Úkraína biður FBI um aðstoð við rannsókn á tölvuinnbroti Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2020 14:00 Skrifstofur félags Burisma í Kænugarði. Trump forseti sóttist eftir rannsókn sem gæti skaðað pólitískan keppinaut hans. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa brotist inn í tölvukerfi fyrirtækisins. Vísir/EPA Yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir því við bandarísku alríkislögregluna FBI að hún aðstoði við rannsókn á innbroti í tölvukerfi gasfyrirtækisins Burisma sem talið er að rússneskir hakkarar hafi staðið fyrir. Burisma er í hringiðu rannsóknar á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandarískt tölvuöryggisfyrirtæki greindi frá því í vikunni að umfangsmiklum vefveiðum (e. Phishing) hafi verið beint gegn Burisma frá því í byrjun nóvember þegar rannsókn á þrýstingsherferð Trump forseta og bandamanna hans gegn úkraínskum stjórnvöldum komst í hámæli. Fyrirtækið telur að hakkarar á vegum leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi verið á ferð og að þeir hafi komist yfir upplýsingar frá Burisma. Ekki liggur fyrir hvaða upplýsingar þeir komust yfir eða eftir hverju þeir sóttust. Trump þrýsti ítrekað á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, um að rannsaka Burisma og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa notað hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir til að þvinga þau til að hefja rannsókn á Biden og Burisma. Reuters-fréttastofan segir að Artjom Minjaíló, innanríkisráðherra Úkraínu, hafi greint frá því að óskað hafi verið eftir liðsinni FBI við rannsóknina á tölvuinnbrotinu. Líklegt sé að rússnesk sérsveit hafi átt þátt í innbrotinu. Sami hópur tölvuþrjóta, sem hefur verið nefndur „Fínibjörn“ [e. Fancy Bear], braust inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og framboðs Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Póstunum láku hakkararnir svo í gengum Wikileaks í aðdraganda kosninganna. Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu að innbrotið hefði verið liður í afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum en markmið þeirra var að hjálpa Trump til sigurs. Marie Yovanovitch var skyndilega kölluð heim sem sendiherra í apríl í kjölfar ófrægingarherferðar lögmanns Trump gegn henni.AP/J. Scott Applewhite Rannsaka mögulegar njósnir um sendiherra Bandaríkjanna Á sama tíma tilkynnti Minjaíló einnig að rannsókn væri hafin á mögulegu ólöglegu eftirliti með Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði. Í gögnum sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings birti í vikunni var að finna skilaboð á milli þingframbjóðanda repúblikana og Lev Parnas, samverkamanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump forseta, þar sem fullyrt var að fylgst væri með Yovanovitch í Úkraínu. Yovanovitch var sendiherra þar til í apríl í fyrra þegar Trump forseti lét kalla hana heim í skyndi. Brottrekstur hennar kom í kjölfar ófrægingarherferðar sem Giuliani stóð fyrir gegn henni og embættismenn lýstu við rannsókn Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump gegn Úkraínu. Parnas og Giuliani voru meðal annars í sambandi við úkraínskan saksóknara sem vildi að þeir boluðu Yovanovitch í burtu í skiptum fyrir upplýsingar sem kæmu Biden illa. Yovanovitch hafði verið gagnrýnin á störf saksóknarans sem hún taldi ekki standa sig í að uppræta spillingu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekkert tjáð sig um fullyrðingarnar um að fylgst hafi verið með Yovanovitch. Robert F. Hyde, frambjóðandi repúblikana í Connecticut, sem sagði að fylgst væri með sendiherranum, neitaði því algerlega í sjónvarpsviðtali í gær og hélt því fram að hann hefði verið að grínast þegar hann sagði Parnas það. Washington Post greindi frá því í dag að Hyde hefði verið lagður inn á geðdeild gegn vilja sínum eftir uppákomu í golfklúbbi Trump forseta í Doral á Flórída í maí í fyrra. Í lögregluskýrslu kom fram að Hyde hefði sagst telja að launmorðingi væri á hælum hans. Hann teldi sig mögulega í lífshættu vegna tölvupósta sem hann hafði sent. Óttaðist hann að málarar og garðyrkjumenn vildu skaða hann og að leyniþjónustan fylgdist með honum. Hyde var í kjölfarið lagður inn á geðdeild gegn vilja sínum á grundvelli laga í Flórída sem heimila slíkt í tilfelli geðsjúkdóma eða lyfjamisnotkunar. