnar sem fara í herbúninginn gera það ekki til að verða málaliðar. Það er ekki ástæðan fyrir því að fara og deyja…Þau gera það til að verja frelsi okkar.“ Skömmu eftir það lauk fundinum og þar sem Tillerson, Mattis og Cohn stóðu fyrir utan fundarherbergið, ásamt öðrum, sagði Tillerson orð sem nú eru fræg: „Hann er helvítis fáviti“. Gary Cohn, fyrrverandi formaður þjóðarhagsráðs BandaríkjannaVísir/Getty Tillerson lítur á þennan fund sem „byrjunina á endanum“ á sambandi hans og forsetans. Það hafi versnað í kjölfarið og sérstaklega eftir að fjölmiðlar sögðu frá því að ráðherrann fyrrverandi hefði kallað forsetann „fávita“. Á öðrum fundi með hershöfðingjunum nokkrum mánuðum seinna, í september, fór Trump aftur að ræða það hvernig Bandaríkin ættu að græða á hermönnum ríkisins og nauðsynlegt væri að rukka ríki Evrópu og Asíu fyrir veru hermanna þar, stóð Tillerson upp. Hann sagðist aldrei hafa klæðst herbúningi en taldi sig vita fyrir víst að fólk skráði sig ekki til herþjónustu til að hagnast á því. „Þau gera það fyrir ríki þeirra, til að vernda okkur. Ég vil gera öllum ljóst hve mikið við metum þjónustu þeirra,“ sagði Tillerson. Við þetta reiddist Trump verulega og segja vitni að hann hafi orðið rauður í framan. Það kvöld hringdi Dunford í Tillerson og þakkaði honum innilega fyrir að standa vörð um hermenn Bandaríkjanna. Öll bönd af Trump Það var svo í mars 2018 sem Trump rak utanríkisráðherrann. Þá var Tillerson í opinberri ferð um Afríku að reyna að lægja öldurnar þar eftir að forsetinn kallaði ríki heimsálfunnar „skítaholur“. Trump gaf enga ástæðu fyrir brottrekstrinum. Seinna meir bauð hann Tillerson að koma til Hvíta hússins svo hægt væri að taka mynd af þeim saman sem Trump gæti áritað. Tillerson þáði ekki boðið. Cohn sagði af sér skömmu síðar og Mattis sagði af sér í desember 2018. Það gerði hann eftir að Trump ákvað að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi og yfirgefa sýrlenska Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna. Trump hætti þó við ákvörðun sína skömmu seinna en tók svo aftur skyndiákvörðun í fyrra um að slíta bandalaginu við Kúrda og gera Tyrkjum kleift að herja á þá. Þegar fjölmiðlar sögðu frá afsagnarbréfi Mattis, þar sem hann var gagnrýninn á Trump, vísaði forsetinn honum úr embætti tveimur mánuðum áður en hann átti að láta af störfum. Við það tilefni gagnrýndi Trump hershöfðingjann harðlega og þá meðal annars með því að segja að Mattis hefði staðið sig illa varðandi Afganistan. Tillerson, Mattis og Cohn, auk annarra fyrrverandi embættismanna í ríkisstjórn Trump, hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ætlað sér að reyna að „vernda Bandaríkin“ gagnvart Trump. Þeir hafa sérstaklega verið gagnrýndir fyrir þögn þeirra um það sem þeir urðu vitni að, eftir að þeir hrökkluðust úr starfi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira