Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 16:00 Frá borginni Torrevieja á vesturströnd Spánar. Fjöldi Íslendinga býr þar og í nágrenni borgarinnar. vísir/getty Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. Hann er fertugur og á að baki langan sakaferil hér á landi og hefur meðal annars hlotið þriggja og hálfs árs dóm fyrir íkveikju og fleiri brot. Lögreglan á Spáni óskaði eftir aðstoð íslensku lögreglunnar Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags hafi Guðmundur ruðst inn á heimili móður sinnar og stjúpföður í Los Balcones-hverfinu í Torrevieja. Þar hafi komið til átaka á milli mannanna tveggja. Á Guðmundur að hafa hrint stjúpföðurnum á glugga með þeim afleiðingum að glugginn brotnaði. Við það fékk hann fjölda skurða sem leiddu til þess að hann missti mikið blóð og lést af sárum sínum. Þá fundust einnig stungusár á líkama mannsins sem ekki var hægt að rekja til brotna gluggans. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra. Þó kemur fram að alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hafi veitt aðstoð við að koma á beinu sambandi rannsóknaraðila á Spáni við íslensk lögregluyfirvöld til aðstoðar við rannsókn málsins. Beiðni um slíkt kom frá spænsku lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu höfðu móðir Guðmundar og stjúpfaðir hans búið á Spáni um nokkurt skeið og sjálfur hafði Guðmundur verið þar með annan fótinn undanfarin eitt til tvö ár. Dæmdur fyrir íkveikju og að hafa reynt að ræna söluturn vopnaður hníf Sem fyrr segir hefur Guðmundur Freyr endurtekið komist í kast við lögin. Hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi í nóvember 2007, meðal annars fyrir að hafa kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn sem hann braust inn í janúar sama ár. Að því er fram kom í frétt Vísis á sínum tíma voru kona og tvö börn sofandi í hinum hluta parhússins þegar Guðmundar lagði eld að húsinu. Það varð fólkinu til björgunar að nágranni vakti þau og kom þeim út. Auk íkveikjunnar og ránsins í Þorlákshöfn var Guðmundur dæmdur fyrir að hafa farið inn í söluturn í Fellahverfi í september 2006, vopnaður hníf og heimtað peninga. Þegar afgreiðslumaðurinn neitaði og flúði söluturninn elti Guðmundur hann með hnífinn en gafst fljótlega upp. Þá var Guðmundur einnig dæmdur fyrir að hafa svikið út peninga með stolnu kreditkorti, ekið ölvaður og að hafa haft fíkniefni í fórum sínum. Fram kom í frétt Vísis árið 2007 að Guðmundur hefði síðan hann var 16 ára sjö sinnum verið dæmdur til refsivistar fyrir fíkniefnabrot, lyfsölulagabrot, tollalagabrot og skotvopnalagabrot. Reyndi að taka á fíknivanda sínum Í byrjun janúar 2012 greindi síðan RÚV frá því að Guðmundur Freyr hefði verið dæmdur 21 mánaða langt fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Nítján mánuðir af dómnum voru skilorðsbundnir en í fréttinni kemur fram að Guðmundur hafi verið með rúmlega tvö grömm af maríjúana í bíl sínum þegar hann var stöðvaður á Akureyri í júní 2011. Tveimur mánuðum áður hafði hann ekið sama bíl frá Akureyri til Siglufjarðar en hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Þegar Guðmundur varð var við lögreglu gaf hann í og ók á ofsahraða, allt að 163 kílómetrum á klukkustund, í gegnum Múlagöng og Héðinsfjarðargöng. Með brotunum rauf Guðmundur skilorð en fram kemur í frétt RÚV að hann hafi játað brot sín. Þá hafi hann gert tilraun til þess að takast á við fíknivanda sinn og þótti því rétt að skilorðsbinda svo stóran hluta refsingarinnar. Hann var sviptur ökurétti ævilangt og dæmdur til að greiða 45 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Íslendingar erlendis Lögreglumál Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Segja manninn hafa ruðst inn á heimili móður sinnar og stjúpföður Lögreglan á Spáni bíður nú niðurstöðu krufningar á líki 66 ára gamals Íslendings sem lést í Torrevieja á Spáni í gærmorgun. 13. janúar 2020 10:35 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. Hann er fertugur og á að baki langan sakaferil hér á landi og hefur meðal annars hlotið þriggja og hálfs árs dóm fyrir íkveikju og fleiri brot. Lögreglan á Spáni óskaði eftir aðstoð íslensku lögreglunnar Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags hafi Guðmundur ruðst inn á heimili móður sinnar og stjúpföður í Los Balcones-hverfinu í Torrevieja. Þar hafi komið til átaka á milli mannanna tveggja. Á Guðmundur að hafa hrint stjúpföðurnum á glugga með þeim afleiðingum að glugginn brotnaði. Við það fékk hann fjölda skurða sem leiddu til þess að hann missti mikið blóð og lést af sárum sínum. Þá fundust einnig stungusár á líkama mannsins sem ekki var hægt að rekja til brotna gluggans. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra. Þó kemur fram að alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hafi veitt aðstoð við að koma á beinu sambandi rannsóknaraðila á Spáni við íslensk lögregluyfirvöld til aðstoðar við rannsókn málsins. Beiðni um slíkt kom frá spænsku lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu höfðu móðir Guðmundar og stjúpfaðir hans búið á Spáni um nokkurt skeið og sjálfur hafði Guðmundur verið þar með annan fótinn undanfarin eitt til tvö ár. Dæmdur fyrir íkveikju og að hafa reynt að ræna söluturn vopnaður hníf Sem fyrr segir hefur Guðmundur Freyr endurtekið komist í kast við lögin. Hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi í nóvember 2007, meðal annars fyrir að hafa kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn sem hann braust inn í janúar sama ár. Að því er fram kom í frétt Vísis á sínum tíma voru kona og tvö börn sofandi í hinum hluta parhússins þegar Guðmundar lagði eld að húsinu. Það varð fólkinu til björgunar að nágranni vakti þau og kom þeim út. Auk íkveikjunnar og ránsins í Þorlákshöfn var Guðmundur dæmdur fyrir að hafa farið inn í söluturn í Fellahverfi í september 2006, vopnaður hníf og heimtað peninga. Þegar afgreiðslumaðurinn neitaði og flúði söluturninn elti Guðmundur hann með hnífinn en gafst fljótlega upp. Þá var Guðmundur einnig dæmdur fyrir að hafa svikið út peninga með stolnu kreditkorti, ekið ölvaður og að hafa haft fíkniefni í fórum sínum. Fram kom í frétt Vísis árið 2007 að Guðmundur hefði síðan hann var 16 ára sjö sinnum verið dæmdur til refsivistar fyrir fíkniefnabrot, lyfsölulagabrot, tollalagabrot og skotvopnalagabrot. Reyndi að taka á fíknivanda sínum Í byrjun janúar 2012 greindi síðan RÚV frá því að Guðmundur Freyr hefði verið dæmdur 21 mánaða langt fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Nítján mánuðir af dómnum voru skilorðsbundnir en í fréttinni kemur fram að Guðmundur hafi verið með rúmlega tvö grömm af maríjúana í bíl sínum þegar hann var stöðvaður á Akureyri í júní 2011. Tveimur mánuðum áður hafði hann ekið sama bíl frá Akureyri til Siglufjarðar en hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Þegar Guðmundur varð var við lögreglu gaf hann í og ók á ofsahraða, allt að 163 kílómetrum á klukkustund, í gegnum Múlagöng og Héðinsfjarðargöng. Með brotunum rauf Guðmundur skilorð en fram kemur í frétt RÚV að hann hafi játað brot sín. Þá hafi hann gert tilraun til þess að takast á við fíknivanda sinn og þótti því rétt að skilorðsbinda svo stóran hluta refsingarinnar. Hann var sviptur ökurétti ævilangt og dæmdur til að greiða 45 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Íslendingar erlendis Lögreglumál Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Segja manninn hafa ruðst inn á heimili móður sinnar og stjúpföður Lögreglan á Spáni bíður nú niðurstöðu krufningar á líki 66 ára gamals Íslendings sem lést í Torrevieja á Spáni í gærmorgun. 13. janúar 2020 10:35 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Segja manninn hafa ruðst inn á heimili móður sinnar og stjúpföður Lögreglan á Spáni bíður nú niðurstöðu krufningar á líki 66 ára gamals Íslendings sem lést í Torrevieja á Spáni í gærmorgun. 13. janúar 2020 10:35
Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54