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir því við bandarísku alríkislögregluna FBI að hún aðstoði við rannsókn á innbroti í tölvukerfi gasfyrirtækisins Burisma sem talið er að rússneskir hakkarar hafi staðið fyrir. Burisma er í hringiðu rannsóknar á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandarískt tölvuöryggisfyrirtæki greindi frá því í vikunni að umfangsmiklum vefveiðum (e. Phishing) hafi verið beint gegn Burisma frá því í byrjun nóvember þegar rannsókn á þrýstingsherferð Trump forseta og bandamanna hans gegn úkraínskum stjórnvöldum komst í hámæli. Fyrirtækið telur að hakkarar á vegum leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi verið á ferð og að þeir hafi komist yfir upplýsingar frá Burisma. Ekki liggur fyrir hvaða upplýsingar þeir komust yfir eða eftir hverju þeir sóttust. Trump þrýsti ítrekað á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, um að rannsaka Burisma og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa notað hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir til að þvinga þau til að hefja rannsókn á Biden og Burisma. Reuters-fréttastofan segir að Artjom Minjaíló, innanríkisráðherra Úkraínu, hafi greint frá því að óskað hafi verið eftir liðsinni FBI við rannsóknina á tölvuinnbrotinu. Líklegt sé að rússnesk sérsveit hafi átt þátt í innbrotinu. Sami hópur tölvuþrjóta, sem hefur verið nefndur „Fínibjörn“ [e. Fancy Bear], braust inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og framboðs Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Póstunum láku hakkararnir svo í gengum Wikileaks í aðdraganda kosninganna. Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu að innbrotið hefði verið liður í afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum en markmið þeirra var að hjálpa Trump til sigurs. Marie Yovanovitch var skyndilega kölluð heim sem sendiherra í apríl í kjölfar ófrægingarherferðar lögmanns Trump gegn henni.AP/J. Scott Applewhite Rannsaka mögulegar njósnir um sendiherra Bandaríkjanna Á sama tíma tilkynnti Minjaíló einnig að rannsókn væri hafin á mögulegu ólöglegu eftirliti með Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði. Í gögnum sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings birti í vikunni var að finna skilaboð á milli þingframbjóðanda repúblikana og Lev Parnas, samverkamanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump forseta, þar sem fullyrt var að fylgst væri með Yovanovitch í Úkraínu. Yovanovitch var sendiherra þar til í apríl í fyrra þegar Trump forseti lét kalla hana heim í skyndi. Brottrekstur hennar kom í kjölfar ófrægingarherferðar sem Giuliani stóð fyrir gegn henni og embættismenn lýstu við rannsókn Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump gegn Úkraínu. Parnas og Giuliani voru meðal annars í sambandi við úkraínskan saksóknara sem vildi að þeir boluðu Yovanovitch í burtu í skiptum fyrir upplýsingar sem kæmu Biden illa. Yovanovitch hafði verið gagnrýnin á störf saksóknarans sem hún taldi ekki standa sig í að uppræta spillingu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekkert tjáð sig um fullyrðingarnar um að fylgst hafi verið með Yovanovitch. Robert F. Hyde, frambjóðandi repúblikana í Connecticut, sem sagði að fylgst væri með sendiherranum, neitaði því algerlega í sjónvarpsviðtali í gær og hélt því fram að hann hefði verið að grínast þegar hann sagði Parnas það. Washington Post greindi frá því í dag að Hyde hefði verið lagður inn á geðdeild gegn vilja sínum eftir uppákomu í golfklúbbi Trump forseta í Doral á Flórída í maí í fyrra. Í lögregluskýrslu kom fram að Hyde hefði sagst telja að launmorðingi væri á hælum hans. Hann teldi sig mögulega í lífshættu vegna tölvupósta sem hann hafði sent. Óttaðist hann að málarar og garðyrkjumenn vildu skaða hann og að leyniþjónustan fylgdist með honum. Hyde var í kjölfarið lagður inn á geðdeild gegn vilja sínum á grundvelli laga í Flórída sem heimila slíkt í tilfelli geðsjúkdóma eða lyfjamisnotkunar.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45
Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00
Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30