Lögreglustjórinn ekki vanhæfur í nágrannadeilumáli í Flóanum Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2020 14:21 Hreggviður Hermannsson segir lögregluembættið á Suðurlandi leggja sig í einelti. Mál sem snýr að illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi verður tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands. Þetta varð ljóst eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð dómstólsins um að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi væri vanhæft til að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Lögregluembættið gaf út ákæru á hendur Hreggviði í mars á síðasta ári fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Verjandi Hreggviðs fór fram á á vanhæfi lögreglustjórans á þeim grundvelli að tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Sagði verjandi Hreggviðs að Hreggviður hafi verið lagður í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Hafi áhugi embættisins á honum jaðrað við þráhyggju. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá árinu 2014. Í úrskurði Landsréttar er hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Segir að ekki væru að finna nein gögn sem bæru með sér að fulltrúarnir væru vanhæfir til að annast rannsókn á málinu. Þá hefði mögulegt vanhæfi fulltrúa eitt og sér ekki áhrif á hæfi lögreglustjóra samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þá yrði ekki séð að fyrir hendi væru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar væru til að draga óhlutdrægni lögreglustjórans með réttu í efa,“ segir í úrskurðarorðum. Deilt um landspildu Umræddar deilur í Flóanum hafa oft ratað í fjölmiðla, en á síðasta ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987 og hafa ásakanir gegnið á víxl æ síðan. Flóahreppur Lögreglan Lögreglumál Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Mál sem snýr að illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi verður tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands. Þetta varð ljóst eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð dómstólsins um að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi væri vanhæft til að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Lögregluembættið gaf út ákæru á hendur Hreggviði í mars á síðasta ári fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Verjandi Hreggviðs fór fram á á vanhæfi lögreglustjórans á þeim grundvelli að tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Sagði verjandi Hreggviðs að Hreggviður hafi verið lagður í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Hafi áhugi embættisins á honum jaðrað við þráhyggju. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá árinu 2014. Í úrskurði Landsréttar er hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Segir að ekki væru að finna nein gögn sem bæru með sér að fulltrúarnir væru vanhæfir til að annast rannsókn á málinu. Þá hefði mögulegt vanhæfi fulltrúa eitt og sér ekki áhrif á hæfi lögreglustjóra samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þá yrði ekki séð að fyrir hendi væru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar væru til að draga óhlutdrægni lögreglustjórans með réttu í efa,“ segir í úrskurðarorðum. Deilt um landspildu Umræddar deilur í Flóanum hafa oft ratað í fjölmiðla, en á síðasta ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987 og hafa ásakanir gegnið á víxl æ síðan.
Flóahreppur Lögreglan Lögreglumál Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30